McFadden og fleiri fréttir

McF

Var að lesa það núna rétt í þessu á Mirror að Birmingham hafi náð samkomulagi við Everton að greiða 5,75 milljónir £ fyrir James McFadden. Þetta eru að ég held góðar fréttir fyrir okkur þó svo að ég sjálfur eigi eftir að sakna kappans aðeins.

Í öðrum fréttum kemur fram að Chelsea er tilbúið að láta Sidwell á láni 31. janúar og telja enskir miðlar að Everton sé þar með sterkustu stöðuna.

Einnig kemur fram á http://www.evertonfc.com/ að í gær hafi verið endurnýjaður samningur við Chang bjór um áframhaldandi styrki. Samningurinn er sagður sá stærsti í sögu Everton, en fyrri samningur hljóðaði upp á 4,5 milljónir £ en nýji samningurinn er upp á 8 milljónir £. Góðar fréttir fyrir okkur, nú þarf bara að fara að flytja þessar veigar inn fyrir okkur.

17.01.2008/10:51:54   EGJ

Comments are closed.