Uppfært 10. 5. 2011 þar sem nú er ljóst hverjum við mætum.
U18 liðið vann Aston Villa á heimavelli 3-2 með mörkum frá Thomas Donegan, Gerard Kinsella og Conor McAleny (sjá mynd). Villa komst yfir á 23. mínútu, lenti svo 2-1 undir en náði svo að jafna. Það var svo McAleany sem tryggði Everton sigurinn fimm mínútum fyrir leikslok.
Glæsilegur árangur hjá ungliðunum, sem eru komnir í úrslitaleikinn um Englandsmeistaratitilinn og mæta þar Fulham sem unnu Sunderland í vítaspyrnukeppni. Úrslitaleikurinn er á föstudaginn, kl. 18 á heimavelli Fulham (Craven Cottage).
Comments are closed.