Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Swindon Town vs. Everton - Everton.is

Swindon Town vs. Everton

Mynd: Everton FC.

Fyrsti leikur undirbúningstímabilsins er í dag, kl. 14:00 að íslenskum tíma en Everton mætir þá til Swindon Town sem leika í ensku C deildinni. Martinez gaf það út að aðalatriðið væri að gefa hverjum Everton leikmann um 45 mínútur af spilatíma sem er í samræmi við fyrsta leik undirbúningstímabila undnanfarinna ára. Við megum því eiga von á að sjá flesta ef ekki alla aðalliðs-leikmennina á vellinum fyrir utan þá sem eru meiddir: Baines, Oviedo og Gibson — og nú síðast McGeady, sem meiddist á lærvöðva á dögunum. Hópurinn fyrir Asíubikarinn var annars tilkynntur hér og ætti sá listi að gefa tilfinningu fyrir hópnum sem spilar í dag.

Hægt verður að horfa á leikinn á netinu í beinni en upplýsingar um það, sem og aðra á undirbúningstímabilinu, er að finna hér.

Hvað leikmanna-kaup og -sölur varðar lét Martinez hafa það eftir sér að fyrst og fremst væri markmiðið að halda núverandi hópi og styrkja tvær stöður eða svo — og minntist í því samhengi á miðvarðarstöðuna sem og „tíuna“ eins og hún er stundum kölluð (staðan fyrir aftan sóknarmanninn).  Hann sagði einnig að Cleverly og Deulofeu væru mjög mikilvægir framtíðarleikmenn Everton og að liðið myndi njóta vel framlags þeirra á komandi tímabili.

Af ungliðunum er það að frétta að U21 árs liðið lék fyrsta leik sinn á undirbúningstímabilinu þegar þeir unnu Burscough 3-1 með mörkum frá Sam Byrne, Greg Hurst og Harry Charsley en geta má þess að Greg Hurst er á reynslu með U21 árs liðinu og er í leit að samningi.

5 Athugasemdir

  1. Ari S skrifar:

    Tíu mínútur í fjörið 🙂 Yahooo!!!

  2. Finnur skrifar:

    Uppstillingin komin:
    http://everton.is/?p=9550

  3. Ari S skrifar:

    Brendan Galloway, Tyias Browning, Ross Barkley Seamus Coleman og Steven Pienaar í byrjunarliðinu… svona þetta sem ég man eftir… Ég er sérstaklega ánægður meðað sjá að Pienaar er með og athyglisvert að sjá Browning og Galloway þarna…

  4. Ari S skrifar:

    Deulofeu, Kone, McCarthy, Jagielka….

  5. Ari S skrifar:

    Howard, Naismith…