Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Staðan tekin - Everton.is

Staðan tekin

Mynd: Everton FC.

Senn líður að fyrsta leik á undirbúningstímabilinu, en hann er næsta laugardag kl. 13:00 gegn Morecambe. Líkur eru á að nokkrir af leikmönnum „á jaðrinum“ (að komast í liðið) fái að spila þann leik þar sem góður hluti úr aðalliðinu hefur undanfarið verið á ferðalagi með landsliðum sínum í Evrópukeppninni (og undankeppni heimsmeistarakeppninnar) og eru því enn í sumarfríi. Aðrir úr Everton hópnum eru þessa stundina í æfingabúðum í austurísku Ölpunum undir strangri þjálfun Moyes, Steve Round og Jimmy Lumsden. Bæði Rodwell og Naismith eru þar í þjálfun en þeir segjast vera orðnir góðir af meiðslum og hlakka til að taka þátt með aðalliðinu. Hægt er að sjá alla leiki undirbúningstímabilsins í beinni á netinu, með því að kaupa aðgang í gegnum Everton síðuna. Hver leikur kostar 3,99 pund en hægt er að kaupa alla leikina 6 fyrir 18,99 pund (um 20% afsláttur).

Evrópukeppni U19 ára liða stendur enn og hafa Luke Garbutt og Ross Barkley verið að gera það gott en þeir voru báðir í byrjunarliðinu enska í leiknum við Króatíu en Garbutt og Hope voru á bekknum. Leiknum lyktaði með 1-1 jafntefli. Liðið lék svo við Serbíu þar sem Englendingar unnu 2-1 en allir fjórir Everton leikmennirnir komu við sögu, Garbutt og Barkley voru í byrjunarliðinu en Hope og Lundstram komu inn á sem varamenn. Englendingar eru þar með í öðru sæti í sínum riðli á eftir Frakklandi en England og Frakkland mætast í næsta leik. Englendingar náðu með sigrinum að tryggja sér sæti á heimsmeistaramóti U20 ára liða næsta sumar og með jafntefli í næsta leik komast Englendingar í undanúrslit í Evrópukeppninni.

Í öðrum fréttum er það helst að Jimmy Tansey lést á dögunum, 83 ára að aldri. Hann var einn af máttarstólpum Everton liðins upp úr 1950, lék í vinstri bakverðinum og spilaði 142 leiki fyrir Everton.

En í lokin víkjum við aðeins að vefsíðu Everton.is. Eins og glöggir lesendur hafa væntanlega tekið eftir þá hefur útlit vefsíðunnar tekið þó nokkrum breytingum en við hjá Everton.is tókum í notkun nýtt vefumsjónarkerfi sem auðveldar okkur alla umsýslu, eykur öryggi kerfisins og hefur í för með sér nokkra kosti fyrir lesendur. Til dæmis ætti nýi vefurinn að vera nokkuð hraðvirkari en sá gamli og kommentakerfið mun betra. Til dæmis þarf ekki að stofna notanda í kerfinu áður en maður getur kommentað, heldur er hægt að skrá komment beint á færsluna og gefa bara upp tölvupóstfang og nafn. Við vonum að þessar breytingar allar falli í góðan jarðveg.

Við viljum endilega heyra hvað ykkur finnst um nýja vefinn. Látið vita í kommentunum hér að neðan.

5 Athugasemdir

  1. Finnur skrifar:

    Varðandi RSS: (ef þú notar ekki/veist ekki hvað RSS er þarftu ekki að lesa lengra) 🙂

    Þau ykkar sem notuðu RSS til að fá tilkynningar um uppfærslur á Everton.is vinsamlegast athugið að RSS linkarnir hafa breyst með tilkomu nýja vefumsýslukerfisins. RSS fyrir vefinn er hér (http://everton.is/?feed=rss2) og RSS fyrir kommentin eru hér (http://everton.is/?feed=comments-rss2).

  2. Tóti skrifar:

    ég er að fíla þetta ! haha

  3. Finnur skrifar:

    Hvað, nákvæmlega? 🙂

  4. Elvar Örn skrifar:

    Brilliant félagar, brilliant