Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton – Norwich 0-2 - Everton.is

Everton – Norwich 0-2

Mynd: Everton FC.

Ég sagði það fyrir leik að ég vildi sjá U23 ára liðið í þessari keppni því það hefur sjaldan verið jafn lítil ástæða til að leggja áherslu á þessa bikarkeppni og nú — þetta er fyrsta tímabil Koeman, lykilmenn heilir og allir að sanna sig fyrir stjóranum — sumir á sínu fyrsta tímabili með liðinu og árangurinn þar talar, eins og er, sínu máli: liðið í öðru sæti í deild sem er besta byrjun Everton í Úrvalsdeildinni frá stofnun.

Og Koeman gerði 6 breytingar frá sigurleiknum gegn Middlesbrough — aðeins Stekelenburg, Williams, Coleman, Gana og Barkley sem fengu að halda sínum sætum og þó nokkrir af jaðrinum sem fengu tækifæri. Ekki hægt að segja að þeir hafi nýtt það vel.

Uppstillingin: Stekelenburg, Holgate, Funes Mori, Williams, Coleman (fyrirliði), Gueye, Cleverley, Deulofeu, Barkley, Lennon, Valencia. Varamenn: Robles, Jagielka, Kone, Mirallas, Bolasie, Barry, Oviedo.

Ekki mikið um fyrri hálfleik að segja annað en það að Everton dómineraði boltann, pressuðu Norwich mjög vel og tóku boltann af þeim trekk í trekk. Fyrir vikið var lítið að gera hjá Stekelenburg í markinu sem og varnarlínunni, fyrir utan eitt skipti þar sem Norwich menn komust í sókn og náðu sínu fyrsta og eina skoti á mark í fyrri hálfleik (eftir því sem ég best merkti) og að sjálfsögðu skoruðu þeir úr því. Naismith þar að verki, með sitt fjórða mark í tveimur leikjum á Goodison Park. Ekki við Stekelenburg að sakast í markinu en þetta er fyrsta löglega markið sem hann fær á sig í fimm leikjum, ef ég tel rétt.

Staðan 0-1 fyrir Norwich í hálfleik.

Svar Everton í seinni hálfleik var ekki það sem maður átti von á. Leikurinn svipaður og í fyrri hálfleik, lítið um færi þó Everton væru sterkari.

Mirallas og Bolasie var skipt inn fyrir Lennon og Deulofeu á 68. mínútu og þá fóru hlutirnar aðeins að gerast. Mirallas, í sinni fyrstu snertingu, tók flotta aukaspyrnu sem Ruddy þurfti að hafa sig allan við til að slá út af. Í kjölfarið náði Bolasie flottu skoti á mark sem Norwich menn náðu að bjarga á línu og beina í horn. Spurning hvort varnarmaður hafi snert hann með hendi, en held ekki.

En pressan hafði greinilega aukist til muna á Norwich og maður hafði skyndilega á tilfinningunni að mark Everton lægi í loftinu. En þá tók Josh Murphy, hjá Norwich, bara til sinna ráða og skoraði algjört glæsimark upp úr engu. Skot utan teigs í neðanverða slána og inn, ekki langt frá samskeytum. Staðan 0-2 Norwich og aðeins um korter eftir.

Holgate fór út af á 83. mínútu fyrir Arouna Kone og Koeman skipti þar með í þriggja manna vörn. Allt kapp lagt á að minnka muninn og reyna svo að jafna.

Gueye átti frábært skot rétt utan teigs sem Ruddy þurfti að hafa sig allan við að verja en þrátt fyrir þunga pressu Everton tókst þeim ekki að skapa nógu góð færi, hvað þá að minnka muninn. Everton með 15 skot, 6 á markið (nokkru áður en flautað var til leiksloka). Norwich með aðeins tvö sem rötuðu á markið og skoruðu úr þeim báðum. Svona er fótboltinn stundum…

Fyrsti sigur Norwich á Goodison síðan september 1993, að ég held. Tuttugu og þrjú ár.

6 Athugasemdir

  1. Robert E skrifar:

    Helvítis Naismith

  2. Gunnþór skrifar:

    Á ekki gamli frasinn við núna að einbeita sér að deildinni. ??

  3. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Það var náttúrulega skrifað í skýin að Naismith myndi skora.

  4. Diddi skrifar:

    Martinez að kenna ???? ?