Mynd: Everton FC.
Leikmannaglugginn hefur, eins og kunnugt er, verið opnaður og þar með fer allt á fullt í slúðurdeildinni. Moyes gaf það út að fyrirsjáanlegt væri að janúarglugginn frá því í fyrra myndi ekki endurtaka sig (Pienaar og Jelavic keyptir) enda ekki jafn mikil þörf á styrkingu og í fyrra en vonaði að Everton nái að bæta við sig kannski 2-3 lánsmönnum til að fríska aðeins upp á liðið og létta undir með mönnum. Flestir eru líklega á því að Howard og Jelavic þurfi meiri samkeppni og kannski varnarsinnaður miðjumaður en annars vill maður helst bara fá mennina sem eru meiddir aftur og að glugginn lokist bara aftur sem fyrst því ekki vill maður missa neinn af stóru nöfnunum frá sér.
Einn af þeim leikmönnum sem ekki þarf að hafa áhyggjur af er Phil Jagielka, en þessi frábæri miðvörður (og nú líka sókndjarfi hægri bakvörður!) 🙂 og landsliðsmaður Englendinga, skrifaði í dag undir framlengingu á samningi sínum við Everton sem bindur hann til sumarsins 2017 (var með samning til 2015). Hann verður orðinn 34ra ára þegar samningurinn endar og lýkur því væntanlega ferlinum með Everton. Þetta er þriðji samningurinn sem tilkynnt er um, en áður hafði Seamus Coleman skrifaði undir langtímasamning á dögunum sem og ungstirnið George Green. En það er frábært að Jagielka sé búinn að skrifa undir en Moyes fann þennan óslípaða gimstein hjá Sheffield United þar sem hann hafði leikið í 7 ár en Moyes sá hvað í drengnum bjó og borgaði (aðeins) 4M punda fyrir þennan mann sem hann gerði svo að landsliðsmiðverði Englendinga og fastamanni í liði Everton. Fellaini, til samanburðar, er með samning til 2016 (og sagðist á dögunum tilbúinn að ljúka honum með Everton) en Baines er með samning til 2015.
Fjárhagsár Everton 2011/12 var gert upp en félagið tapaði 9.1M punda á því tímabili, sem er nokkur aukning frá árinu í fyrra (5.4M punda) vegna hærri launakostnaðar leikmanna og dræmri sölu ársmiða, sem skýrist kannski helst af slæmu árferði og því að stjarnan Arteta var seldur rétt fyrir tímabilið og því þungt yfir áhorfendum sem sáu fram á að liðið myndi ströggla. Spilamennskan var auk þess ekki upp á marga fiska fyrri hluta tímabils 2011/12 og áhuginn eftir því. Ekki hjálpaði heldur til fjárhagslega að beinum útsendingum fækkaði. Spilamennskan og árangur liðsins á núverandi tímabili hefur hins vegar leitt til stóraukinnar sölu ársmiða og auk þess von á auknum tekjum af sjónvarpsútsendingum á komandi árum þannig að útlitið er vonandi eitthvað bjartara fyrir næsta ársreikning. Skuldir félagsins jukust lítillega (1M punda) en eru annars að mestu óbreyttar, ár frá ári, en þær standa nú í um 46M punda. Þess má auk þess geta að salan á Rodwell kemur ekki fram fyrr en á næsta ársreikningi. Auknar tekjur af sjónvarpssamningum koma til með að hjálpa mikið en nýir fjárfestar (eða regluleg viðvera í Champions League) er líklega það eina sem getur umbreytt fjárhagnum hjá Everton til hins betra.
Ýmislegt er að frétta úr leikmannaslúðrinu þó óljóst sé hvort Everton komi til með að auka launakostnaðinn í janúarglugganum en þó er aldrei að vita hvað gerist. Í síðasta janúarglugga fóru frá Everton leikmenn á jaðrinum (t.d. Bilyaletdinov) sem gaf Moyes aukið svigrúm. Heitinga hefur þótt líklegastur til að kveðja en hann hefur ekki verið sannfærandi á þessu tímabili, þrátt fyrir að hafa átt stórkostlegan seinni hálfleik á síðasta tímabili. Gueye hefur einnig verið nefndur. Úr öðru leikmannaslúðri (menn orðaðir við Everton) er það að frétta að miðvörðurinn Vegard Forren hjá Molde (24 ára) er sagður í læknisskoðun hjá ónafngreindu félagi. Sama gildir um sóknarmanninn Guillaume Hoarau (28 ára). Auk þess er ekki ólíklegt að Moyes fylgi eftir fyrra tilboði í varnarsinnaða miðjumanninn Vaids Odidja-Ofoe sem gæti komið að láni til að byrja með.
Í lokin er rétt að geta þess að hægt er að kjósa um mark desembermánaðar hér en Everton skoraði 10 mörk í 6 leikjum í desember og hægt er að kjósa milli þeirra fimm sem stóðu upp úr.
Jagielka var sem krakki hjá Everton.
Having been released as Schoolboy by Everton, Jagielka came through the youth system at Bramall Lane to become one of the first names on the team sheet for Sheffield United. A ball-winning midfielder, he distinguished himself throughout his eight years at the club before leaving them when they were relegated in 2007.
Everton pounced to bring him back…….
http://soccernet.espn.go.com/player/_/id/4745/phil-jagielka?cc=5739
En yndislegt og frábært að hann skuli vea búinn að skrifa undir hjá okkur. (framlengja) Hann verður ekki bara fyrirliði okkar heldur sennilega fyrirliði enska landsliðsins á þessum næstu árum spái ég.
Sem krakki já. Hann æfði með nokkrum liðum (þmt. Everton) en fór svo 15 ára til Sheffield United árið 1998 (nokkrum árum áður en Moyes tók við Everton).
Stórkostlegt. Mitt mat er að hann sé mikilvægasti leikmaður Everton í dag. Finnst hann vanmetinn. Gæti ekki hugsað málið til enda ef hann mundi meiðast. Everton slapp þótt Fellaini fór í leikbann bölvuð óheppni að tapa fyrir Chelsea. Uppáhaldaleikmaðurinn minn er samt Leighton Baines set Jagielka í 2 sætið. Auðvitað er Fellaini frábær samt fer hann stundum í taugarinnar á mér vegna heimskulega brota. Nýja perlan er Miralles hef rosalega mikla trú á honum næstu árin ef hann verður ekki seldur.
Skemmtileg grein um Leighton Baines…
http://soccernet.espn.go.com/blog/_/name/tacticsandanalysis/id/641?cc=5739
Ég er feginn að Lescott hefur gefið út yfirlýsingu svo snemma í jan. um að hann komi ekki til okkar. Þá getum við strax snúið okkur að öðrum málum/leikmönnum. Enda hefur hann ekkert að gera í Everton.
Þín skoðun er ekki sammála þér. En Everton þarf leikmann sem getur spilað hægri bakvörð eða í miðju varnarinnar. Lescott færi fínn á leigu fram á vorið. Hættulegt að kaupa einhvern sem hefur aldrei spilað í ensku tekur hann tíma að komast í leikkerfið. Everton má ekki við neinum áföllum til að eiga möguleika á 4 sætinu. Besta lausnin er að leigja Lescott og kaupa einn góðan í sumar.