Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Grillveisla í Guðmundarlundi - Everton.is

Grillveisla í Guðmundarlundi

Myndir: FBÞ

Everton klúbburinn á Íslandi fagnaði því að 20 ár eru liðin frá stofnun og hélt af því tilefni upp á tímamótin með grillveislu í Guðmundarlundi, Kópavogi, þann 16. maí. Spáð var algjörlega afleitu veðri þessa helgi en sú spá reyndist ekki rétt því við fengum afbragðs vorveður og grillveislan var í alla staði vel heppnuð.

Klúbburinn sendi jafnframt frá sér fréttatilkynningu á afmælisdeginum sem birtist ekki bara á 433.is og fotbolti.net heldur einnig á baksíðu Morgunblaðins, eins og sjá má á þessu PDF skjali, þar sem tekið var viðtal við bæði ritara, Finn Breka, og stofnanda klúbbsins, Albert Gunnlaugsson.

Hér að neðan má finna nokkrar myndir frá atburðinum (smellið á mynd til að fá stærri útgáfu).

IMG_4006

Þorri og frú ásamt syni Hauks.

IMG_4010

Fjör við grillið

IMG_4011

„Já… er þetta hjá Luftguitar Pizzum? Mig langar að panta eina með öllum
áleggjunum sem þið eigið — fyrir utan ímynduðu ansjósurnar, það vill enginn borða þær…“

IMG_4013

Mönnum leiddist sko ekkert…

IMG_4017

Mæðgurnar sætar saman.

IMG_4019

Ari mættur á svæðið…

IMG_4029

Fagnaðarfundir…

IMG_4023

Ekki leiðinlegt…

IMG_4030

Eyþór og Halli öflugir við grillið.

IMG_4033

Baldvin og Trausti.

IMG_4034

Ari, Gordon og Halli.

IMG_4037

Litli kútur hans Einars Gunnars.

IMG_4041

Albert og barnabarnið, Albert.

IMG_4045

Emma Ósk að leika sér
með plasthanska.

IMG_4047

Mæðginin.

IMG_4049

Hjónakornin…

IMG_4050

Ennþá verið að afgreiða mat við grillið…

IMG_4056

Kona Hauks.

IMG_4057

Dóttir Alberts ásamt maka.

IMG_4063

Trausti á góðri stundu.

IMG_4108

Brugðið á leik eftir mat.

IMG_4121

„Litli landkönnuðurinn“, eins og Ari kallaði hana,
lét sig ítrekað hverfa og pabbinn þurfti að sækja.

IMG_4129

Ef grannt er hlustað má heyra fagnaðarlæti af Goodison Park…

IMG_4146

„Litli landkönnuðurinn“

IMG_4148

Einhverjir fleiri með borgara?

IMG_4150

Annar landkönnuður…

IMG_4153

Bjarki Freyr sáttur við sinn Svala eftir mat.

IMG_4154

Anna Sólrún.

IMG_4156

Baldvin.

IMG_4161

Hópmynd í lokin (mögulegt að einhvern vanti).

Everton klúbburinn á Íslandi þakkar öllum sem mættu til að fagna þessum tímamótum með okkur og vonumst við til að sjá ykkur sem flest á næsta merkisáfanga — og helst fyrr.

4 Athugasemdir

  1. halli skrifar:

    Skemmtilegur dagur og fràbært myndir Finnur

  2. Klara skrifar:

    Flottar myndir 🙂

  3. Halldór Sig skrifar:

    Takk fyrir stórbrotna mynd af mér að panta pizzu hahaha