Mynd: Everton FC.
Uppfært til að laga tímasetninguna, gleymdi að draga klukkutíma frá til að fá út íslenskan tíma. Biðst forláts. :/
Það styttist í fyrsta vináttuleikinn á tímabilinu en Everton leikur við nýkrýnda Austurríkis-meistara Austria Vín þann 14. júlí (sun), kl. 16:00 15:00 að íslenskum tíma.
Það er alltaf erfitt að bíða eftir að tímabilið hefjist að nýju en það á sérstaklega við núna þar sem Everton er komið með nýtt teymi í brúna sem hafa fengið til liðsins nokkra nýja leikmenn. Það er því tilvalið að taka forskot á sæluna og horfa á vináttuleikina á undirbúningstímabilinu sem ættu í heild sinni að veita góða yfirsýn yfir það hvernig Roberto Martinez ætlar að haga leikskipulagi og í hvernig ástandi leikmenn eru eftir sumarfríin.
Everton hefur aldrei áður leikið gegn Austria Vín en leikurinn ætti þó að vekja upp gamlar og góðar minningar frá því þegar Everton varð Evrópumeistari með því að vinna erkifjendur þeirra, Rapid Vín, í úrslitum Cup Winners Cup árið 1985.
Upphitunarpakkinn um Austria Vín er hér en allar upplýsingar um það hvernig hægt er að horfa á leikinn beint (sem og aðra leiki á undirbúningstímabilinu) er að finna hér.
vek athygli á að nú er hálfleikur í leiknum og staðan er 2-1 fyrir Austria vin
Já, ég var með tímasetninguna vitlausa. Hverjir skoruðu?