Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Burnley vs. Everton - Everton.is

Burnley vs. Everton

Mynd: Everton FC.

Næsti leikur Everton er gegn nýliðum Burnley á útivelli á Turf Moor leikvanginum, örlítið fyrir norðan Liverpool borgina. Burnley menn sitja í augnablikinu í 14. sæti eftir misjafna byrjun, 7 stig í 8 leikjum. Þeir fengu tvo heimaleiki í upphafi tímabils, töpuðu þeim fyrsta gegn Swansea en unnu svo Liverpool í næsta leik, 2-0. En í kjölfarið fylgdi slæmur kafli með aðeins einum sigri í sjö leikjum, þar með talið hálf neyðarlegt tap gegn Acrington Stanley í deildarbikarnum. Og nú mæta þeir Everton.

Everton er í sjötta sæti, einu sæti ofar en United og aðeins tveimur stigum frá Meistaradeildarsæti. Liðið gæti því með (mjög) hagstæðum úrslitum náð í þriðja sæti eftir umferðina.

Spurningin fyrir leikinn er helst hvort Barkley verði í byrjunarliðinu en hann missti sitt pláss þar í síðasta leik, á móti Manchester City. Vonir stóðu til að Baines gæti verið með en hann verður frá í tvær vikur í viðbót. Aaron Lennon ku þó vera búinn að jafna sig af sínum meiðslum en Muhamed Besic, Tyias Browning og Matthew Pennington eru allir frá vegna meiðsla.

Líkleg uppstilling: Stekelenburg, Oviedo, Williams, Jagielka, Coleman, Gana, Barry, Barkley, Mirallas, Bolasie, Lukaku.

Hjá Burnley er Steven Defour metinn tæpur og Ashley Barnes frá til lengri tíma.

Af ungliðunum er það að frétta að…
– Alex Denny var valinn í enska U17 ára landsliðshópinn sem mætir landsliði Rúmeníu í næstu viku.
– Everton U18 unnu Stoke U18 á útivelli, 2-5 (sjá vídeó), eftir að hafa lent 2-0 undir í fyrri hálfleik. Miðjumaðurinn Fraser Hornby skoraði fjögur mörk í þeim leik og Shayne Lavery bætti við fimmta markinu undir lokin. Liðið er nú í sjötta sæti eftir leikinn og jafnframt taplausir í síðustu fimm leikjum sínum.
– Everton U23 lentu einnig 2-0 undir í sínum leik, gegn Reading U23, en náðu að snúa við taflinu og vinna Reading U23 6-3 (sjá vídeó) með þrennu frá Oumar Niasse, einu marki frá Kieran Dowell, einu frá Dominic Calvert-Lewin og einu frá Liam Walsh. Eftir leikinn er Everton U23 í efsta sæti í Premier League 2, með fjögurra stiga forskot á næsta lið.

Flottur árangur hjá ungliðunum okkar en rétt að geta þess í lokin að leikurinn við Burnley hefst klukkan 15:00 á laugardaginn. Ekki lítur út fyrir að íslensku sjónvarpstöðvarnar komi til með að sýna hann beint.

Ykkar spá um úrslit?

5 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Við hljótum að vinna þennan leik fjandakornið.

  2. Diddi skrifar:

    Töpum 2-1

  3. þorri skrifar:

    eigum við ekki að vera jákvæðir og segja everton vinni leikinn

    • Diddi skrifar:

      við skulum bara vera raunsæir 🙂 Bjartsýni vinnur ekki fótboltaleiki 🙂

  4. Gunnþór skrifar:

    Diddi minn hræddur um að þú hafir rétt fyrir þér. Finnst bragurinn á liðinnu vera slíkur. En skal glaður éta gamla hattinn ef þeir sína annað.