Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
Síðasti dagur leikmannagluggans - Everton.is

Síðasti dagur leikmannagluggans

Mynd: Everton FC.

Þá er komið að síðasta degi leikmannaskipta-gluggans en honum verður formlega lokað kl. 23:00 í kvöld (að breskum tíma) og líklegt að ansi margir verður fastir á Reload takkanum þangað til.

Allra augu beinast að Fellaini og Baines en nýjasta slúðrið sagði að Fellaini hefði lagt inn félagaskiptabeiðni en það er líklega ekki mikið að marka það — frekar en þegar sama frétt barst um Baines á dögunum (og reyndist ekki sönn).

Dave Wheelan, stjórnarformaður Wigan, staðfesti að 10M punda tilboði Everton í James McCarthy hefði verið hafnað en talið er að ekki sé langt á milli félaganna í verðmatinu. Annars staðar sagði að Everton væri að undirbúa tilboð í Lescott og Gareth Barry en það hefur ekki fengist staðfest ennþá.

Ljóst er að Francisco Junior er farinn að láni til Vitesse Arnhem og miðað við það sem við sáum af honum á undirbúningstímabilinu var hann ekki tilbúinn í átökin og þarf meiri tíma. Hann fær fleiri sénsa hjá Vitesse en í aðalliði Everton þannig að það gerir honum ekkert nema gott að fara þangað.

Einnig var lánið afturkallað á ungliðanum, Conor McAleny, en þessi 20 og eins árs sóknarmaður fótbrotnaði í leik með lánsliði sínu, Brentford. Hann missir væntanlega af restinni af tímabilinu.

Og slúðrið segir að West Brom hafi boðið 6M punda í Anichebe. Líklega þó bara sögusagnir.

En, það stendur til að uppfæra þennan þráð þegar (og ef) eitthvað gerist. Á meðan við bíðum eftir fréttum getum við rennt yfir lista Goal tímaritsins yfir þau sjö skref sem þarf til að klára félagaskipti.

Persónulega vil ég alls ekki missa Baines en fyrir mér er Fellaini falur fyrir rétt verð (vel yfir 20M). Það er þó enginn stærri en félagið og kemur maður í manns stað. Væri sáttur ef glugginn hefði lokast í gær en fyrst hann er opinn vonar maður eftir smá styrk og að halda okkar bestu mönnum. Það er þó ekkert gefið í þeim efnum.

Uppfærslur:

12:25: Nú segir slúðrið að Martinez hafi hafnað tveimur tilboðum í Ross Barkley fyrr í sumar.
13:23: Slúðrið segir að Everton sé á höttunum eftir Fernando, sem er CDM (staða Fellaini).
13:24: Slúðrið segir einnig að hollenski landsliðsvarnarmaðurinn Bruno Martins Indi sé á leið í medical hjá Everton.
13:25: Trappatoni, landsliðsþjálfari Íra, staðfesti að James McCarthy hefði fengið dagsleyfi til að ljúka viðræðum um félagaskipti til annars liðs.
13:37: Sky Sports segja að Everton hafi mætt til London að fá áheyrn varðandi umsókn til atvinnuleyfis fyrir Porto miðjumanninn Fernando.
13:45: Daily Mail segja að Fernando sé ætlað að koma í staðinn fyrir Fellaini og að hann sé með 30M evru buy-out klausu í samningi sínum en hafi verið leyft að fara fyrir töluvert lægri upphæð þar sem hann átti eitt ár eftir af samningi sínum við Porto.
14:09 Klúbburinn er algjörlega að taka mann á taugum með þessum Twitter uppfærslunum sínum. Hjartað tekur kipp í hvert sinn sem þeir uppfæra en aldrei er það um félagaskipti. Og hvað var svona mikilvægt að þurfti Twitter uppfærslu? Jú, „Erum að fara að ‘lönsa’ þriðja búningnum„. Sá/sú sem er að uppfæra Twitter fyrir Everton er með stórt púkaglott núna, held ég.
14:17 Slúðrið segir að  Everton hafi gert tilboð í ítalska landsliðsmanninn og miðvörðinn Davide Astori hjá Cagliari.
14:21 NSNO síðan hefur það eftir Sky Sports að kaupin á McCarthy séu ekki bundin við það að Fellaini fari og sögðu jafnframt að „næsta víst“ sé að Leighton Baines verði hjá Everton eftir sumarið. Mjög gott mál — ef satt og rétt er.
15:27 Það er endalaust verið að hringla með þetta. Nú segir Sky að Fellaini hafi fengið auka leyfi, líkt og McCarthy, til að klára samningaviðræður áður en hann heldur til liðs við landslið Belga. Hann er sagður á leiðinni til United.
15:42 Sky minnkar hins vegar líkurnar á því að Baines sé á leiðinni til United. Er nú: 11/4 að hann fari til United, 1/4 að hann verði áfram hjá Everton.
15:48 Nú segir NSNO að Porto neiti frásögnum um að Fernando sé á leiðinni frá þeim.
15:54 Slúðrið segir einnig að Everton hafi misst áhugann á Lescott og boðið í staðinn í Davide Astori hjá Cagliari.
15:55 Sky sagði einnig að Man City hafi ekki áhuga á að lána Gareth Barry út heldur bara selja hann.
16:05 The Guardian segir að 15M punda tilboði í Baines hafi verið hafnað. Erfitt að meta hvort eitthvað sé til í því.
16:46 Misvísandi skilaboð: BlueKipper segir að Everton sé tilbúið að kaupa James McCarthy en NSNO segja að Martinez ætli að leita á önnur mið.
17:53 Fernando segist ekki vera á leiðinni.
18:30 Þrír og hálfur tími í lok gluggans (kl. 22:00 að íslenskum tíma). Enn bíðum við átekta. Sky Sports segir Everton vera að skoða lán á Romelu Lukaku hjá Chelsea.
18:49 Sky News TV segir að Anichebe sé í læknisskoðun hjá West Brom.
19:04 Klúbburinn var rétt í þessu að „tísta“: We appreciate your patience. As soon as we have any CONFIRMED news you will be the first to know. Það þýðir væntanlega að eitthvað er að fara að gerast. 🙂
20:09 Sky Sports segist hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að Fellaini hafi beðið um að vera settur á sölulista en að Everton sé ekki tilbúið að láta hann fara nema að ná manni inn í staðinn.
20:13 Félagi Lukaku (sjá Twitter) segir að hann sé á leiðinni að láni til Everton og meistari Elvar segist hafa fundið staðfestingu á því að búið sé að semja um verð á Anichebe en West Brom eigi eftir að semja við hann um kaup og kjör.
20:19 Dave Wheelan sagði við fréttamenn að Everton væri ekki tilbúið að borga uppsett verð fyrir McCarthy. Það gæti allt eins þýtt að Martinez hafi augastað á jafn góðum en ódýrari kosti hjá öðru liði og komi aftur og bjóði í McCarthy ef hann nær ekki að landa hinum.
20:23 Cagliari segja að Davide Astori sé ekki til sölu.
20:27 Sky Sports segja að Arsenal sé hætt við að eltast við Demba Ba sem eykur líklega örlítið líkurnar á því að Lukaku sé á leiðinni til Everton. Skemmir allavega ekki fyrir.
20:36: Nei, það lítur út fyrir að Lukaku sé nú á leið til West Brom, skv. Sky Sports. Hann ku vilja fara aftur til þeirra þar sem síðasta tímabil gekk svo vel hjá sér þar (17 mörk í 20 leikjum sem hann byrjaði).
20:43 Nú reynir mögulega á hvort rétt sé að Fellaini og Anichebe fái ekki að fara nema Martinez nái að finna menn í staðinn.
21:00 Klukkutími eftir af glugganum.
21:20 40 mínútur eftir. Refresh takkinn að eyðast upp til agna…
21:29 Sky Sports segja að Chelsea vilji frekar að Lukaku fari til Everton. Rússíbani!
21:36 Established International mættur á æfingasvæðið hjá Everton, segja Sky Sports News en bíða með þá frétt.
21:37 Þetta reyndist vera Gareth Barry sem var mættur. Ekki vitað með smáatriðin.
21:38 Þeir segja einnig að enn sé verið að vinna í málum James McCarthy og Lukaku.
21:50 Everton og Wigan hafa náð saman um verð á James McCarthy, skv. Sky Sport News.
21:53 Sky Sports segja að Everton hafi boðið Chelsea hærri upphæð í lánsmanninn Lukaku. Sjáum hvort það er nóg.
21:56 13M punda fyrir James McCarthy segja Sky Sports, verið að vinna í smáatriðunum.
21:59 Sky Sports News segir að James McCarthy hafi látið sjá sig á æfingasvæði Everton.
22:00 Glugginn er formlega lokaður. Sjáum hvað setur…
22:02 Goal segir að Lukaku sé kominn til Everton að láni.
22:05 Heyrðu, já… það hefur ekkert heyrst af félagaskiptum Fellaini…??
20:06 Nú er bara beðið eftir staðfestingu frá knattspyrnusambandi Englands á öllum þessum viðskiptum.
20:10 Fréttamiðlar í Belgíu segja að Fellaini hafi verið seldur til United. Enn beðið staðfestingar. Næstum því viss, segja þau hjá Sky.
20:15 West Brom halda að þeir hafi náð að klára félagaskiptin á Anichebe.
22:16 Lukaku staðfestir að hann fari að láni til Everton!
22:17 Fellaini seldur til United fyrir 27.5M punda (wow!)
22:46 Sky segir að McCarthy og Lukaku samningarnir séu staðfestir.
23:00 Öll félagaskiptin fimm staðfest af klúbbnum!

Meira hér síðar (prófið að endurhlaða síðunni til að vita hvort eitthvað hafi bæst við). Orðið er annars laust í kommentakerfinu.

143 Athugasemdir

  1. albert gunnlaugsson skrifar:

    Það er alltaf slæmt að vera með menn sem hafa beðið um félagaskipti móralslega séð.

  2. Finnur skrifar:

    Vissulega. En þetta er bara slúðrið — það þarf ekki að vera að þetta sé rétt.

  3. Georg skrifar:

    Ég væri alveg sáttur að fá James McCarthy, en ég verð ekki sáttur ef við erum að fá hann og selja Fellaini. Ég svosem verð að viðurkenna að ég þekki hann alls ekki nógu vel sem leikmann til að vita hversu góður hann er. Maður hefur nú lítið sem ekkert fylgst með Wigan síðustu árin nema gegn Everton. Martínez ætti að vita hvað hann getur.

    Martínez sagði í viðtali að við yrðum sterkari eftir gluggan heldur en fyrir hann. Ef við seljum Fellaini og fáum McCarty þá ætla ég rétt að vona að það komi einhver annar líka.

  4. Georg skrifar:

    Bara málið er að liðin í kringum okkar og fyrir ofan okkur hafa verið að eyða miklum peningum og það er orðið erfitt að eltast við liðin fyrir ofan nema að vera styrkja liðið eitthvað.

  5. Holmar skrifar:

    Smelli þessu bara aftur hér!
    Eru fleiri en ég sem eru að misþyrma F5 takkanum? Þetta verður stresssandi lokadagur félagaskiptagluggans. Ekki býst maður við að einhver spennandi verði keyptur, vonast bara til að halda okkar mannskap. McCarthy fyrir 12-15 milljónir punda finnst ekki alltof spennandi. Verð þó að viðurkenna að ég þekki þennan leikmann ekki mikið.

    Það væri ákaflega sorglegt að missa Fellaini og Baines svona alveg undir lok gluggans og þurfa að kaupa einhverja í flýti. Og hvað á þá að gera við allar Fella hárkollurnar?

  6. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Að vera Evertonmaður à þessum degi er eins og að fara à Ball. Maður horfir à alla félagana krækja í sætu stelpurnar meðan maður situr úti í horni og rígheldur í dömuna sína þar til einhver myndarlegri en maður sjàlfur kemur korter í 3 og stelur henni af manni. 🙂

  7. Holmar skrifar:

    …og maður neyðist til að loka augunum og vippa sér að næstu tröllkonu, til þess að enda ekki einn heima í rúmi.

  8. Finnur skrifar:

    Við Halli formaður vorum að ræða leikmannamál um daginn og við skiljum eiginlega ekki af hverju ekki er reynt að fá smá pening fyrir Heitinga? Hann á ekki langt eftir af samningi sínum og neitaði að skrifa undir framlengingu undir lok síðasta árs (eða þar um bil). Af hverju ekki að leyfa honum að fara annað og fá þó ekki nema nokkrar millur fyrir hann? Við erum með nokkra miðverði til vara: Stones hefur virkaði mjög vel á mann á undirbúningstímabilinu, Alcaraz er reyndur landsliðsmaður og Duffy var frábær í fyrra þegar hann kom inn á.

  9. Georg skrifar:

    http://www.433.is/frettir/england/mynd-fellaini-maettur-i-laeknisskodun-hja-united/

    Veit ekki hvort þetta sé alvöru mynd eða ekki. En þetta lítur leiðnilega mikið út eins og Fellaini sé á leið til Man Utd, ef marka má þessa mynd.

  10. Finnur skrifar:

    Ég sé nú enga mynd þarna, kannski tóku þeir fréttina út?

    Ég rakst hins vegar á aðra skemmtilega…
    http://www.433.is/frettir/england/fellaini-segir-ad-moyes-se-hardur-husbondi/

    🙂

  11. Georg skrifar:

    Nei var einmitt að opna þetta aftur, þeir virðast vera búnir að taka fréttina niður, spurning hvort þetta hafi verið photoshop mynd. Vonandi, Það er samt verið að tala um að Feillaini hafi frestað því að hitta Belgíska landsliðshópinn til að klára skipti til Utd en hvað veit maður.

    Það er talað um að við séum að fá Fernando frá Porto, hann er aftursækinn miðjumaður og væri væntanlega að koma í stað Feillaini. http://www.433.is/frettir/england/fernando-a-leid-til-everton/

  12. Finnur skrifar:

    Mikið rétt Georg, þetta kemur fram neðarlega í færslunni hér að ofan (uppfært um leið og eitthvað gerist) — og reyndar líka talaði um að Porto hafi borið þessar fregnir til baka. Erfitt að meta hvað er rétt í þessu.

  13. Georg skrifar:

    Finnur ég var svo fljótur að henda inn commentum hér að neðan að ég las ekki alla fréttina þín og að þú værir að uppfæra jafn óðum hvað væri í gangi. Vel gert!

    Það er talað um að Baines sé farinn til æfinga með enska landslðinu, sem bendir til þess að Everton muni ekki selja hann. Ég hafði það alltaf á tilfinningunni að ef annahvor yrði seldur þá væri það frekar Feillaini, en maður verður að bíða og sjá. Þetta er allt of spennandi að sjá hvernig þetta endar. En eins og ég var búinn að segja, ef við seljum Fellaini þá vill ég sjá tvö ný andlit. Fernando gæti verið góð viðbót og svo er spurning með McCarty. Væri gaman að fá óvænt nafn undir lokin á glugganum. Ég man svo vel eftir því þegar Fellaini kom á lokadegi gluggans þá var ekkert búið að orða okkur við hann.

  14. Elvar Örn skrifar:

    Skemmtilegar vangaveltur hér.

    Skv. Instagram færslu frá Fernando þá ætlar hann sér ekki að fara frá Porto

    http://metro.co.uk/2013/09/02/everton-target-fernando-rules-out-leaving-porto-on-instagram-3947252/?

  15. Elvar Örn skrifar:

    Er Anichebe á leið burt eftir allt saman?

    http://www.toffeeweb.com/season/13-14/rumour-mill/25574.html?

  16. Orri skrifar:

    Sæll Diddi.þetta nær því ekki að vera fyndið.

  17. Elvar Örn skrifar:

    Skv. Live snjónvarpslýsingu Sky Sports þá fer Leighton Baines hvergi (skv. innanbúðarmanni í Everton segja þeir).
    Líkur á að Everton semji við Fernando frá Porto fer dvínandi.
    Ekki hefur boðist nýtt tilboð frá Everton í James McCarthy en það virðist sem ekkert sé útilokað þar.
    Helstar líkur eru á að Fellaini gæti verið á leið til Man. Utd.
    Gareth Barry frá Man. City, náði ég ekki hvort væri líklegt eða ekki en aðrir miðlar hafa rætt að líkur fari minnkandi á að hann komi.
    Ekkert talað um Anichebe sem ég tók eftir.
    GLÆNÝTT er að Everton sé að skoða að fá Lukaku að láni frá Chelsea, hmmmmmm áhugavert. (einnig frá sky sports stöðinni).

  18. Sigurjón Sigurðsson skrifar:

    Orri minn, þetta var gömul kelling að koma úr heita pottinum og þeir voru að skýla henni. Fellaini verður áfram leikmaður EVERTON. Anichebe má fara mín vegna, er orðinn hundleiður á að bíða eftir að eitthvað verði úr honum, hann er orðinn fullorðinn for god sake. Lukaku væri sko flottur í staðinn.

  19. Elvar Örn skrifar:

    Anichebe er á leið til WBA í læknisskoðun skv. Sky News TV.

  20. Hallur j skrifar:

    Anicheba má fara en verðum þá að fá Lukaku i staðinn ég yrði sáttur við það

  21. Ari G skrifar:

    Ég er alls ekki sammála að selja Anichebe. Hann er miklu betri en Jelavic og Kone. Eina vandamálið hans eru meiðslin þau hafa háð honum en ég er ekki í vafa um að hann er framtíðarsóknarmaður Everton.

  22. Elvar Örn skrifar:

    Fellaini yfirgaf Finch Farm í nokkru hraði fyrir tæpum klukkutíma skv. Sky Sports TV.

  23. Finnur skrifar:

    Það var nú örugglega til að forðast ágenga papparassa. 🙂

    • Elvar Örn skrifar:

      Já þetta segir manni ekkert. Ég veit ekki betur en að Fellaini búi í Manchester, var það ekki?

      • Finnur skrifar:

        Jú, minnir það. Eitthvað með ágengt kvenfólk í Liverpool, ef ég man rétt. 🙂

        • Elvar Örn skrifar:

          Jú jú það passar. Er það ástæðan fyrir því að þú varst svona mikið með hárkolluna góðu í Liverpool seinast þegar við vorum þar? Heheh.

  24. Elvar Örn skrifar:

    Ekkert nýtt frá SkySports TV tengt Everton frá síðustu samantekt sem ég skrifaði hér að ofan.

  25. Georg skrifar:

    Talað um að við höfum spurst fyrir um bæði Ba og Lukaku hjá Chelsea. Væri ekkert á móti því að fá annanhvorn.

  26. Elvar Örn skrifar:

    Ég er hrifnari af Lukaku verð ég að segja, en hann fær ekki að taka víti fyrir Everton 🙂

  27. Elvar Örn skrifar:

    Sky Sport News TV segjast hafa staðfestar upplýsingar á því að Fellaini sé búinn að leggja inn transfer request og því hafi hann verið á Finch Farm í dag. Nákvæmari fréttir eftir nokkrar mínútur.

  28. Elvar Örn skrifar:

    Fréttamaðurinn segir að þó ekki sé komin official tilkynning um að Fellaini hafi lagt inn transfer request þá hafi Martinez sagt fyrir skemmstu hreint út að Fellaini vildi fara og erfitt að koma í veg fyrir óskir leikmanna.

  29. Elvar Örn skrifar:

    Demba Ba virðist ekki á leið til Arsenal og því telja menn að enn meiri möguleiki sé á að Lukaku fari til Everton, samt bara getgátur enn sem komið er.

  30. Georg skrifar:

    Sky Sports news live hér: http://sportz-world-live.blogspot.co.uk/

    • Georg skrifar:

      Það er pínulítið x vinstramegin á síðunni sem þarf að ýta á svo að þetta sjáist. Annars er þetta í mjög góðum gæðum.

  31. Elvar Örn skrifar:

    Martinez var í london í dag til að fá Work Permit fyrir Fernando frá Porto, skrítið ef leikmaðurinn segist ekki á leið frá þeim, hmmm.

  32. Elvar Örn skrifar:

    Veit ekki hvort eitthvað er til í þessu, þ.e. að Fernando sé eftir allt saman á leið til Everton:
    http://www.touchlinetalk.com/everton-sign-15m-porto-star-to-replace-fellaini/64885/?

  33. Elvar Örn skrifar:

    Enn frekari staðfesting á því að Lukaku sé á leið til Everton.
    Twitter færsla frá félaga Lukaku:
    http://www.nsno.co.uk/everton-news/2013/09/lukaku-deal-agreed/?

  34. Elvar Örn skrifar:

    Everton og WBA búið að semja um verð fyrir Anichebe en hann á eftir að samþykkja personal terms. Ýtir undir þær fréttir að Lukaku sé á leiðinni.

  35. Georg skrifar:

    David Whelan var að segja að Everton eru ekki að fá McCarthy, að Everton séu ekki að meta hann á því verði sem þeir vilja fá fyrir hann.

  36. Elvar Örn skrifar:

    James McCarthy fer ekki til Everton skv. Dave Whelan hjá Wigan þar sem Everton er ekki tilbúið að borga rétt verð fyrir hann. Fréttamaður fékk þessar upplýsingar beint frá áðurnefndum stjórnarformanni Wigan í þessum skrifuðu orðum.

    • Elvar Örn skrifar:

      Whelan sagði einnig alveg óásættanlegt að tilboð Everton væri ekki bara of lágt heldur ætluðust Everton til að greiða upphæðina á fjórum árum. Whelan ekki sáttur, hehe.

  37. Georg skrifar:

    Sky Sports fréttamaðurinn hringdi í Whelan og eins og alltaf þá er Whelan sá hreinskilnasti í bransanum. Svo þetta er eins og staðan er núna. Væntanlega eini sénsinn að hann verði keyptur er að við bjóðum hærra í hann.

  38. Elvar Örn skrifar:

    Það er amk ekki gott mál ef Everton missir Fellaini eins og allt bendir til og fær engann í staðinn. Ekki má gleyma því að Everton missti Neville og Hitzlberger í sumar og ekki ýkja mikil breidd á miðjunni.

  39. Elvar Örn skrifar:

    Lukaku er á leið til WBA eftir allt saman skv. Sky. DJöfuls…

  40. Elvar Örn skrifar:

    Anichebe er nú í höfuðstöfðum WBA eins og Lukaku og að sögn vildi Lukaku fara aftur til WBA fremur en Everton þar sem hann spilaði á seinustu leiktíð og byrjaði um 20 leiki og skoraði 17 mörk.

  41. Orri skrifar:

    hvað er í gangi hjá okkur á lokametrunum ?????????????????????????????

  42. Georg skrifar:

    David Whelan talaði um að Everton hafi viljað borga bæði of lítið og svo hafi Everton viljað borga hann á 4 árum. Ekta Everton að vilja dreifa kaupverði á mörg ár.

  43. Ari S skrifar:

    Lukaku er víst á leiðinni til WestBrom aftur.

  44. Elvar Örn skrifar:

    Netmiðlar segja Lukaku á leið til Everton en Sky Sports News segja hann á leið til WBA.

    • Elvar Örn skrifar:

      Sky segir nú að Everton sé enn og aftur kominn inn í möguleika á láni á Lukaku….Allt að gerast.

      • Elvar Örn skrifar:

        Eftir allt saman þá virðist Lukaku vera í Belgíu þar sem þeir spila landsleik á næstu dögum. Talið er þó líklegt að hann fari á láni til WBA eða Everton þrátt fyrir að hann sé ekki á Englandi til að fara í læknisskoðun o.þ.h.
        Talið er að Everton séu að leggja allan kraft í að Lukaku komi sem bendir enn frekar til þess að Fellaini sé á leiðinni til United. Hvað með miðjumann til Everton,,,anyone?

  45. Sigurjón Sigurðsson skrifar:

    þetta ætlar að vera eins og venjulega hjá okkur að drulla upp á bak í félagaskiptaglugganum, en hvað um það, við skulum vera vongóðir, þessu er ekki lokið 🙂

  46. Elvar Örn skrifar:

    Nú eru taldar meiri líkur á að Lukaku sé á leið til Everton en til WBA, væri magnað tel ég.

  47. Georg skrifar:

    Everton in pole position to get Lukaku segja þeir á Sky

  48. Elvar Örn skrifar:

    Gareth Barry er kominn í höfuðstöðvar Everton núna,,,,hmmm

  49. Georg skrifar:

    Gareth Barry væntanlega að koma til Everton, hann var að keyra í hlað hjá Everton til að tala við Martínez

  50. Georg skrifar:

    Elvar ég er farinn að halda að við séum báðir að horfa á Sky Sports News hehe

    • Elvar Örn skrifar:

      Hehehe, heldurðu það? Svo er maður að refresh-a nokkrar síður inni á milli. Er maður sáttur við Fellaini burt og Barry og LUkaku inn, gæti verið allt í góðu. Það gæti einnig farið svo að enginn fari og enginn komi, er það besta staðan? Ekki alveg viss sjálfur.

      • Georg skrifar:

        Það væri náttúrlega brilli að halda Fellaini og fá Barry og Lukaku, þó finnst mér Barry ekki nauðsyn ef Fellaini verður áfram, en kannski gott upp á breiddina. Það leit út áðan að Fellaini var að fara og enginn að koma, þá hefði ég tekið Barry og Lukaku, en er ekki viss. Væri sáttastur að halda Fellaini og í skýjunum ef við fengum Lukaku líka.

  51. Halli skrifar:

    Ég vil Lukaku það á að banna félagaskftaglugga á mánaðarmótum

  52. Elvar Örn skrifar:

    Ohhhh, vill formaðurinn fá Lukaku, af hverju sagðirðu það ekki fyrr? Best ég bjalli í Martinez og Morinho og gangi frá þessu fyrir þig 🙂

  53. Elvar Örn skrifar:

    James McCarthy er á leiðinni til EVERTON SKV. SKY.

  54. Georg skrifar:

    James McCarthy á leið til Everton? Hmmm..

  55. Elvar Örn skrifar:

    Georg, ég er alltaf á undan þér, hvað er í gangi? Er þetta reynslan?

  56. Georg skrifar:

    Nei ætli að það sé ekki stream sem er kannski 30-60 sek á eftir hehe

  57. Elvar Örn skrifar:

    Everton er semsagt að vinna í samningum við McCarthy, Lukaku og G.Barry á seinustu mínútum leikmannagluggans.

  58. Elvar Örn skrifar:

    Fellaini og Anichebe líklegir frá Everton en ekkert frágengið.

    • Georg skrifar:

      Ekki ósennilegt að það verði hlutskipti okkar að fá McCarthy, Lukaku og Barry í stað Fellaini og Anichebe.

  59. Elvar Örn skrifar:

    Dave Whelan segir að Wigan hafi tekið tilboði Everton í McCarthy.

  60. Elvar Örn skrifar:

    Goal.com segir að Lukaku sé genginn til liðs við Everton, vona að satt reynist.
    http://www.goal.com/en-gb/news/2892/transfer-zone/2013/09/02/4233518/-?

  61. Georg skrifar:

    Glugginn er lokaður og McCarthy mættur á Finch Farm

  62. Elvar Örn skrifar:

    LEIKMANNAGLUGGINN ER LOKAÐUR
    Samt sem áður munu fréttir berast næsta klukkutímann eða svo varðandi samninga sem rétt náðist að senda inn fyrir lokun gluggans.

    • Elvar Örn skrifar:

      Man vel eftir því þegar glugginn lokaði fyrir nokkrum árum og ég var staddur í USA og um 2-3 klst eftir lokun gluggans kom frétt að Fellaini væri á leið til Everton.

      • Georg skrifar:

        Man ótrúlega vel eftir því. Verður fróðlegt að sjá næstu 1-2 klst.

  63. Hallur j skrifar:

    en alveg finst mér það furðulegt afhverju menn eru altaf að brasa í þessu á siðustu mínutunum

  64. Ari G skrifar:

    Lukaku, Barry og MaCarthy allir komnir segir mbl.is núna rétt í þessu. Ekkert minnst á Fellaini.

  65. Georg skrifar:

    Fellaini mjög líklega farinn til Utd. Þau á Sky eru nánast pottþétt á því. Kemur í ljós innan skamms.

  66. Georg skrifar:

    Anichebe mjög líklega farinn til WBA en það veltur á pappírsvinnu, hvort hún hafi verið gerð í tíma.

  67. Finnur skrifar:

    LUKAKU!!!

  68. Georg skrifar:

    Lukaku til Everton var að segja það á twitter, snilld!

  69. Georg skrifar:

    27,5m pund fyrir Fellaini

  70. Finnur skrifar:

    Rúmlega tuttugu og sjö milljónir punda fyrir Fellaini!!

  71. Georg skrifar:

    Vel gert Moyes að kaupa hann ekki í júlí fyrir 23,5m pund. LOL

  72. Gunnþór skrifar:

    lukaku,barry,macarthy komnir fellaini farinn.snilllld allt frábærir leikmenn sem við vorum að fá.

  73. Ari G skrifar:

    Fellaini á 27,5 millur gott verð fyrir frábæran leikmann. Á eftir að sakna hans. Everton fær 3 góða leikmenn í staðinn hef samt mesta trú af Lukaku á þeim 3. Þekki ekkert til MaCarthy Barry traustur.

  74. Gunnþór skrifar:

    er hrikalega ósáttur við að hell pool tóku moses,frábær leikmaður.

  75. Hallur j skrifar:

    ég er griðarlega sattur ef þetta gengur allt
    og Lukaku verður rosalegur

  76. Gunnþór skrifar:

    Ari þú átt eftir að elska Macarthy,

  77. Elvar Örn skrifar:

    Enn óljóst hvort Anichebe sé á leið tl WBA, spurning hvort að náðist að senda pappírana í tæka tíð

  78. halli skrifar:

    Þetta er frábært að fá Lukuaku inn þar sem að við höfum ekki getað skorað mörk. Svo aö fá Barry og MaCarthy til að leysa Fellaini af. Finnur nú verðum við að brenna hárkolluna

  79. Elvar Örn skrifar:

    Lukaku virðist sáttur skv. Tístinu hans:
    http://www.goal.com/en-gb/news/2892/transfer-zone/2013/09/02/4233685/-?

  80. Georg skrifar:

    Það má ekki gleyma því að eftir þennan glugga erum við einhverjum 12-14m pundum í plús sem þýðir að Martínez ætti að fá þann pening í janúar. Ég hafði það á tilfinningunni allann gluggann að Fellaini færi til Utd en fannst líklegra að við myndum halda Baines enda er hann að mínu mati mikilvægasti leikmaður liðsins enda að vera með næst flest sköpuð færi í evrópu talar sínu en það kom mér mest á óvart að Moyes hafi ekki virkjað klásúlu Fellaini í júlí en við græddum 4m pund aukalega út af því. Það verður bara flott að sjá hvernig sérstaklega McCarthy og Lukaku koma út, Barry er með reynsluna ef vantar.

  81. Alfreð skrifar:

    Vel gert!

  82. Gunnþór skrifar:

    góð skipti á honum og lukaku Elvar

  83. Georg skrifar:

    Myndi segja að Barry væri meira að koma í stað reynslu Neville og Hitzlsperger á miðjuna.

  84. halli skrifar:

    Finnur þú og Baddi verðið að safna hári í dreddlokka fyrir Lukaku

  85. Finnur skrifar:

    Nú vantar bara staðfestinguna frá knattspyrnusambandinu.
    http://everton.is/?p=5407

  86. halli skrifar:

    Sammála Georg

  87. Gunnþór skrifar:

    Barry er mjög traustur og góður leikmaður,nú myndi ég seigja að framtíðin væri björt.

  88. halli skrifar:

    Sá einhver hvaða laun við erum að borga hjá Barry

  89. Gunnþór skrifar:

    Finnur þú ert alltof skynsamur.

    • Finnur skrifar:

      Skynsamur? Hvað áttu við? 🙂

      • Georg skrifar:

        Man City mun pottþétt borga part af laununum hans. Við myndum aldrei borga 120 þúsund pund á viku fyrir hann. Ég giska við 60 og þeir 60.

  90. Stuðningsmaður LFC skrifar:

    Verð nú bara að hrósa ykkur everton mönnum fyrir ansi góðan lokadag félagsskiptagluggans, voruð bara helvíti klókir.
    e.s. vonandi er ekki of illa séð að ég sé að krota hingað inn

    • Elvar Örn skrifar:

      Nei hingað eru allir velkomnir sem hafa eitthvað fram að færa. Jú rétt hjá þér, brjálað að gera í þessum glugga og líklega ekki svo slæmur eftir að maður gerði sér grein fyrir því að Fellaini væri á leiðinni frá klúbbnum.

  91. Ari G skrifar:

    Hvað það verður erfitt að setja saman miðju hjá Everton hverja á að henda út. MaCarthy spilar hann sem aftasti miðjumaður með Barkley og Barry. Lukaku fremstur og Miralles og Pineer á köntunum. Aumingja Osman Og Gibson detta út minn spádómur.

  92. halli skrifar:

    Gunnþór það er engin skynsemi í fótbolta

  93. Gunnþór skrifar:

    Rétt er það.

  94. Ari G skrifar:

    Hefði alveg verið til að kaupa unga Spánverjan okkar frá Barcelona 15 – 20 millur . Var ekki hægt að kaupa Barry og Lukaku t.d. á 15 millur saman það hefði verið ennþá betra.

  95. halli skrifar:

    Ef þetta gengur allt up þá verður þetta mín uppstilling

    Howard

    Coleman Jags Distin Baines

    MaCarthy

    Mirallas Barkley Pienaar

    Kone Lukaku

  96. Elvar Örn skrifar:

    Sky staðfestir að McCarthy, Lukaku og Barry séu allir Everton leikmenn.

    • Elvar Örn skrifar:

      Auðvitað með fyrvara á að knattspyrnusambandið samþykki samningana.

      • Elvar Örn skrifar:

        Fréttamenn Sky telja að Everton sé sterkara eftir þessi félagaskipti þrátt fyrir að missa Fellaini. Góður gluggi fyrir Everton segja þeir og frábærir samningar sem Kenwright náði fyrir klúbbinn.

  97. Finnur skrifar:

    Barry er 32ja ára og á biluðum launum — þannig að ég sé þetta ekki vera langtímasamband. Þetta er líklega lánssamningur og líklega borga City hluta af launum hans, eins og Georg minntist á.

  98. Elvar Örn skrifar:

    Chelsea staðfestir lánið á Lukaku til Everton:
    http://www.chelseafc.com/news-article/article/3446272/title/lukaku-loaned-out?

  99. Finnur skrifar:

    Jú, skv. Wikipedia: „On 2 June 2009, Barry signed a five-year contract with Manchester City for a fee of £12 million“

  100. Finnur skrifar:

    Öll félagaskiptin fimm staðfest af klúbbnum!
    http://www.evertonfc.com/news/archive/2013/09/02/blues-confirm-five-deals

    • Elvar Örn skrifar:

      Ekki oft sem að klúbburinn gefur upp kaup og söluverð á heimasíðu sinni. Ánægður með þetta hjá þeim.

  101. Elvar Örn skrifar:

    Everton selur Anichebe til WBA á 6 mills. skv. Sky

  102. Georg skrifar:

    Fáum 27,5m pund fyrir Fellaini eins og við flestir vitum en flott að fá allt að 6m pund fyrir Anichebe.

  103. Elvar Örn skrifar:

    33.5 mills inn og 13 mills út. Við ættum þá að eiga góðan möguleika á frekari kaupum í Janúarglugganum.

  104. Sigurjón Sigurðsson skrifar:

    eins og ég saggggggði þá skulum við ekki örvænta, þetta eru snilldar kaup fyrir okkur. 🙂

  105. Elvar Örn skrifar:

    Púffffff, held ég fari að leggja mig. Sjáumst fljótlega félagar.

  106. Finnur skrifar:

    Var ekki einhver með ball-líkingu hér áðan? Verð nú bara að segja að Martinez sannar það enn á ný að hann er nú bara nokkuð frambærilegur kostur á dansgólfinu.

    > eins og ég saggggggði þá skulum við ekki örvænta

    Uh, já, Sigurjón, það er gott að þú ert alltaf að stappa í okkur stálinu frá fyrstu mínútu. Veit ekki hvar við værum án þín! Heh! 🙂

    • Sigurjón Sigurðsson skrifar:

      Takk Finnur minn, það er alltaf erfitt að bíða og naga neglurnar og vonast eftir að eitthvað jákvætt gerist, en það gerðust sannarlega jákvæðir hlutir í kvöld. Ég í það minnsta fer að sofa sæll og glaður en Ingvar Bærings á eftir að kommenta á þetta og það verður væntanlega eitthvað blót út í Kenwright ef ég þekki hann rétt 🙂

    • Holmar skrifar:

      Ég tók undir þessa ball-líkingu hans Ingvars, taldi að við myndum þurfa að skella okkur á tröllkonu í miklum flýti bara til að fá eitthvað. Mikið hafði ég rangt fyrir mér, misstum kannski af fallegustu konunni á ballinu en enduðum í ansi spennandi fjórkanti í staðinn. 😉

  107. Georg skrifar:

    Það er ekki hægt að kvarta yfir commenta leysi í kvöld hjá okkur. Yfir 140 comment á þessum deadline day þræði. Einn mest spennandi gluggi sem ég man eftir, búinn að vera límdur yfir Sky Sport News og browsa alla miðla frá því í dag.

    • Georg skrifar:

      Martínez stóð við stóru orðin að við yrðum sterkari eftir gluggann en fyrir gluggann. Ég er alveg sammála honum. Þrátt fyrir að hafa misst Fellaini sem hefur verið frábær fyrir okkur þá vorum við að auka bæði breidd og gæði í liðinu út í gegn. Markmann, varnarmann, miðjumenn og framherja. Joel Robles, Antolin Alcaraz, Gerard Deulofeu, James McCarthy, G. Barry, Kone og Lukaku. Svo má ekki gleyma því að menn eins og Stones og sérstaklega Barkley eru að að sanna sig í aðalliðinu. Fyrir mig þá var það lykill í glugganum að fá Lukaku þar sem okkur hefur gengið illa að fá farmherjana í gang. Jelavic var frábær á undirbúningstímabilinu en hefur ekki náð að sanna sig í deildinni ennþá og svo er Kone ennþá riðgaður og á eftir að sanna sig hjá okkur. Við fáum reyndar ekki að sjá Lukaku í næsta leik þar sem við eigum leik við Chelsea.