Á morgun (mið) kl. 19:00 tökum við á móti West Brom á Goodison Park í 3. umferð Carling bikarkeppninnar. Góður sprettur í bikarkeppnunum er okkur mikilvægur þannig að það verður sterkur hópur sem mætir til leiks, skv. Steve Round, hverjir sem verða svo valdir á leikdag til að spila.
Við riðum ekki feitum hesti frá viðureignum við West Brom á síðasta tímabili í deildinni því við töpuðum báðum leikjunum. En það var síðasta tímabil sem var óvenjulegt að flestu leyti (og við unnum þá tvisvar tímabilið þar á undan). Það sem af er þessu tímabili eru þeir á botni úrvalsdeildarinnar eftir 5 leiki og hafa aðeins unnið einn leik í deildinni á tímabilinu (1-0 gegn Norwich). Kannski þeir mæti með sterkan hóp líka til að reyna að landa sigri sem gæti bætt andrúmsloftið hjá þeirra stuðningsmönnum. En ef tölfræðin er skoðuð þá vinnum við yfirleitt West Brom á heimavelli: 58% : 21% : 21% (S:J:T). Þetta er þó bikarinn og það getur allt gerst í bikarnum. WBA sló til dæmis Manchester City út í 3. umferð sama bikars í fyrra.
Við erum með fullskipað lið að mestu (fyrir utan Anichebe), þó að helst Saha og Straqualursi skorti leikæfingu. Saha var ósáttur við að vera ekki í hópnum f. síðasta leik, en Moyes gerði lítið úr því eftir leikinn. Hjá WBA er Gera og Brunt líklegir til að missa af leiknum og Tamas er í leikbanni eftir að hafa slegið til Vaughan, fyrrum leikmanns Everton.
Comments are closed.