Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton vs. West Ham - Everton.is

Everton vs. West Ham

Mynd: Everton FC.

West Ham menn koma í heimsókn á Goodison Park á sunnudaginn í 10. leik tímabilsins en leikurinn hefst klukkan 13:30 og verður sýndur í beinni á Ölveri.

Það eru töluverðar andstæður í gengi West Ham og Everton á tímabilinu en okkar menn byrjuðu það afar vel, taplausir í 6 leikjum, þar af 5 sigrar en hafa síðan þá verið sigurlausir í síðustu 5 leikjum. West Ham menn, aftur á móti, byrjuðu deildina afleitlega, duttu úr Europa League í umspili og töpuðu fyrir Chelsea, City, Watford, West Brom og Southampton í fyrstu 8 leikjum sínum. Einu stigin þeirra í þeirri hrinu komu gegn Bournemouth (3) og Middlesbrough (1). Þeir náðu þó að rétta af skútuna í október með jafnteflisleiknum og hafa nú unnið síðustu þrjá leiki sína (Crystal Palace, Sunderland og Chelsea í deildarbikarnum). Everton hefur unnið 67 leiki gegn West Ham frá upphafi, tapað helmingi færri (29) og gert 38 jafntefli. Lukaku gæti með marki náð að skora í 7. leiknum í röð gegn West Ham og 9. mark sitt í 11 leikjum gegn þeim. Met Everton á Dixie Dean sem skoraði í 8 leikjum í röð gegn Bury á sjö ára tímabili.

Enner Valencia, lánsmaður West Ham, má ekki leika með Everton og Baines og McCarthy eru báðir frá vegna meiðsla í lærvöðva. Matthew Pennington, Tyias Browning, Darron Gibson og Muhamed Besic eru frá til lengri tíma. Líkleg uppstilling því: Stekelenburg, Oviedo, Williams, Jagielka, Coleman, Gana, Barry, Mirallas, Barkley, Bolasie, Lukaku.

Hjá West Ham eru Andy Carroll og Diafra Sakho tveir af fimm meiddum.

Nokkrar örfréttir í lokin:

  • Áhorfendur á vellinum koma til með að minnast Howard Kendall þegar líða tekur á leikinn.
  • Dr Keith Harris er kominn í stjórn Everton klúbbsins en hana mynda nú: Bill Kenwright (formaður), Jon Woods (varaformaður), Robert Elstone, Sasha Ryazantsev og prófessor Denise Barrett-Baxendale,
  • Everton U23 töpuðu fyrir Liverpool U23 2-0 á útivelli en Everton U18 sigruðu Middlesbrough 1-0 með marki frá Jack Kiersey.
  • Mikið var rætt í vikunni um að Rooney muni á endanum fara til Everton eftir að Leon Osman minntist á það við blaðamenn. Koeman sagðist vera jákvæður fyrir því. Ykkar skoðun á því?

West Ham næstir á sunnudaginn. Áfram Everton!

9 Athugasemdir

  1. Diddi skrifar:

    þessi leikur getur aldrei farið ver en illa fyrir okkur, stig fáum við sennilega bara eitt samt 🙂

    • Diddi skrifar:

      skil ekki alveg af hverju við létum Galloway fara í láni, hann sýndi það þegar hann spilaði með okkur að hann er ekkert síðri en Oviedo í vinstri bak 🙂 kannski hafa meiðslin haft áhrif á þessa ákvörðun, koma honum í form hjá WBA 🙂

    • Orri skrifar:

      Sammála.

  2. þorri skrifar:

    vonandi að þetta sé að koma hjá okkur. Og við vinnum þennana leik

  3. Gunnþór skrifar:

    Þurfum að styrkja liðið og losa okkur við ákveðna menn sem eru ekki að leggja sig nægilega fram fyrir liðið bæði varnar og sóknarlega.verðum að taka 3 stig úr þessum leik.

  4. Teddi skrifar:

    Sterkur jafnteflisfnykur sem finnst langar leiðir, því miður.

  5. þorri skrifar:

    eru menn klárir að mæta á ölver í dag og sjá okkar menn vinna ekkert annað en sigur kemur til greina á heimavelli í dag. Svo hefur Westham ekki heldur verið neitt sannfærandi en sem komið er.En komum og verum kátir í dag og svo ÁFRAM EVERTON

  6. Diddi skrifar:

    ég er svo spenntur fyrir þessum leik að ég fer frekar og syng í messu í dag 🙂 westham vélin er hrokkin í gang en okkar vél hikstar 🙂

  7. Diddi skrifar:

    varðandi Rooney, við eigum ekki að taka við útslitnum fyrrverandi leikmönnum sem fóru vegna þess að þeir töldu okkur ekki vera nógu góða fyrir sig, punktur 🙂