Mynd: FBÞ
Uppfært: Hætt var við þessa dagsetningu þar sem hún gekk ekki upp. Ný dagsetning hér.
Það freistar okkur í stjórn mikið að halda árshátíð Everton á Íslandi fyrir norðan þetta tímabilið. Undanfarin ár hefur árshátíðin verið í Reykjavík en við vitum af því að töluverður Everton stuðningur er norðan heiða og okkur langar að koma örlítið til móts við ykkur sem þar búið, mæta á staðinn og halda upp á daginn — ef áhugi er fyrir hendi.
Hugmyndin er að gera eitthvað skemmtilegt saman á Akureyri fyrri partinn, horfa svo á Everton-Liverpool leikinn í veislusal (7. febrúar kl. 17:30) og borða um kvöldið á sama stað þar sem fólki yrði frjálst að koma með sitt eigið áfengi. Nánari dagskrá og verð verður auglýst síðar en við erum einnig að leita tilboða í gistingu fyrir utanbæjar félagsmenn sem vilja fagna með okkur og gista á Akureyri.
Athugið þó að til þess að þetta gangi upp þarf nægilegur áhugi að vera til staðar þannig að nú viljum við biðja ykkur að taka frá 7. febrúar og láta okkur vita strax hvort þið gætið mætt í veislumatinn fyrir norðan þannig að við getum metið hvort þetta sé raunhæft markmið eða ekki.
Vinsamlegast látið vita hér.
Ég og Georg verðum á Egilsstöðum þessa helgina, því miður. Flott hugmynd samt sem áður að hafa hana fyrir norðan en þessi helgi gengur því miður ekki hjá okkur amk.
Búinn að senda að við Addi Júl (LÖGGA) verðum að spila á þorrablóti þetta kvöld þannig að við getum ekki verið með
Líst vel á þetta.
Hrikalega flott hugmynd að hafa þetta fyrir norðan. Því miður erum við Elvar fyrir austan þessa helgi eins og Elvar kom inn á hér að ofan. Einnig sé ég að Addi od Diddi eru einnig uppteknir. Spurning hvort það sé einhver önnur helgi sem hentar betur þó þetta sé klárlega frábær leikur til að hafa árshátíð.
Eigum útileik gegn Cristal Palace laugardaginn 31. jan. Svo er næsta laugardagsleikur 14 mars (fyrir utan Liverpool leikinn).
14. mars gegn Newcastle á Goodison Park
Ég skal skoða með marsmánuð.Ekki pottþétt en málið sett í nefnd.
Vel gert.
Frábær hugmynd en ef að aðalstuðningsmenn okkar fyrir norðan eru ekki gjaldgengir þessa helgi þá finnst mér þetta vera út úr myndinni, reyndar þessa sömu helgi er ég út, hefði mikinn áhuga á að fara samt.
Líst vel á þetta 7 feb og 14 mars eru lausir hjá mér
Líst vel á þetta,bý á Akureyri síðan í haust.
14. mars er laus hjá mér og væri frábært 🙂 Kv. Diddi
14 mars og málið er dautt
We hear ya’. 🙂
http://everton.is/?p=8638
Svar óskast skjótt.