Nú er komið að því, möguleikinn á að komast á Wembley er innan seilingar. Við verðum bara að vinna þennan leik. Sérstaklega eftir að Avram Grant, stjóri Chelsea, kallaði Everton lítinn klúbb. Þetta gerði hann í The Guardian í morgun. Hann sagði að það væri ekkert of mikilvægt fyrir Chelsea að komast í úrslitaleikinn, þó að sjálfsögðu vildi hann vinna alla leiki. Avram sagðist ekki líta á Carling Cup sem einhvern stór titil. Hann sagðist skilja litlu liðin eins og Everton sem hafi ekki náð í titil lengi að einblína á þennan bikar.
Við þurfum nú að sýna þessu montpriki hvar Davíð keypti ölið.
Chelsea hefur reyndar unnið síðustu þrjá leiki sem að liðin hafa mæst í í bikarnum, en nú er komið að okkur. Við viljum mæta Tottenham í úrslitaleiknum á Wembley.
Áfram Everton!!!!!!!
15:03:39
Comments are closed.