Alex Iwobi – Arsenal menn brjálaðir yfir sölu!
Allt ætlaði um koll að keyra meðal stuðningsmanna Arsenal þegar frétt birtist af 40M sölu á Alex Iwobi frá Arsenal til Everton…
Viðbrögð Arsenal manna létu ekki á sér standa, en þeir voru sko alls ekki sáttir…
Þetta hlýtur að segja okkur að skv. þessum þremur stuðningsmönnum má greinilega ráða að Everton hefur gert algjörlega frábær kaup, sérstaklega í ljósi þess að kaupverðið reyndist svo eftir allt saman ekki vera 40M punda, heldur nær 27M punda (en psst, ekki segja Arsenal mönnunum það).
En svo gæti líka verið að við höfum bara eytt fimm mínútum í að finna þrjár twitter færslur og skellt saman í frétt… just to make a point. Hvort er líklegra?