Mason Holgate keyptur

Mynd: Everton FC.

Georg er með púlsinn á leikmannamarkaðnum og sendi inn eftirfarandi orðsendingu:

Þá hefur það fengist staðfest að Everton er búið að festa kaup á hinum 18 ára gamla Mason Holgate frá Barnsley fyrir óuppgefna upphæð (1-2m punda hefur verið talað um í fjölmiðlum en eflaust árangurstengt). Þetta sýnir enn og aftur að Martinez er að hugsa um framtíðina enda erum við komin með mjög ungt lið. Holgate gerði 5 ára samning.

Martinez tók það einnig fram á fréttamannafundinum í morgun að John Stones væri ekki til sölu. Hann nefndi að Holgate væri því ekki að koma í stað Stones heldur væri Holgate hugsaður til framtíðar.

Það er spurning hvort Martinez sé að hugsa um Holgate sem miðvörð númer 4 á eftir Browining. Það á eftir að koma í ljós eða hvort hann vilji fá annan reyndari þar. Það er rétt rúmur hálfur mánuður eftir af glugganum og ég geri ráð fyrir að við munum allavega fá tvo leikmenn í viðbót, einn í tíuna svokölluðu fyrir aftan framherjann og svo einn framherja.

12 Athugasemdir

  1. Finnur skrifar:

    Þeir eru greinilega að gera góða hluti í akademíunni hjá Barnsley, því John Stones er líka þaðan. 🙂

  2. Ari S skrifar:

    Góðar fréttir. Ég veit ekkert um þennan leikmann nema það að Manchester United var með hann á reynslu hjá sér en hann valdi Everton. Að hafa „sigrað“ MU í kapphlaupi um leikmann er nóg fyrir mig.

  3. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Vá ég er að missa mig af gleði.

  4. Finnur skrifar:

    Það má finna gleðina í litlu hlutunum líka, svipað og þegar við keyptum John Stones frá Barnsley fyrir lítinn pening, sem nú er orðinn lykilmaður í vörninni og búinn að tífaldast í verði — og reyndar gott betur. En, kaupupphæðin þá var svo lítil að þér, líkt og nú, fannst það bera vott um metnaðarleysi klúbbsins.

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Ég minntist ekki einu orði á metnað eða metnaðarleysi.
      Það er fínt að hugsa um framtíðina en það þarf líka að hugsa um nútíðina, og það er nú einmitt það sem Everton ætti að vera að gera.
      Þetta er eflaust finn leikmaður, en við þurfum menn sem geta komið inn í liðið og haft áhrif strax ekki eftir einhver ár.

      • Elvar Örn skrifar:

        Slappen sí af bitte. Sko, það að kaupa ungan leikmann hefur líklega ekkert með kaup Everton á þessum tveimur leikmönnum sem Martinez ætlaði sér að ná í. Rétt að gleðjast yfir þessum kaupum og ég tel að 18 ára gutti sé ekki að taka þátt í miðverði hjá okkur næstu tvö árin amk. Glugginn er ekki lokaður ennþá herra óþolinmóður (broskall).

        • Ingvar Bæringsson skrifar:

          Nei glugginn er ekki lokaður ennþá, mikið rétt. En tímabilið er byrjað.

          • Georg skrifar:

            Ingvar ef þú hefur fylgst með félagskiptaglugganum hjá Everton ca. síðustu 15 ár þá höfum við alltaf verið að versla leikmenn á síðustu dögum gluggans og oftar en ekki 1-3 á síðasta degi, svo ég get ekki sagt að þetta komi mér neitt á óvart.

            Hinsvegar fengum við 2 leikmenn mjög snemma og erum með sama leikmannahóp og í fyrra fyrir utan Distin og Alcaraz. En auðvitað vill maður alltaf klára kaup fyrir leiktíðina en svona er bara þessi leikmannamarkaður. Lið vilja oft ekki láta sína leikmenn fyrr en þeir finna aðra í staðinn o.s.frv.

        • Finnur skrifar:

          Mikið rétt, Elvar. Ætla að láta þennan slag eiga sig. Mér nægir að minnast á að John Stones var keyptur „til framtíðar“ árið 2013 en var orðinn lykilmaður í liðinu og kominn í landsliðið áður en tímabilið 2014/15 var á enda.

  5. Georg skrifar:

    Við vorum dregnir út gegn Barnsley á útivelli í Capital One Cup. Þetta má teljast nokkuð skondið þar sem við vorum að enda við að kaupa efnilegasta leikmanninn þeirra. Einnig gamla liðið hans Stones eins og hefur komið hérna fram

  6. Elvar Örn skrifar:

    Er það Tóti sjálfur sem getur uppfært stöðu töfluna hér til hægri? Taflan frá því í fyrra er þar uppi núna, bara svona ábending.

    Já og áhugavert að mæta Barnsley í fyrsta leiknum í Capital bikarnum.

    • Finnur skrifar:

      Það hefur verið Tóti sjálfur. En það þarf eins og er að uppfæra í byrjun hvers tímabils og hann kenndi mér að gera þetta síðast, þannig að ég náði að uppfæra þetta núna. Var bara ekki búinn að taka eftir þessu. 🙂

      Takk fyrir ábendinguna. 🙂