Mynd: Everton FC.
Á laugardaginn er komið að átta liða úrslitum í FA bikarnum en Everton tekur þar á móti Chelsea kl. 17:30 á Goodison Park. Eins og sjá má er þetta er að verða hörkukeppni en eingöngu Úrvalsdeildarlið eru eftir, að Reading liðinu undanskildu:
Reading – Crystal Palace
Everton – Chelsea
Arsenal – Watford
Man United – West Ham
Bæði lið eru í sárum eftir síðasta leik en Everton tapaði 2-3 fyrir West Ham í deildinni á dögunum, með dramatískum hætti, manni færri eins og við þekkjum. Chelsea menn aftur á móti fengu enga hvíld í miðri viku en þeir töpuðu í gær fyrir PSG og eru þar með úr leik í meistaradeildinni. FA bikarinn er þar með eini séns beggja liða á titli á tímabilinu.
Everton liðinu hefur gengið nokkuð vel gegn Chelsea á tímabilinu; eru taplausir gegn Chelsea á tímabilinu og ættu í raun að hafa tekið 6 stig af þeim í deildinni, ef línuvörðurinn hefði verið vandanum vaxinn á Stamford Bridge þegar Terry skoraði jöfnunarmark á lokasekúndunum, kolrangstæður eins og mikið hefur verið rætt um. Það kemur ekki til með að hjálpa þeim mikið á laugardaginn að Hazard og Costa fóru meiddir af velli í leik þeirra gegn PSG. Terry hefur einnig verið meiddur og gæti misst af þessum leik.
Aaron Lennon er tæpur vegna mögulegra meiðsla í lærvöðva og Barry, Cleverley og Oviedo sömuleiðis (allir þrír verið með sýkingu í öndunarfærum). Af þeim fjórum er Oviedo sá ólíklegasti til að vera heill því hann var lagður inn á spítala á dögunum vegna sýkingarinnar. Sjáum þó hvað setur. Ljóst er þó að Mirallas verður í banni í FA bikarnum og gegn Arsenal í næsta leik eftir rauða spjaldið sem hann fékk gegn West Ham.
Líkleg uppstilling: Robles, Baines/Oviedo, Mori, Jagielka, Coleman, Barry, McCarthy, Cleverley, Barkley, Lennon, Lukaku.
Í öðrum fréttum er það helst að Sky Sports tóku saman tölfræðina yfir bestu ensku leikmennina í Úrvalsdeildinni og þar ber Barkley höfuð og herðar yfir aðra enska miðjumenn með 8 mörk, 7 stoðsendingar og 87% af sendingum sem rata á samherja.
Af ungliðunum er það að frétta að Everton U21 töpuðu naumlega 3-2 (sjá vídeó) á útivelli gegn Sunderland U21 en Sunderland skoruðu sjálfsmark í leiknum og Kieran Dowell glæsimark úr aukaspyrnu. U18 ára liðið vann Reading U18 0-1 en sigurmark Everton skoraði Anthony Evans (sjá vídeó).
Ryan Ledson og Liam Walsh framlengdu lán sín (hjá Cambridge og Yeovil) um einn mánuð.
En, nú er komið að FA bikarnum og væntanlega allt lagt undir. Leikurinn er í beinni á Ölveri.
er á leið í sollinn, ætli maður kíki ekki á leikinn á Ölveri, hlakka til að hitta ykkur 🙂
koma svo bláir ég segji að vinnum þennan leik og förum áfram mín spá er 3-1 áfram EVERTON FC
Er engin mæting á ölver ??
Erfitt að meta það fyrirfram en það hefur verið breytileg mæting undanfarið. Reikna þó með að þessi leikur trekki meira að en margir. Við Halli (formaður) stefnum báðir á mætingu. Veit ekki með aðra.
Ari S hringdi líka í mig áðan og sagðist ætla að mæta.
Er ekki rétt að spá Everton 3-1 sigri þessum leik,en það verður ekki ef dómarnir verða Chelsea hliðhollir eins þeir voru síðast þegar að við mættum þeim.
Uppstillingin komin:
http://everton.is/?p=10773