Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Tilboð City í Rodwell samþykkt - Everton.is

Tilboð City í Rodwell samþykkt

Mynd: Everton FC.

Klúbburinn tilkynnti í dag að tilboði Manchester City í Jack Rodwell hefði verið tekið. Sögusagnir um sölu á Rodwell, sem er tuttugu og eins árs miðjumaður, hafa verið háværar en alltaf voru þær tengdar Manchester United og ég leiddi þær hjá mér því mér fannst þær svo fjarstæðukenndar. Af hverju ætti Alex Ferguson að vera tilbúinn að borga 20 milljónir fyrir leikmann sem er jú vissulega talinn mikið efni en hefur sökum meiðsla aldrei náð að komast á þann stall sem honum var spáð? Hann lék til dæmis ekki nema handfylli leikja á síðasta tímabili og átti við þrálát meiðsli að stríða allt tímabilið sem leiddi til þess að Moyes keypti Gibson af United í janúarglugganum og sá hefur smellpassað í liðið og gert það að verkum að Fellaini hefur blómstrað. Það verður fróðlegt að sjá hvort grasið sé grænna hinum megin fyrir Rodwell, ekki virkaði það vel fyrir Pienaar, en ég held að frá viðskiptalegu sjónarhorni sjái ég rökin í því að selja hann. Vonandi fær Moyes nú færi á að styrkja liðið enn frekar, líkt og þegar Lescott var seldur til City en þá keypti Moyes Heitinga, Distin og Bily en sá síðarnefndi var svo seldur svo við gætum keypt Jelavic.

Rodwell mun gangast undir læknisskoðun hjá City á sunnudag en kaupverð var ekki gefið upp. Talið er að það sé einhvers staðar á bilinu 15-20 milljónir punda. Við þökkum Rodwell kærlega fyrir veitta þjónustu í þágu klúbbsins og óskum honum alls hins besta í framtíðinni.

Í öðrum fréttum er það helst að írska pressan segir að Everton hafi á dögunum samið við 17 ára varnarmann frá Írlandi, Ben McLaughlin, sem lék með Dunkalk. Ben mun ekki fara beint í liðið heldur er hér verið að kaupa fyrir framtíðina en kaupverð er talið mjög lágt, líklega kannski svona eins og einn Coleman eða svo… ?

Í lokin má svo geta þess að U18 ára liðið gerði 3-3 jafntefli við Wigan. Mörk Everton skoruðu Harry Charsley (sem er nýkominn upp úr U16 ára liðinu), Gethin Jones og Chris Long.

9 Athugasemdir

  1. Finnur skrifar:

    Ég verð reyndar að játa það að mér fannst eitthvað pínulítið rangt við myndina með þessari frétt:
    http://followeverton.com/2012/08/12/manchester-city-sign-rodwell/

    Jafnframt kemur þar fram að Everton hafi fengið 12M punda sem gæti orðið 17M punda, ef ákveðin skilyrði (sem ekki voru tiltekin) verða uppfyllt. BBC Sports vísaði í sömu upphæð í sinni frétt. Klúbburinn hefur ekki staðfest neinar tölur, aftur á móti.

  2. Finnur skrifar:

    Sky Sports vefsíðan segir að þetta sé gengið í gegn en segja reyndar að upphæðin sé 15M en gæti reyndað orðið 18M. Erfitt að segja hver hefur rétt fyrir sér.

  3. Finnur skrifar:

    Hmm… Ekki hefði ég búist við því fyrir lok síðasta tímabils að við værum fáliðaðir í stöðu varnar-miðjumanns (Central Defensive Midfielder) en nú er staðan eftirfarandi:

    Gibson: Meiddist gegn AEK.
    Fellaini: Missti af Malaga leiknum (og landsleik Belgíu) sökum tognunar á læri.
    Rodwell: Seldur til olíufurstanna.
    Cahill: Seldur til kananna.

    Ef fleiri heltast úr lestinni gæti svo farið að Heitinga og Neville taki sér stöðu á miðjunni hjá okkur gegn United, svona eins og í „gamla daga“… 🙂

    … nema Francisco Junior og Osman taki þetta að sér. 🙂

    Þess má jafnframt geta að Executioner’s Bong síðan benti á að Francisco Junior er svipaður leikmaður og Rodwell, en við fengum hann einmitt á free transfer frá City, sælla minninga. 🙂
    http://theexecutionersbong.wordpress.com/2012/08/12/junior-ready-to-be-moyes-midfield-soprano/

  4. Haraldur skrifar:

    Evertonfc, vill meina að við högum fengið 12 mill sem getur hækkað í 16. En aldrei að vita var líka að lesa í comment og margir nokkuð sáttir því hann hefur aldrei komist í liðið og mikill meiðslaseggur, nú þurfum við að kaupa 3 leikmenn og ekkert kjaftæði.

  5. Haraldur skrifar:

    Toffeweb, 12 og fer í 17, fer eftir landsleikjum og með city gaman væri nú að skrifa hitt orðið.

  6. Finnur skrifar:

    Everton klúbburinn hefur reyndar ekki gefið upp verðið…
    http://www.evertonfc.com/news/archive/2012/08/12/rodwell-city-move-complete

    Samt sennilega svipaður díll og með Rooney, stór summa og svo tengt árangri City. Djö…. ekki hefur maður geð í sér að gleðjast yfir árangri Mancini, lúsablesanum… :/ Held hann sé í minnstu uppáhaldi hjá mér af stjórunum í deildinni.

  7. Haraldur skrifar:

    Sammála.

  8. Tóti skrifar:

    fáum afgangana hjá united og peninga frá city 🙂

  9. Haraldur skrifar:

    Hehe nokkuð til í því.