Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton vs. Manchester United - Everton.is

Everton vs. Manchester United

Þá er komið að því að við tökum á móti Man Utd á heimavelli kl. 11 á laugardaginn. Þetta er kannski ekki besti tíminn til að mæta þeim, eftir 1-6 tap þeirra á heimavelli fyrir City um síðustu helgi, eins og frægt er orðið. Við höfum auk þess ekki riðið feitum hesti frá þessum viðureignum (frekar en flest lið sem hafa mætt meisturunum undanfarið), en gerðum þó 3-3 jafntefli heima á síðasta tímabili (sjá mynd af jöfnunarmarkinu), unnum þá 3-1 tímabilið á undan og svo 1-1 jafntefli árið þar áður. Vonandi situr tapið í gær þó ekki í okkar mönnum, eftir 120 mínútur af hörku bikarleik við Chelsea.

Hjá okkur er Drenthe í banni eftir rauða spjaldið í bikarleiknum í gær og bæði Neville og Cahill líklega meiddir. Anichebe er enn að glíma við langtímameiðsli og ólíklegt einnig að McFadden sé klár. Gera má ráð fyrir að Coleman komi inn á fyrir Drenthe og að Jagielka og Howard taki aftur við sínum stöðum (af Heitinga og Mucha), eftir slæm mistök þeirra síðarnefndu í bikarleiknum. Hjá United er Jonny Evans í banni (því miður, segja sumir stuðningsmenn Everton) en að öðru leyti eru þeir líklega með fullskipað lið. Blöðin úti sögðu þó að kannski yrðu Ferdinand og Evra teknir úr vörninni, en þeir hafa náttúrulega sterka menn til að leysa af (Vidic, etc).

Þess má svo að lokum til gamans geta geta að hópur Everton stuðningsmanna frá Íslandi leggur í hann í fyrramálið með flugi til að mæta á Goodison og taka þátt í að styðja við bakið á okkar mönnum í leiknum. Það gæti því verið að umfjöllunin eftir leikinn dragist eitthvað. 🙂 Sjáum til.

Comments are closed.