Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Baráttan um Bítlaborgina, 2. hluti - Everton.is

Baráttan um Bítlaborgina, 2. hluti

Mynd: Everton FC.

Derby leikurinn er á morgun, eins og varla hefur farið framhjá neinum, en flautað verður til leiks kl. 12:45. Það er skyldumæting á Ölver að horfa á leikinn og svo ætlum við að skemmta okkur um kvöldið á árshátíð Everton á Íslandi 2013.

Þessir derby leikir eru jafnan óútreiknanlegir og erfitt að segja til um hvernig leikurinn kemur til með að þróast. Manni fannst Everton liðið aldrei koma rétt stemmt í leikina við litla bróður á undanförnum tímabilum þegar Moyes var við stjórnvölinn og þó liðið hafi mætt að margra mati sumum af slökustu Liverpool liðunum í manna minnum, þá létu úrslitin oft á sér standa. Hryggurinn í liðinu núna, fyrir utan miðverðina, hefur ekki reynslu af Merseyside derby leikjum (McCarthy, Barry, Barkley og Lukaku) þó Barry ætti nú ekki að skorta reynslu í svona stóra leiki og Barkley veit nákvæmlega um hvað þetta snýst. Pienaar hefur töluverða reynslu af þessum leikjum en hann sagði í viðtali:

“My first derby was quite a while ago now but I still remember the atmosphere and the build-up the week before the game, the people on the streets all talking about it and they were excited. Then when I walked out on the pitch, the atmosphere was just unbelievable. It was something where I felt like I was playing in a cup final“.

Ég kíkti að gamni á framgang þessara tveggja liða á síðasta tímabili og reyndi að bera hann saman við núverandi tímabil til að sjá hvort eitthvað athyglisvert kæmi fram, þó vissulega sé erfitt að segja til um nokkuð eftir svo fáa leiki.

Það sem hélt aftur af Everton á síðasta tímabili var að Everton gekk hálf brösulega að taka þrjú stig af sér „minni“ spámönnum. Ekki vantaði árangurinn gegn liðum í efstu sætunum — sbr. sigur Everton á United í upphafsleik og fjögur stig sem tekin voru af bæði Man City og Tottenham. Hjá Liverpool var þessu öfugt farið, þeir unnu lið fyrir neðan sig en gekk brösulega að eiga við liðin í sætunum fyrir ofan. Tottenham var, að mig minnir, eina liðið af efstu 6 liðunum sem þeir náðu að vinna (og þurftu víti til).

Það er of stutt liðið af tímabilinu til að hægt sé að segja til um hvort Everton ætli að fylgja sömu línu og í fyrra, en það eru ákveðin teikn á lofti þar að lútandi. Liðið hefur aðeins leikið einn leik við lið ofar í töflunni, en það var 1-0 sigur gegn Chelsea á heimavelli. Árangurinn gegn lægra skrifuðum liðum virðist einnig ætla að fylgja svipuðum ferli (jafntefli gegn Cardiff, West Brom og Norwich í upphafi tímabils og Crystal Palace nýlega).

Liverpool virðist einnig vera í svipuðum ferli og í fyrra, ef marka má úrslitin hingað til. Þeir hafa leikið fjóra leiki við liðin í efstu fimm sætunum og hafa tapað þremur þeirra (gegn Arsenal, Southampton og United en unnið United einu sinni). En eins og ég segi, það er of stutt liðið til að meta þetta.

Everton hefur þó ekki fengið á sig mark í 330 mínútur samfleytt, þannig að það veit á gott. Spurningin er hvort framlínan sé í stuði en Mirallas og Lukaku voru allavega mjög heitir í leik Belga um daginn.

Klúbburinn hélt áfram upphitun sinni með viðtali við gömlu kempurnar Derek Temple og Andy Gray þar sem þeir ræddu um upplifun sína af Merseyside derby leikjunum. Nýjasti (og síðasti) þátturinn í Derby Heros þáttaröðinni er svo um Duncan nokkurn Ferguson (sjá hér) en klúbburinn birti einnig vídeó af helstu leikatvikum í fyrsta Merseyside derby leiknum (92/93) eftir að Úrvalsdeildin var stofnuð. Club Connector (um leikmenn sem hafa leikið með Everton og liði andstæðinganna) er um Dave Hickson, sem á þann fræga frasa „I’ve played for some great clubs. And I would have broken every bone in my body for them, but I would have died for Everton”.

Joe Royle sagði jafnframt um hann: “He would finish every match covered in blood. Some of it even his own“.

Við skulum samt vona að leikurinn á morgun verði minnst fyrir fjörugan fótbolta en ekki brot og rauð spjöld eins og stundum hefur viljað verða. Og mikið svakalega vona ég að líka að dómarinn fari ekki á taugum og sýni að hann ráði við leikinn. Það er löngu uppselt á leikinn og ljóst að stemmingin verður frábær. Ekki missa af honum!

Sjáumst á Ölveri!

3 Athugasemdir

  1. Finnur skrifar:

    Þori varla að spá fyrir um úrslit — þetta getur verið svo óútreiknanlegt. Sýnist sem flestir hlutlausir spái jafntefli. Ég ætla bara gera það líka: 1-1 Coleman með jöfnunarmarkið.

  2. Gunni D skrifar:

    Neinei, við vinnum´etta bara!!

  3. Halli skrifar:

    Það er alltaf jafn gaman að lesa greinarnar eftir þig Finnur