Mynd: Everton FC.
Klúbburinn staðfesti í dag að hafa náð samkomulagi við Sunderland um kaup á aðalmarkverði þeirra, Jordan Pickford, sem er 23ja ára og er nú samningsbundinn Everton til júní 2022. Kaupverðið er 25M punda + 5M punda að ákveðnum skilyrðum uppfylltum (árangurstengt bæði liði og leikmanni) sem myndi gera Pickford að dýrasta breska markverðinum frá upphafi og þriðji dýrasta markverði í heimi (á eftir Gianluigi Buffon og Ederson). Ýmsir hafa tjáð sig um kaupin…
Pickford var einn af mjög fáum ljósum punktum við tímabil Sunderland en skv. OptaJoe var Pickford með flestar markvörslurnar í Úrvalsdeildinni á síðasta tímabili eða 4.7 vörslur per leik. Hann gat þó ekki einn síns liðs komið í veg fyrir að þeir féllu niður í Championship deildina.
Pickford hefur leikið með öllum unglingalandsliðum Englands, allt frá U16 til U21 og er nú með enska U21 landsliðinu. Þetta mun væntanlega enda sögusagnir um að Joe Hart sé á leiðinni til Everton.
Hér eru allar vörslurnar í einum leik gegn Arsenal:
Sæmilegt distribution skill líka…
Við kíktum af gamni á tölfræðina yfir markverði í Úrvalsdeildinni en skv. þessari var Pickford með næst flestar vörslurnar (135) á síðasta tímabili. Aðeins Tom Heaton hjá Burnley var með _örlítið_ fleiri vörslur (143 vs 135) en kaup á Heaton væru ekki framtíðarkaup því hann er 31 árs gamall (Pickford er 23ja). Nú gæti einhver bent á að það sé ekki að marka þá tölfræði þar sem Sunderland fengu á sig ógrynni af skotum enda með hripleka vörn. En þegar horft er á (úr sömu tölfræði) varin skot sem hlutfall af skotum sem rata á rammann þá lítur þetta svona út:
1. Hugo Loris | 76.24% | (Tottenham, 30 ára) |
2. Petr Cech | 76.00% | (Arsenal, 35 ára) |
3. Tom Heaton | 75.66% | (Burnley, 31 árs) |
4. Lee Grant | 73.17% | (Stoke, 34ra ára) |
5. David De Gea | 71.84% | (United 26 ára) |
6. Jordan Pickford | 71.43% | (23ja ára) |
Sem sagt, á sínu fyrsta heila tímabili í Úrvalsdeildinni er Pickford í 6. sæti og á pari við David De Gea hvað þessa tölfræði varðar. Hann er jafnframt með betra hlutfall en til dæmis markvörður Englandsmeistara Chelsea, Thibaut Courtois (sem er með 69.70% í 8. sæti). Til samanburðar má nefna að af öðrum liðum sem enduðu fyrir ofan Everton er Liverpool með sína markverði í 19. og 23. sæti (Mignolet með 63.41% og Karius með 62.50%) og City með sína í 10. og 29. sæti (Caballero með 68.89% og Bravo með 55.00%). Gaman að þessu.
Velkominn Jordan Pickford!
(PS. Markmenn með 5 leiki eða færri voru ekki teknir með í útreikningunum)
Alveg sáttur með þessu kaup. Finnst frábært hvað hann er frekar ungur af markverði og sýnir að Everton er að hugsa um framtíðina. Lýst mjög vel á að kaupa Sandro mjög ódýr en samt hræddur um að önnur lið reyni að stela honum. Þarf alltaf að tala svona mikið um það í fjölmiðlun ef Everton er að spá í leikmenn best væri að reyna að gera það í leyni ef það er hægt. Lýst vel á að kaupa Michael Keene frá Burnley gott að blanda breskum og erlendum leikmönnum saman. Yrði frábært að kaupa bæði Gylfa og Hollendinginn frá Ajax. Þótt ég sé mikill aðdáandi Barkleys væri ég alveg sáttur þótt hann yrði seldur ef við fáum þessa 2 miðjumenn í staðinn 2 fyrir 1 góð skipti.
Það er nú svo sem ekki við Everton að sakast ef áhugi þeirra á leikmönnum spyrst út. Það er söluliðinu og umba leikmannsins í hag að sem flestir viti að leikmaðurinn sé í söluferli og því fleiri að bjóða. Virkar náttúrulega í báðar áttir líka — þegar Everton selur.
Vel gert lýst vel á þetta. Meira meira meira ???
Tvær athyglisverðar greinar úr Liverpool Echo:
http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/transfer-news/everton-special-keeper-jordan-pickford-13178731
http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/transfer-news/everton-jordan-pickford-stats-sunderland-13178861
Ég sé ekki betur en að Everton séu orðaðir við ansi marga nýja leikmenn og fleiri en nokkuð annað lið og virðast samningar vera á fullu hjá Everton. Þetta er einnig áberandi í Íslenskum miðlum sem kemur einnig þónokkuð á óvart.
Pickford, Gylfi, Klaasen, Sandro Rodriguez virðast allir nokkuð líklegir t.a.m. og margir aðrir orðaðir til viðbótar.
Peter Shilton tjáði sig við BBC um kaupin í dag; sagði að það væri eðlilegt að há fjárhæð væri greidd til að manna vel markmannsstöðuna og að kaupin á Pickford væru þess virði. BBC tóku jafnframt saman tölfræði Pickfords og virðast byggja á aðeins öðrum gögnum en hér að ofan:
http://www.bbc.co.uk/sport/football/40264952
Stjóri Preston, sem hafði Pickford hjá sér að láni í 6 mánuði sagði:
„When the top clubs are looking for players and good keepers, they are looking for shot stoppers but also keepers with exceptional feet – and we said that he could have played outfield with the quality of his feet.“
Meira um Pickford:
http://www.skysports.com/football/news/11671/10914990/jordan-pickford-profile-why-he-is-ready-for-the-everton-challenge
Það er skemmtileg tilbreyting að sjá að það er ekki verið að hangsa neitt.
http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/transfer-news/jordan-pickford-medical-ahead-everton-13188096
Fyrir ári síðan hefði þetta verið látið bíða þangað til leikmaðurinn kæmi heim aftur.
Frábært að sjá þetta staðfest á Everton FC síðunni.
Þetta er frábær byrjun á kaupum sumarsins verð ég að segja.
Ansi sáttur að hafa Jordan Pickford í markinu næstu árin.
http://www.evertonfc.com/news/2017/06/15/pickford-signs
Vel gert hjá félaginu. Til hamingju öll! 🙂
Nú þarf að henda í góða vörn fyrir framan strákinn.
Þá er Klaasen næstur, djöfulli er ég sáttur við þessa keyrslu á Everton núna.
Ekki nóg með það heldur er M’baye Niang á leiðinni til Everton líka.
Klaasen búinn í Medical skv. mörgum miðlum og nú virðist Niang einnig búinn í Medical.
Next up: Gylfi? Michael Keane?
http://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/transfer-news/davy-klaassen-mbaye-niang-finch-13192897
Ég sé ekki betur en að Klaasen verði tilkynntur officially sem Everton leikmaður á morgun og Niang alveg í kjölfarið.
Nú tala menn um að Everton muni jafnvel kaupa Smalling frekar en Keane, hvað segja menn um það? Er ekki bara málið að kaupa báða?
Síðan eru ansi margir nefndir í vinnslu og flestir þeirra spennandi kostir.
Ég bara bíð spenntur eftir að Gylfi láti undan og komi í klúbb fólksins. Veit hann er að lesa þetta. Sigurdsson merkt glæný Everton treyja is waiting on the Horizon. Just do it boy.
DAVY KLAASEN til EVERTON,,,fock….ing staðfest
http://www.evertonfc.com/news/2017/06/15/klaassen
Eftir þessi kaup þá er mikilvægt að fá miðvörð, Smalling væri fínn skilst mér en Micheal Keane væri frábær kaup í alla staði. Jagielka og Williams ásamt þessum tveimur væri frábært. Keane er eiginlega rosalegur leikmaður finnst mér.
Fleiri skemmtileg komment frá fólki sem þekkir Pickford…
http://www.evertonfc.com/news/2017/06/15/kelly-on-pickford
Pickford að verja víti með enska U21 landsliðinu og bjarga stigi.
http://www.evertonfc.com/news/2017/06/16/pickford-the-hero-as-england-draw
þá er búið að ganga frá Ramirez, nú hlýtur höfuðið á Lukaku að fara að snúast til okkar aftur 🙂
Fyrrum púlari að lofsyngja Pickford (hvatti þá eindregið til að kaupa hann):
http://www.skysports.com/football/news/11671/10920589/jordan-pickford-is-special-says-ex-liverpool-goalkeeper-chris-kirkland
Greiningin sem ég var að bíða eftir er loksins komin:
http://www.skysports.com/football/news/11671/10921062/is-new-everton-goalkeeper-jordan-pickford-worth-30m-we-check-the-stats
Hér er tölfræðin tekin aðeins lengra en bara skot á mark/varin skot og distribution tekin með líka. Svo er reynt að meta hvort hann sé milljónanna virði.
Mignolet var líka keyptur frá Sunderland eftir að hafa verið frábær tímabilið á undan í lélegu liði, en gefum þessum strák séns. Vona bara að við höldum Joel frekar in Maarten ef við seljum markvörð.