Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Crystal Palace – Everton 2-2 - Everton.is

Crystal Palace – Everton 2-2

Mynd: Everton FC.

Uppstillingin: Pickford, Baines, Jagielka, Keane, Kenny, Gana, Schneiderlin, Lennon, Lookman, Gylfi, Niasse.

Fyrri hálfleikur var afar fjörugur og fjögur mörk skoruð. Palace menn meira með boltann og líklegri allan fyrri hálfleikinn enda fullir sjálfstrausts eftir að hafa fengið óskabyrjun á leiknum — mark á fyrstu mínútunni. Skotið kom frá hægri á fjærstöng, en Pickford sló til hægri. Þar var náttúrulega Crystal Palace maður mættur og sparkaði frákastinu beint í autt netið.

Niasse reyndist bjargvættur Everton enn á ný þegar hann sótti víti. Scott Dann rak öxlina í hann þegar Niasse var að komast í gegnum vörnina og dómarinn í engum vafa. Baines öruggur sem fyrr á punktinum og jafnaði.

Niasse var svo næstum búinn að bæta við marki á 17. mínútu þegar hann vann sig í gegnum vörn Crystal Palace af miklu harðfylgi en markvörður Palace náði meistaralega að verja skot af stuttu færi. Niasse óheppinn að skora ekki þar.

Pickford átti svo flotta vörslu á 34. mínútu en aðeins mínútu síðar skoraði Zaha eftir fyrirgjöf frá hægri sem fór milli varnarlínu og markvarðar — aðeins of langt fyrir Pickford að teygja sig og Zaha þurfti bara að pota inn.

En Niasse var ekki hættur því hann jafnaði rétt fyrir lok hálfleiks eftir mistök markvarðar Crystal Palace. Markvörður þeirra ákvað að stríða Niasse aðeins og leika á Niasse í stað þess að bomba fram völlinn sem hann hefði átt að gera (þar sem aðeins nokkrar sekúndur voru eftir af fyrri hálfleik). Eftir að hafa leikið á Niasse sendi markvörður svo beint á miðvörð Palace og setti hann þar með í töluverð vandræði þar sem Gana var rétt hjá og stal boltanum. Gana gaf fljótt á Gylfa sem setti Niasse innfyrir með stungusendingu sem hann átti ekki í neinum erfiðleikum með að klára, einn á móti markverði.

Staðan 2-2 í hálfleik!

Maður hafði á tilfinningunni eftir fyrri hálfleik að leikurinn gæti þess vegna farið 5-2 öðru hvoru megin en seinni hálfleikur reyndist markalaus þrátt fyrir nokkur færi.

Davies og Calvert-Lewin komu inn á í hálfleik fyrir Scheiderlin og Lookman, en hvorugur þeirra síðarnefndu hafði náð sér á strik í leiknum. Leikur Everton batnaði við þetta, meiri hreyfanleiki, meiri áræðni og sterkari pressa á leikmenn Palace.

Calvert-Lewin var óheppinn að skora ekki strax í upphafi seinni hálfleiks þegar hann fékk flotta sendingu frá Gylfa, sem var inn í teig vinstra megin og sendi á Calvert-Lewin fyrir framan mark, en markvörður varði skotið meistaralega. Besta færi Everton í seinni hálfleik.

Ramirez kom svo inn á fyrir Lennon á 76. mínútu.

Palace menn fengu eitt gott færi í seinni hálfleik þegar Benteke komst í dauðafæri á 81. mínútu en lúðraði boltanum langt framhjá.

Jafntefli niðurstaðan.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (6), Baines (7), Keane (6), Jagielka (6), Kenny (7), Gueye (6), Schneiderlin (5), Lennon (6), Lookman (5), Sigurdsson (6), Niasse (7). Varamenn: Davies (6), Ramirez (6), Calvert-Lewin (6).

Comments are closed.