Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Everton – QPR 0-1 - Everton.is

Everton – QPR 0-1

Þetta er magnað. Okkur virðist einfaldlega ekki ætlað að vinna fyrsta leik tímabilsins og kannski fer að verða tímabært að tala um bölvun í þessum efnum. Fyrri hálfleikurinn lofaði þó góðu, við vorum mun sterkari aðilinn og (ólíkt QPR) sköpuðum við okkur fullt af tækifærum.

Baines tók magnaða aukaspyrnu rétt utan teigs en boltinn fór í slána og niður (1cm neðar og boltinn hefði legið inni). Cahill fékk dauðafæri upp við opið markið en náði af einhverjum óskiljanlegum ástæðum ekki að stýra skallabolta sínum í netið (Cahill af öllum mönnum!). Og til að bæta gráu ofan á svart ákvað dómarinn, Kevin (never-a-Friend-of-Everton), af einhverjum ástæðum að dæma ekki augljóst víti á QPR. Ekkert nýtt í þeim efnum svo sem.

QPR mega eiga það að þeir nýttu þau fáu færi sem þeir fengu vel (4 skot að marki samanborið við 14 hjá Everton) og mega vel við una að hafa sigrað 0-1 með marki frá Smith (á 31. mínútu). Ljósi punkturinn í þessu hjá okkur var ungliðinn Ross Barkley (17 ára), sem var óhræddur að skjóta af löngu færi, var líflegur á miðjunni í leiknum og fiskaði aukaspyrnur á hættulegum stað. Baines og Distin voru traustir í vörninni en aðrir léku undir getu, sumir langt undir getu.

Einkunnir Sky Sports: Howard 5, Baines 7, Jagielka 5, Distin 6, Heitinga 6, Neville 6, Cahill 5, Rodwell 5, Barkley 8, Osman 6, Beckford 6. Varamenn: Fellaini 6, Arteta 5, Saha 5. QPR menn voru almennt með sexur og sjöur nema Shaun Derry sem fékk 8 og Agyemang með 5.

Comments are closed.