Mynd: Everton FC.
Grannaslagurinn, eða Baráttan um Bítlaborgina, eins og hann er stundum nefndur, er leikur á hverju tímabili sem er yfirleitt hálf vonlaust fyrir okkkur að fá miða á.
En nú ber svo við að okkur áskotnuðust óvænt örfáir miðar í sölu á heimaleikinn gegn Liverpool. Þetta er einstakt tækifæri — og við gerum okkur grein fyrir því að skammur tími er til stefnu, enda er leikurinn um kvöldið 1. desember. Miðarnir eru einungis ætlaðir gallhörðum stuðningsmönnum Everton og fá meðlimir í stuðningsmannaklúbbnum okkar forgang á miðana.
Athugið að miðarnir verða aðeins til sölu fram til loka fimmtudags 25. nóvember (engar undantekningar!), þannig að ef þið hafið áhuga látið þá vita strax.
Rosalega spennandi. Hefði stokkið á þetta en verð í USA á þessum tíma. Vonandi nýtir einhver Everton aðdáandi sér þetta. Vona einnig að klúbburinn Íslenski geti boðið uppá aðra Everton leiki í vetur.