West Ham – Everton 1-2

Mynd: Everton FC.

Fyrri hálfleikur hálf bragðdaufur og sá seinni virtist stefna í steingelt jafntefli þangað til Lukaku afgreiddi West Ham mennina. Líkega er þó Fair Play sætið gengið okkur úr greipum þar sem fjórir Everton menn náðu sér í gult spjald og West Ham því komnir með fjögurra gulra spjalda forskot.

Uppstillingin komin: Howard, Galloway, Jagielka, Stones, Coleman, Lennon, Barry, McCarthy, Osman, Barkley, Lukaku. Varamenn: Robles, McGeady, Kone, Mirallas, Naismith, Besic, Garbutt.

Það var nokkuð gaman að sjá til Everton liðsins í fyrri hálfleik, þeir héldu bolta vel (um 60%), létu hann ganga og sífellt að leita að glufum í vörn West Ham. Litu allan tímann út sem líklegra liðið til að skora.

Osman átti ágætis skot á 3. mínútu í hornið hægra megin niðri en markvörður West Ham varði vel í horn. Lukaku átti stuttu síðar skot alveg upp við mark West Ham en blokkerað af varnarmanni. Boltinn barst þó strax til McCarthy sem átti skot framhjá.

West Ham menn vildu víti tvær sóknir í röð áður en korter var liðið, það fyrra var alls ekki víti en það seinna klárlega víti. En Coleman slapp með skrekkinn (fékk boltann í hendi).

Mark Noble átti lúmskt skot frá hægri á 28. mínútu sem fór rétt framhjá fjærstöng – Howard þó líklega með það allan tímann.

Lukaku var svo mjög óheppinn með skot sitt sem fór rétt yfir samskeytin vinstra megin á 29. mínútu úr ákjósanlegu færi.

West Ham menn svöruðu á 33. mínútu með föstu skoti sem fór beint á Howard.

Staðan 0-0 í hálfleik — en samt eiginlega 2-1 fyrir West Ham því stigin í þessum leik skipta ekki öllu — fjöldi spjalda skiptir meira máli þar sem prúðara liðið er í dauðafæri á að komast í umspil um Europa League og Everton komið með tvö spjöld í leiknum en West Ham aðeins eitt.

Engin breyting í hálfleik frá liðnum.

Fyrsta færi seinni hálfleiks kom þegar Lukaku átti glæsilega aukaspyrnu, yfir veginn og rétt yfir samskeytin hægra megin. Hefði verið óverjandi ef það hefði ratað á rammann.

En það kom í hlut West Ham að komast yfir og það gerðist á 62. mínútu Downing fékk stungusendingu inn í teig, lagði hann vel fyrir sig og setti hann í hliðarnetið vinstra megin. 1-0 West Ham.

En Osman svaraði aðeins 6 mínútum síðar (á 68. mínútu). Fékk sendingu frá Lukaku af hægri kanti, lagði hann fyrir sig frábærlega með fyrstu snertingu og hamraði boltann í netið. 1-1.

Barkley fékk svo frábært færi strax á eftir en lúðraði boltanum upp í stúku. Martínez notaði tækifærið og skipti Barkley út af fyrir Mirallas.

Everton menn héldu áfram að safna spjöldum, McCarthy fékk til dæmis gult fyrir að stoppa skyndisókn og Galloway sömuleiðis undir lok leiksins. Winston Reid hjá West Ham var reyndar stálheppinn að sleppa við annað gult – braut tvisvar af sér á gulu spjaldi. Gareth Barry sömuleiðis (einu sinni) undir lok leiks.

McGeady kom inn á fyrir Lennon á 74. mínútu og hann átti eftir að umturna leiknum með stoðsendingu rétt fyrir leikslok.

Lukaku fékk ákjósanlegt skotfæri upp úr skyndisókn á lokamínútunum en glæsilega varið í horn. Þung pressa frá Everton sem sköpuðu ítrekað glundroða í vörn West Ham. Þremur mínútum bætt við og þetta leit út fyrir að stefna í steingelt jafntefli.

En þegar aðeins 8 sekúndur voru eftir af leiknum fær Lukaku stoðsendingu frá McGeady af hægri kanti og fékk frían skalla sem hann afgreiddi að sjálfsögðu í netið.

Lukaku þar með með stoðsendingu í leiknum sem og sitt 20. mark á tímabilinu. Hann hélt uppteknum hætti gegn West Ham (skorar alltaf gegn þeim) — mikið hljóta þeir að hata hann. 🙂

Einkunnir Sky Sports: Howard 5, Galloway 6, Stones 7, Jagielka 7, Coleman 6, Barry 6, McCarthy 6, Lennon 6, Barkley 6, Osman 7, Lukaku 7. Varamenn: McGeady 7, Mirallas 5. Einkunnir West Ham manna voru mestmegnis 4-6 en einnig þrjár sjöur.

Ekki gleyma að mæta í grillveisluna í Guðmundarlundi núna kl 17:00!

8 Athugasemdir

  1. halli skrifar:

    Frábær sigur ì dag og þađ er algjör snilld ađ vinna svona à sìđustu sekúndunum

  2. ólafur már skrifar:

    geggjaður sigur svona stelusigur

  3. Ari G skrifar:

    Flottur sigur. Núna þarf Martinez að byggja upp nýtt lið með yngri leikmönnum, sumir þurfa að fara og aðrir ekki. Kannski þurfum við að selja Baines og Coleman til að geta keypt alvöru sóknarmann með Lukaku og 2 vængmenn sé engan nógu góðan núna nema kannski Mirallas. Barkley er stærsta ? skil ekki hvað hann hefur verið lélegur í vetur kannski þarf hann meiri hvíld vill gefa honum eitt ár enn vonandi fleiri. Þurfum að kaupa alvöru miðjumann og 1 varnarmann alls 5 menn.

  4. þorri skrifar:

    Er sammála Ara um að styrkja hópinn. En ekki að selja nokkurn úr hópnum því ég held að hann muni bara styrkjast. Það var æðislegt að hittast í Guðmundarlundi í gær. Það var frábært að hittast og ræða málin. Halli og félagar þið stóðuð ykkur mjög vel á grillinu. ÁFRAM EVERTON

  5. Finnur skrifar:

    Stones og Lukaku í liði vikunnar að mati BBC:
    http://www.bbc.com/sport/0/football/32775851

  6. Diddi skrifar:

    verða einhverjir á Ölveri á sunnudaginn eða eru allir að fara út á leikinn ???? Verð sennilega á svæðinu um helgina og væri gaman að hitta einhverja 🙂

    • Finnur skrifar:

      Eyþór og ég erum að fara út. Restin af kjarnanum ætti að mæta.

      • Diddi skrifar:

        góða ferð til ykkar. Ég kíki sennilega á Ölver á sunnudaginn.