Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Nikola Vlasic keyptur – STAÐFEST - Everton.is

Nikola Vlasic keyptur – STAÐFEST

Mynd: Everton FC.

Everton tilkynnti nú rétt í þessu um kaup á Nikola Vlasic, 19 ára sóknarmanni frá Hajduk Split, sem er liðið sem Everton lék við á dögunum í umspil um sæti í riðlakeppni Europa League. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann leikið  120 leiki fyrir þá og skorað 13 mörk. Ágætis yfirlit yfir sögu hans er að finna í færslu hans á Everton FC síðunni.

Nikola sagði við þetta tækifæri: „“When I heard that Everton were interested in me, I knew straight away I wanted to come here. Whenever someone called my manager or my father, I told them I only wanted to come to Everton. The ambition of the Club is to ultimately play in the Champions League and I want to help achieve that goal. I believe in myself and in this team – I think we can do great things together. When there is a manager like Ronald Koeman who wants you, there is no need to talk about it much. I wanted to come here because of the manager, because of the big players, because of the reputation of the Club. It is the opportunity of a lifetime.“

Nikola er að upplagi kantmaður en getur einnig spilað á miðri miðjunni eða í holunni fyrir aftan fremsta mann. Kaupverðið var ekki gefið upp en BBC sögðu að hann kosti 10M punda. Hann skrifaði undir 5 ára samning við Everton, eða til sumars 2022. Hann er þrettándi leikmaðurinn sem Walsh og Koeman fá til liðs við félagið í þessum glugga!

Velkominn Vlasic!

Gaman að sjá hvað gerist fyrir lok gluggans — minnum á gluggavaktina.

2 Athugasemdir

  1. Gunnþór skrifar:

    Hann er hrikalegur þessi og á bara eftir að verða betri,mun spila mikið í vetur.

  2. Ari G skrifar:

    Mjög sáttur með þennan leikmann þótt ég þekki hann lítið en er mjög góður leikmaður. Fengum einn 18 ára frá Fulham í nótt. Ég ætla halda áfram að vera bjartsýnn og spá Everton 4 sætinu í vor en það verður erfitt. Héld að City, Utd og Chelsea séu með bestu liðin og Arsenal verða ekki í toppbáráttu í vetur svo baráttan verður helst á milli Everton og Tottenham um 4 sætið. Hef ekki trú á Liverpool héld að þeir falli niður vegna þess hvað þeir keyptu lítið. En Everton gæti hikstað aðeins í byrjun vegna þess hvað þeir eru með marga nýja leikmenn en 4 stig núna er ekki svo slæmt.