Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Reading vs. Everton - Everton.is

Reading vs. Everton

Mynd: Everton FC.

Everton á leik við Reading á útivelli í þriðju umferð deildarbikarsins, annað kvöld (þriðjudag) kl. 19:00. Þar sem Everton er ekki í Evrópukeppni í ár má gera ráð fyrir að meiri áhersla verði lögð á þessa bikarkeppni en til dæmis í fyrra en þó má gera ráð fyrir að einhverjir komi til með að hvíla. Ljóst er að Besic og Coleman munu missa af leiknum vegna meiðsla og Mirallas er í banni, sem ekki verður áfrýjað. Martinez gaf það út að líklegt væri að Leandro Rodriguez, nýi sóknarmaðurinn, myndi spila og líkurnar á því jukust þar sem hann lék ekki með U21 árs liðinu í kvöld, eftir að hafa skorað með því liði í síðustu tveimur leikjum í röð. Erfitt er þó að spá fyrir um uppstillingu þar sem ljóst er að einhverjir úr aðalliðinu verði hvíldir.

Hvað eigum við að skjóta á? Til dæmis: Robles, Galloway, Funes Mori, Stones, Browning, Barkley, McCarthy, Osman/Gibson, Deulofeu, Naismith, Rodriguez. Ýmislegt sem kemur þar til greina og væri gaman að sjá ykkar ágiskun.

Reading eru í 6. sæti B deildarinnar ensku (play-off sæti) og hafa aðeins tapað einum leik af síðustu 9 í öllum keppnum, þar af unnið fjóra af síðustu fimm þannig að þeir koma fullir sjálfstrausts í leikinn, og á heimavelli að auki. Leikmenn Everton þurfa því að vera tilbúnir í verkefnið og ekki ljóst að hægt verði að vinna upp tveggja marka forystu aftur, eins og í síðasta deildarbikarleik.

Ekki er ljóst hvort leiknum verði sjónvarpað beint hér á landi, mér sýnist sem Ölver sé ekki með leikinn á dagskrá en kannski hægt að ná honum á netinu. Ef ekki verður leikskýrslan líklega ekki mjög ítarleg.

Af ungliðunum er það að frétta að miðjumaðurinn ungi Tom Davis (17 ára) skrifaði undir atvinnumannasamning við Everton.

U18 ára liðið var yfir 1-0 í derby leiknum gegn Liverpool U18 en þurftu að sætta sig við 1-1 jafntefli þar sem Liverpool náðu að jafna rétt áður en flautað var til leiksloka. Þetta var fyrsti leikurinn á tímabilinu sem U18 ára liðið vinnur ekki.

Og U21 árs liðið (án Rodriguez) tapaði fyrir Man United U21 3-1 en mark Everton skoraði Callum Dyson.

2 Athugasemdir

  1. Orri skrifar:

    Svona leikir eru alltaf erfiðir. En af mínu mati er þetta skyldu sigur.

  2. Finnur skrifar:

    Uppstillingin komin:
    http://everton.is/?p=9904