Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Real Madrid vs. Everton - Everton.is

Real Madrid vs. Everton

Mynd: Everton FC.

Leikmenn eru mættir til Los Angeles til æfinga (sjá myndasafn) en Everton mætir Real Madrid á miðnætti, aðfaranótt sunndags (flautað er til leiks kl. 17:00 að bandarískum tíma). Þetta er annar leikur Everton í International Champions Cup 2013 en Everton vann flottan sigur á Juventus í sínum fyrsta leik í keppninni og Real Madrid vann LA Galaxy 3-1.

Önnur úrslit keppninnar voru þau að Chelsea sigraði Inter Milan 2-0 og leika við AC Milan (sem unnu Valencia í fyrsta leik keppninnar) í undanúrslitum. Það verður því annaðhvort Chelsea eða AC Milan sem leika til úrslita á miðvikudaginn við annaðhvort Everton eða Real Madrid. Upphitunarpakkinn fyrir Real Madrid er hér og kaupa aðgang að leiknum hér (bæði hægt að horfa beint eða skoða upptökuna eigi síðar en fjórum tímum eftir að flautað er til leiksloka). 🙂

Það verður gaman að sjá hvernig Everton vegnar gegn firnasterku liði Real Madrid en maður verður nátttúrulega að tempra væntingarnar þegar svona andstæðingar eru annars vegar. Allt sem ég ætlast til er að leikmenn sýni sömu baráttu og í leiknum gegn Juventus og geti gengið stoltir frá borði þegar flautað er til leiksloka (og að enginn meiðist). Madrídarliðið verður að teljast sigurstranglegra í leiknum en það getur náttúrulega allt gerst inni á vellinum.

Í öðrum fréttum er það helst að Hamburg sögðust ekki hafa efni á Jelavic (sem ég græt ekki) og fréttamiðlar sögðu að United hefði gefið Everton skriflega afsökunarbeiðni fyrir það hvernig þeir báru víurnar í Moyes, áður en síðasta tímabili lauk. Oviedo sagði einnig í viðtali að hann teldi að Everton ætti að stefna á Champions League á næsta tímabili enda Everton einn stærsti klúbburinn á Englandi. Og í framhjáhlaupi má geta þess að Clint Dempsey var orðaður við Everton.

9 Athugasemdir

  1. Ari S skrifar:

    Mér finnst þetta svo mikið kjaftæði hjá Manchester United með þessa afsökunarbeiðni. Mér datt strax í hug að þeir væru að sleikja félagið upp til að gera frekari viðskipti við okkur sem ég hræðist. (reyndar var það sagt síðar í fréttinni en ég er samt að segja satt)

    Ég ber ekki virðingu fyrir svona félögum sem koma fram við önnur félög öðruvísi en þeir vilja að komið sé fram við sig.

    Ég hugsaði aldrei út í það vegna þess að ég var alveg sáttur við að Moyes myndi fara vegna þess að það hafði legið í loftinu í svolítinn tíma.

    Pælið aðeins í þessu, hvað þýðir svona afsökunarbeiðni…? Hvað eru þeir að meina með þessu? Var einhver að biðja um afsökunarbeiðnina?

    Ég fór að hugsa þetta í gær þetta er (var) frekja á háu stigi að hafa samband við Moyes áður en að tímabilið var úti.

    kær kveðja, Ari

    ps. kannski er afsökunarbeiðnin uppspuni frá gulu pressunni…… hver veit?

  2. Gunni D skrifar:

    Sammála!!

  3. Ari S skrifar:

    En samt er ég ánægður með liðið okkar eins og það hefur komið út fyrir tímabilið og ég er í skýjunum yfir síðasta leik og þá sérstaklega Stones.

    Næst er leikur gegn verðmætasta og skuldugasta félagi í heimi Real Madrid og ég ætla að leyfa mér að vera bjartsýnn á fín úrslit. Ef að Gibson „stígur upp“ á þeirra level og sýnir góðan leik þá verðum við í góðum málum 🙂

  4. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Ekki ólíklegt að þessi afsökunarbeiðni sé uppspuni. En ef ekki, þá væri gaman að vita hvenær manure talaði fyrst við Moyes. Því ef það var fyrir áramót þá er það, eftir því sem ég best, veit brot á reglum. Alla vega er það þannig með leikmenn að þeim er frjálst að semja við önnur félög þegar 6 mánuðir eru eftir af samningstíma þeirra og þannig er það örugglega líka með þjálfara. Ef manure var að „tap up“ Moyes þá skulda þeir okkur mun meira en skitna afsökunarbeiðni.
    Annars hefði Billy bs átt að vera löngu búinn að segja Moyes að skrifa undir nýjann samning eða hypja sig. Fáránlegt að láta það gerast að trúlega besti stjóri sem við höfum haft síðan Kendall skyldi bara fara frítt frá félaginu.

    Og já! Meðan ég man! Við vinnum Madrid á eftir 3-0 Jelavic, Mirallas og Dolly með mörkin.

  5. Orri skrifar:

    Líklega verður það nú ekki 3-0 en vonandi sigur hjáokkur.

  6. Sigurjón Sigurðsson skrifar:

    JELAVIC !!!!!!!!

  7. Gunni D skrifar:

    Við áttum nú að fá víti og það var ekkert að þessu marki hjá Distin.

  8. Gunni D skrifar:

    En samt,Madrid voru miklu betri.