David Moyes er búinn að gefa það út að það sem hann verður að gera núna í sumar er að bæta hópinn fyrir næsta tímabil. Hann segir að JóJó tímabil Everton sé liðið, þ.e. að rokka á milli neðsta hluta deildarinnar og efsta hluta. Moyes hefur sagt að Everton sé lið sem eigi heima meðal stóru liðanna. Það sést líka eins og birtist hér á síðunni á fimmtudag að Everton er komið í hóp verðmætustu félagsliða Evrópu. Moyes fullyrðir samt sem áður að hann muni leita fyrst og fremst af gæða leikmönnum.
Moyes hefur einnig sagt að hann vilji halda Lee Carsley, nú er leitað allra leiða til að reyna að semja við hann í eitt ár í viðbót, en Carsley er orðinn 34 ára og margir telja að hann sé búinn með sitt hjá Everton, en Moyes er ekki sammála því. Hann hefur sagt Carsley að hann sé enn lykilmaður í liðinu.
Meira af Moyes, þá hefur hann og Wayne Rooney náð samkomulagi, en Moyes fór í mál við Rooney eftir að ævisaga Rooney kom út. Það hafa nú náðst samningar á milli þeirra, en ekkert fæst uppgefið hvað hann felur í sér, en Ian Ross, talsmaður Everton, sagði að málið væri einkamál og klúbburinn myndi ekki gefa frá sér yfirlýsingu um það.
Og að slæmu fréttunum þá eins og flestir vita nú verður Arteta ekki með í tveimur síðustu leikjum tímabilsins, en þrálát meiðsli í maga og nára hrjá Spánverjann knáa. Nú er bara vonandi að kappinn nái sér vel í sumar og komi tvíefldur til baka á næsta tímabili.
Comments are closed.