Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Litið yfir helstu fréttir - Everton.is

Litið yfir helstu fréttir

Mynd: Everton FC

Heitasta málið meðal stuðningsmanna í dag er hver tekur við sem stjóri Everton af fráfarandi stjóra, David Moyes. Roberto Martinez sagði upp í dag hjá Wigan og þykir nú líklegastur til að taka við stjórnartaumunum. Fjöllum um það í annarri færslu þegar ljóst er hvað verður, en líklega gerist eitthvað á næstu tveimur dögum. Hitt hitamálið er endurhönnun á merki félagsins, sem fólk virðist vera að fara úr límingunni yfir. Ekki er heldur ætluniun að fjölyrða um það í þessari færslu en nægir að benda á að klúbburinn baðst afsökunar á að hafa ekki haft nægilega vítt samráð við stuðningsmenn við hönnun þess. Ekki er hægt að breyta hönnuninni á þessum tímapunkti þar sem framleiðslan á nýjum vörum fyrir næsta tímabil er þegar hafin en til stendur að endurskoða merkið að tímabilinu loknu.

Það er ýmislegt sem gerðist í liðinni viku sem rétt er að minnast á. Til dæmis skrifaði Osman undir framlengingu á samningi sínum til ársins 2015 en hann er einn af fáum núlifandi leikmönnum sem hefur helgað allan ferilinn einum klúbbi og átti jafnframt frábært tímabil þar sem hann vann sig inn í landslið Englands með frammistöðu sinni með Everton.

Fjórir ungliðar Everton eru jafnframt í 20 manna hópi Englands U20 sem tekur þátt í heimsmeistarakepnni U20 árs liða en það voru þeir Ross Barkley, John Lundstram, John Stones og Chris Long. Þess má geta að ekkert lið á jafn marga fulltrúa í landsliðshópnum og Everton, en Manchester United kemst næst með þrjá en önnur lið eru með færri. Og fulltrúar Everton hefðu jafnframt getað verið fleiri því vinstri bakverðir okkar, Luke Garbutt og Jake Bidwell voru í 35 manna hópnum en náðu ekki inn.

Verðlauna-athöfn var að venju haldin í lok tímabils og var þetta niðurstaðan:

– Leighton Baines var valinn leikmaður ársins af bæði leikmönnum og klúbbnum en hann átti 8 stoðsendingar og 7 mörk (og spilaði allar mínútur tímabilsins annað tímabilið í röð — aðeins fimm aðrir leikmenn hafa náð því frá stofnun Úrvalsdeildarinnar — Sylvain Distan, Gary McAllister, Gary Pallister, Gareth Southgate og Wayne Bridge.
Markið sem Kevin Mirallas skoraði á móti Stoke var valið mark tímabilsins.
David Moyes fékk Chairman’s BlueBlood Award fyrir þrotlaust starf í 11 ár. Ræða Moyes-ar var beint frá hjartanu og var innileg og skemmtileg.
– Ross Barkley var valinn ungliði ársins.
– Derek Temple, sem skoraði sigurmarkið í úrslitum FA bikarsins 1966, var tekinn inn í hóp Everton-risa (e. Everton Giants).
– Hinn 18 ára Chris Long, sem leikið hefur með U21 árs liðinu er leikmaður tímabilsins úr akademíunni.
– Neville fékk Howard Kendall verðlaunin fyrir frábært framlag til klúbbsins.
– Og Toni Duggan var valinn leikmaður ársins í kvennaliði Everton.

Tilkynnt var jafnframt að pre-season verði í Bandaríkjunum í lok júlí og byrjun ágúst þar sem Everton tekur þátt í International Champions Cup en leikið verður við allavega þrjá af þessum mögulegum mótherjum: Juventus, LA Galaxy, Inter Milan, AC Milan, Chelsea, Valencia og Real Madrid. Graeme Sharp benti á í viðtali að þetta væri líklega öflugasta pre-season mótið sem Everton hefur tekið þátt í og gott tækifæri fyrir nýjan stjóra að meta leikmannahópinn.

Í lokin má geta þess að Everton var það lið (að þeim liðum sem komu ný upp í Úrvalsdeildina á síðasta tímabili undanskildum) sem var með mesta fjölgun áhorfenda á tímabilinu – og fékk jafnframt (skv. þessu) yfir 50 milljónir punda samtals í verðlaunafé og greiðslur fyrir sjónvarpsleiki. Það verður því ekki alveg komið að tómum kofanum þegar kemur að því að nýr stjóri láti til sín taka á leikmannamarkaðinum, hver svo sem það verður.

4 Athugasemdir

  1. Finnur skrifar:

    Maður bregður sér til Rússlands í skemmtiferð í viku og það er bara bunki af fréttum sem mætir manni! 🙂

  2. Ari S skrifar:

    Varstu að reyna að fá Khodorkovsky lausann svo hann gæti keypt Everton?

  3. Finnur skrifar:

    Jæja… segir það núna! 🙂

  4. Ari S skrifar:

    Já hann yrði flottur eigandi Everton 🙂

    Hann var ríkari og „sterkari“ heldur en Abramovich á sínum tíma. Eða þangað til Putin lét setja hann í fangelsi. Þetta er nú smá útúrdúr…..

    En hvað um það…. þetta er glæsilegt mót sem Everton er að fara að taka þátt í. Að leika við þessi sterku lið er frábært.. og nýji stjórinn (hver sem það veðrur) getur ekki fengið flottara og betra tækifæri en þetta til að meta hópinn…. 🙂