Landon Donovan hefur skrifað undir nýjan samning við LA Galaxy sem heldur honum hjá þeim til 2013. Það kom einnig fram að Landon verður heimilað að fara að láni til annars liðs í 10 vikur. Eða fram til mars 2010. Ekki hefur komið fram til hvaða liðs Landon fer, því verð ég að bera fyrri fréttir til baka. Stjórnarformaður LA Galaxy var spurður á fréttamannafundi sem er í gangi eins og er hvort ekki sé búið að semja við Everton. Hann svaraði að það væri ekki búið að skrifa undir en að öllum líkindum yrði skrifað undir samning við Everton. Það kæmi í ljós á allra næstu tímum eða dögum. Ég mun fylgjast áfram með fréttamannafundinum og láta vita ef eitthvað nýtt kemur fram.
Þetta sáuð þið fyrst á everton.is
Góðar stundir!
Viðbót, samkvæmt evertonfc.com þá skýrist það á næstu 48 stundum hvernig lánssamningur Donovan verður, en í grunninn þá hafa allir aðilar samþykkt samninginn. www.mbl.is greindi frá því fyrir stuttu að Donovan væri á leiðinni til Everton í 2 og hálfan mánuð eða fram í mars. Þetta er það sem við höfum sagt hér á síðunni. Þetta er því orðið nokkuð öruggt hjá okkar mönnum. Nú er bara að vona að LA Galaxy leyfi Donovan, ef hann stendur sig, að klára tímabilið hjá alvöru liði í alvöru deild.
Góðar stundir!
Comments are closed.