Því miður eru draumar okkar um Carling bikarinn úr um gluggann, ég sem var svo bjartsýnn sérstaklega eftir fyrri hálfleik og vegna þess að íslenska landsliðið í handbolta sýndi meistaratakta í gær, en svona er nú bara lífið. Við erum þó enn með í UEFA bikarnum og í gríðarbaráttu um fjórða sætið. Þetta er allt á uppleið.
En nú er önnur ógn en meiðsli, við erum farnir að missa menn í leikbönn vegna spjalda. Tony Hibbert og Tim Cahill verða í banni í næsta leik á móti Tottenham, eftir að hafa báðir fengið fimm gul spjöld. Phil Neville er á sínu fjórða spjaldi og vofir nú yfir honum leikbann ef hann fær annað gult spjald áður en febrúar lýkur, sama staða er hjá Steven Pienaar. Ekki það að ég held að Everton hafi ekki haft úr svona mörgum mönnum að moða í langan tíma. Liðið virðist ekki hiksta mikið þó að það vanti einhverja menn. Það er vonandi að þetta haldi áfram á réttri braut.
14:53:58
Comments are closed.