Mynd: Everton FC.
Meistari Elvar Birgis sá um að fylgjast með þessum leik og ritaði hann eftirfarandi skýrslu:
Fyrsti leikur Everton á undirbúningstímabilinu 2013-2014 lauk með tapi gegn Austria Vienna með tveimur mörkum gegn einu marki Everton. Þetta var jafnframt fyrsti leikur liðsins undir stjórn hins nýja stjóra Roberto Martinez.
Þrátt fyrir tap þá var margt jákvætt í þessum leik og greinilegt að nýi stjórinn verður með nýjar áherslur við uppstillingu liðsins og verður forvitnilegt að sjá hvort Everton liðið muni verða beittara á fremsta hluta vallarins á komandi leiktíð.
Byrjunarliðið var Robles, Browning, Jagielka, Duffy, Baines, Osman, Gibson, Pienaar, Naismith, Vellios og Gueye. Martinez skipti flestum leikmönnum út af í hálfleik og þeir sem fengu að spreyta sig í þeim síðari voru Hibbert, Distin, Oviedo, Grant, McAleny, Junior, Fellaini, Kennedy, Anichebe og Mirallas.
Það voru því fjölmargir ungir leikmenn sem fengu að spreyta sig og enn eru nokkrir leikmenn í fríi en koma til með að bætast í hópinn í næstu viku.
Fyrra mark Austria kom á 14 mínútu eftir klaufalega sendingu Osman Jagielka á Osman (sem skrikar fótur á blautum vellinum) og Stankovic kemst inn í sendinguna og skorar fyrir heimamenn. Á 38 mínútu skoraði Stankovic úr vítaspyrnu eftir að Shane Duffy hafði handleikið knöttinn í vítateignum. Aðeins 2 mínútum síðar skoraði Vellios fyrir Everton eftir frábæra sendingu frá Baines. Skömmu síðar átti Everton að fá dæmt víti þegar brotið var greinilega á Naismith. Mirallas fékk síðan gullið tækifæri til að jafna einn á móti markmanni en í stað þess að setja boltann í marknetið ætlaði hann sér að leika á markvörðinn með smá krúsídúllum en markmaðurinn sá við honum.
Úrslitin verða þó að teljast sanngjörn þar sem Austria áttu nokkur góð færi sem voru t.a.m. glæsilega varin af Robles og þeir áttu einnig stangarskot. Þess má geta að Austria er að ljúka sínu undirbúningstímabili svo þeir komu betur undirbúnir til þessa leiks.
Hinn 21 ára gamli spænski markmaður sem Everton var semja um kaup á með 5 ára samningi stóð sig mjög vel og varði t.a.m. í þrígang maður á móti manni. Stór, stæðilegur og snöggur drengur þarna á ferð. Af ungu strákunum var Grant einna bestur en aðrir áttu frekar rólegan dag og Junior vil ég segja stóð sig síst af þeim ungu. Vellios gerði vel í markinu þar sem hann skallaði í markið og einnig var Fellaini sjóðandi heitur, þennan mann má bara ekki selja takk fyrir. Oviedo var magnaður sem og Baines og Gibson átti einnig fínan leik. Duffy fór vaxandi þegar leið á leikinn en hann fékk að spila allan leikinn. Hibbert var solid og Naismith kom eilítið á óvart.
Heilt yfir fannst mér hópurinn léttari á sér en maður hefur vanist í fyrsta leik á undirbúningstímabili og einnig var liðið að spila vel á köflum.
Næsti leikur liðsins er næstkomandi miðvikudag þar sem leikið er gegn Accrington Stanley úti og hefst leikurinn kl. 18:45 (að íslenskum tíma). 10 dögum síðar er leikið gegn Blackburn áður en liðið heldur til USA og spilar 3 magnaða leiki gegn Juventus og Real Madrid (eða LA Galaxy) og endar ferðina þar að spila við eitt eftirtalinna liða, AC Milan, Inter Milan, Valencia eða Chelsea, óhætt að segja að um veislu verði að ræða og væri magnað að sjá Everton leika gegn Real Madrid og annað Milan liðið auk Juventus. Undirbúningstímabilið endar með leik á Goodison þar sem Everton fær Real Betis í heimsókn.
Hægt er að horfa á 6 af leikjum undirbúningstímabilsins á EvertonTV þar sem hægt er að kaupa aðgang að 1 leik, USA leikjunum eða alla leikina.
Var enginn annar að horfa á þennan leik fyrir utan mig og Georg?
Nú er búið að úthluta númerunum á treyjurnar og fær Kone nr. 9 sem er sögufrægasta númerið á Everton treyju. Annars eru númerin eftirfarandi:
1- Joel Robles
2- Tony Hibbert
3- Leighton Baines
4- Darron Gibson
5- John Heitinga
6- Phil Jagielka
7- Nikica Jelavic
8- Bryan Oviedo
9- Arouna Kone
10- Gerard Deulofeu
11- Kevin Mirallas
12
13-
14- Steven Naismith
15- Sylvain Distin
16-
17-
18-
19- Magaye Gueye
20- Ross Barkley
21- Leon Osman
22- Steven Pienaar
23- Seamus Coleman
24- Tim Howard
25- Marouane Fellaini
26- John Stones
27- Apostolos Vellios
28- Victor Anichebe
29- Luke Garbutt
30- Francisco Junior
31- Matthew Kennedy
32- Antolin Alcaraz
33- John Lundstram
34- Shane Duffy
35- Conor McAleny
36-Tyias Browning
37- Hallam Hope
38- Matthew Pennington
39- Conor Grant
40- Ibou Touray
41- Chris Long
Ég náði bútum hér og þar af seinni hálfleik (í lélegri tengingu úti á landi) og veit að Ari S var að horfa og sýndist Sigurjón vera að fylgjast með líka. Hef ekki heyrt frá öðrum.
Gaman að sjá marga kjúklinga fá séns en það vantar enn marga í hópinn. 2-1 tap þykir annars ekki slæm úrslit alla jafna á útivelli í Evrópu. ;D
The Everton correspondent writes that ‘the opening game of new manager Roberto Martinez’s reign was essentially a fitness exercise rather than the grand unveiling of a fine-tuned new-look Blues’. Victor Anichebe is highlighted as the game’s star man.
ég horfði á restina af fyrri og allan seinni hálfleikinn og mér fannst nú Fellaini ekki eins dominerandi og ég átti von á þegar hann kom inná og það kom nánast ekkert út úr Mirallas en þessi leikur er nú bara til að hrista saman hópinn og forðast meiðsli og þess háttar þó að alltaf sé gaman að vinna…… En mér líst samt vel á framhaldið og er hrikalega bjartsýnn á gengi okkar manna á næsta tímabili. hef heyrt að Baines sé alveg að fara að skrifa undir nýjan samning og klásúla Fellaini dettur úr gildi 14. ágúst svo við höldum honum vonandi líka….og þá mega þessir andsk……vara sig:-)
Ég sá síðustu 40 mínúturnar af leiknum. Fannst þetta allt í góðu en menn voru ryðgaðir. Áberandi að Fellaini á stórt hlutverk framundan, hann var meira að segja gerður að fyrirliða þegar Jagielka fór útaf í hálfleik. Mér fannst þetta allt í lagi þetta var fyrsti leikurinn. Ég þarf að skoða allan leikinn betur. Og Robles var virkilega flottur, öruggur og ákveðinn ekki feiminn við að láta heyra í sér ssýndist mér þó hann hafi ekkert veirð að öskra á menn. Það virðist vera að kaupin á honum séu bestu kaupin hingað til, hann á eftir að vera með okkur í mörg ár.
Fyrsta markið sem við fengum á okkur var alfarið Jagielka að kenna og það fór vel á því að það var hann en ekki einhver annar sem gerði fyrstu mistökin á tímabilinu. Þetta atvik, sendingin sem gaf fyrsta markið virkar sem góð, táknræn og jákvæð áminning á framhaldið.
Og Duffy spilaði allan leikinn sýndist mér (er það ekki rétt annars?), greinilegt að Martinez ætlar að skoða hann vel.
Er að kíkja á þetta núna, Markið sem að Everton skoraði var bara nokkuð gott. Gibson (var ágætur í þessum leik) átti góða langa sendingu á vinstri kantinn þar sem að Baines var með eina af sínum góðu boltum fyrir markið. Þar var Vellios mættur á nærstöngina og skoraði með virkilega flottum skalla. Þetta lofar góður fyrir Vellios sem ég held að eigi eftir að standa sig vel á tímabilinu………… 🙂
Fyrsta markið.
Uss.. ég var ekki búinn að lesa fréttina sjálfa. Sé að meistari Elvar er búinn að setja inn nokkuð góða lýsingu á leiknum. 🙂
Reyndar var það jú Jagielka sem sendi misheppnaða sendingu í fyrsta marki Vienna en sendingin átti að vera á Osman sem náði ekki sendingunni. Markið verður að skrifast á Jagielka.
Einnig er vert að nefna að Joel átti magnaða markvörslu í fyrri hálfleik þar sem sóknarmaður Vienna var kominn einn gegn markverði en Joel stendur staðfastur og ver með hendur í sitthvorri áttinni líkt og Schmeichel gerði hér forðum daga (svona handball style). Hægt er að horfa á leikinn á EvertonTV í fullri lengd on demand fyrir þá sem greiddu fyrir áskrift.
Nú er bara að horfa á leikinn gegn Accrington Stanley í kvöld og í hópinn hafa bæst Kone, Jelavic, Heitinga og Coleman. Búast má við að einhver þeirra spili í kvöld (skv. evertonfc.com).
Var að koma heim úr bústaðnum og klára að horfa á highlights og það er rétt hjá Elvari að það er Jagielka sem á sendinguna misheppnuðu, Osman rennur á blautum vellinum og sóknarmaður Austria kemst inn í sendinguna, einn á móti markverði og skorar. Seinna markið er álíka klaufalegt — Duffy fær boltann í hendina í fyrirgjöf — víti.
Lítið við þessu að segja — ágætt að ná þessum klaufamistökum úr kerfinu á undirbúníngstímabilinu.
Flott fyrirgjöf annars hjá Baines í marki Everton og flott afgreiðsla hjá Vellios.
Það var rétt há mér líka. Ég kom fyrstur „meðidda“ hehe 🙂
Eins og ég sagði þá var það gott að það var fyrirliðinn sjálfur sem að átti þessi fyrstu afdrifaríku mistök Everton varnar….
Fyrsta markið sem Everton fær á sig á tímabilinu.