Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton vs. Swansea - Everton.is

Everton vs. Swansea

Mynd: Everton FC.

Tveir sigrar í röð í deild með 6-1 markatölu okkar liði í hag gera það að verkum að mann klæjar í fingurnar að sjá fleiri leiki. Í þetta skipti mætir liðið Swansea á heimavelli kl. 15:00 og er liðið örugglega staðráðið í að gera betur en varaliðið gerði í deildarbikarnum á móti þeim á útivelli. Það var, eins og við þekkjum, fyrsti sigur Swansea á Everton frá því félögin tvö voru stofnuð. Með sigri á laugardaginn kæmist Everton mögulega alla leið upp í 5. sæti í deild, ef önnur úrslit falla með okkar mönnum það er að segja.

Stones og Mirallas þeir einu sem eru meiddir. Líkleg uppstilling því: Howard, Baines, Jagielka, Alcaraz, Coleman, Barry, McCarthy, Barkley, Naismith, Eto’o, Lukaku. Gylfi er tæpur hjá Swansea.

Af einstaka leikmönnum Everton er eftirfarandi að frétta:

– McGeady, Gibson, McCarthy og Coleman voru allir kallaðir til liðs við landslið Íra sem mætir Skotlandi og Bandaríkjunum í næsta mánuði.
– Ef Naismith fær annað spjald áður en árið er á enda fer hann í eins leiks bann þar sem hann er kominn með fjögur nú þegar.
– Og búið er að fjarlægja boltana úr leggnum á Oviedo eftir fótbrotið á síðasta tímabili.

Í öðrum fréttum er það helst að mjög góðar fréttir bárust af fjármáladeildinni. Ekki nóg með það að Martinez væri að setja met með Everton á síðasta tímabili (flest stig í Úrvalsdeild) heldur litu fjármálin afskaplega vel út fyrir síðasta fjárhagsár. Veltan jókst um 39% (fór úr 86,4M punda í 120,5M punda) og methagnaður varð: 28,2M punda. Vel gekk að fylla sæti á vellinum en meðal-aðsókn fór úr 36.356 yfir í 37.732 sem þýðir 1,9M í aukna miðasölu miðað við tímabilið þar áður og 1000 fleiri ársmiðar seldust en árið á undan. Auglýsingasamningar og sala varnings jókst um 800þ pund á milli ára og hagnaður af kaup og sölu leikmanna var 28,2M punda (mestmegnis Fellaini, Anichebe og Jelavic), samanborið við 15.6M punda árið á undan. Sá hagnaður fór náttúrulega í að styrkja liðið (Lukaku, Barry, Besic, Eto’o, Atsu og Galloway, ásamt langtímasamningum við fjölmarga leikmenn. Klúbburinn notaði einnig tækifærið og grynnkaði á skuldum en þær voru 45,3M punda fjárhagsárið á undan en nú 28,1M punda. Hægt er að lesa nánar um þetta hér.

Í lokin vil ég minna á síðusta tækifæri til að panta bolina sem við auglýstum til sölu í október (nú, vegna fjölda áskorana, fáanlegir einnig í extra small) og árgjöld Everton klúbbsins hér heima. Við þurfum á ykkar stuðningi að halda.

Sjáumst svo á Ölveri á leiknum kl. 15:00 á laugardaginn!

12 Athugasemdir

  1. Ari S skrifar:

    Gerum ráð fyrir að Tim Howard verði í markinu og þá eru okkur allir vegir færir… 🙂 (vantar hann í „líkleg uppstilling“)

    Það er gaman þegar gengur vel og öll ástæða er til bjartsýni á góð úrslit í þessum leik. Swansea hefur sýnt að þeir eru með sterkt lið og við íslendingar vitum hvað Gylfi getur þannig að þetta verður samt ekkert auðvelt. (held ég)

    Everton hefur sýnt fína leiki að undanförnu og vonandi halda þeir því áfram á morgunn.

    Spá mín 2-1 sigur með fyrsta marki frá Eto’o.

    • Finnur skrifar:

      Hver þarf Howard með Phil Speedy-Gonzales Jagielka í vörninni?

      OK, fine. Hann fær þá vera með… 🙂

  2. Teddi skrifar:

    Sigurdsson hvílir svo þetta er léttur 3-0 sigur.

  3. Diddi skrifar:

    ég held að við töpum 1 – 2 🙂

  4. Teddi skrifar:

    Vesen í uppsiglingu, Gylfi Sig þykist vera góður í náranum á einni viku.
    Breyti spánni í 2-1 sigur ef Sigurdsson nær 60 mín.

  5. Orri skrifar:

    Þetta verður 3-1 sigur okkar manna.viðsnúningurinn var ´Aston Villa leiknum,nú er það bara beina brautin framundan.

  6. Finnur skrifar:

    Uppstillingin: http://everton.is/?p=8264

  7. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Jæja „the shite“ tapaði þannig að við getum komist upp fyrir þá með sigri.
    Það þýðir bara eitt. Við töpum.

    • Diddi skrifar:

      það væri alveg samkv. hefðinni Ingvar 🙂

      • Ari S skrifar:

        … að vinna ekki eftir að vera einum fleiri í tuttugu mínútur er náttúrlega ekki boðlegt… það hlýtur að vera hægt að skammst út í einhvern núna… hehe