(uppfært kl. 15:38 með fréttum af Yakubu)
Að sögn BBC samþykkti Everton tilboð Leicester í Jermaine Beckford fyrir yfir £4M og einnig tilboð Blackburn í Yakubu en þetta hefur ekki verið staðfest formlega af klúbbnum. Jermaine skrifaði undir 4 ára samning í maí 2010 og hafa nokkrar sögusagnir um tilboð verið í gangi. Everton er jafnframt sagt hafa gert samning við 23 ára argentínska framherjann Denis Stracqualursi, sem er með lausan samning en var markahæstur í argentínsku deildinni í fyrra með 22 mörk í 35 leikjum. Þetta hefur einnig ekki verið staðfest af klúbbnum, né það hvort hann sé lánsmaður eða með lausan samning.
Í öðrum fréttum er það helst að Everton klúburinn hefur gert samning við Best Buy og drykkjaframleiðandann Crabbie um að gerast stuðningsaðilar.
Comments are closed.