Antolín Alcaraz skrifar undir

Mynd: Everton FC.

Klúbburinn staðfesti áðan að Alcaraz hefði skrifað undir samning.

Antolín Alcaraz er landsliðsmaður Paragvæ en hann hóf ferilinn hjá portúgalska liðið Beira-Mar þar sem hann lék 112 leiki og var meðal annars gerður fyrirliði. Hann var svo seldur til Club Brugge í Belgíu þar sem hann lék 68 leiki og hjálpaði þeim í toppbaráttunni þar í landi. Þaðan fór hann svo til Wigan þar sem hann hefur leikið síðustu þrjú tímabil. Hann skoraði eina mark leiksins gegn Blackburn sem tryggði Wigan rétt til áframhaldandi setu í Úrvalsdeildinni fyrir síðasta tímabil, á kostnað Blackburn. Hann spilaði einnig allan úrslitaleikinn gegn City þegar Wigan unnu FA bikarinn á dögunum.

Alcaraz var með lausan samning og skrifar undir til tveggja ára. Velkominn!

Hægt er að sjá vídeó af honum hér (10 mínútur og full dramatísk tónlistin), en mér sýnist vídeóið vera frá umbanum hans.

6 Athugasemdir

  1. Finnur skrifar:

    Hér er líka styttra vídeó með nokkrum af skallamörkunum hans.
    http://www.youtube.com/watch?v=Kx_BxcjXDQM

    Rakst á þetta annars staðar: „Alcaraz has an 84% successful passing rate which is better than many midfielders“.

  2. Halli skrifar:

    Það er gott að auka breiddina í hópnum vonandi ná þeir að auka gæðin í hópnum líka

  3. Elvar Örn skrifar:

    Vissi að við myndum kaupa Alcaraz og hann kemur á frítt.

    Já og enn ein STÓRFRÉTTIN.
    Við vorum að kaupa markmann.
    Hann heitir Joel Robles og er 23 ára Spánverji og lék með sigurliði Spánar í U-21 á Evrópumótinu í sumar.
    Hann kemur frá Atletico Madrid og gerður var við hann 5 ára samningur. Ekki slæmt þetta.

    http://www.evertonfc.com/news/archive/2013/07/09/blues-sign-joel-robles

  4. Finnur skrifar:

    Nákvæmlega, maður hefur varla við! 🙂
    http://everton.is/?p=4853

  5. Sigurjón Sigurðsson skrifar:

    snilld 🙂

  6. Baddi skrifar:

    Allt saman frábærar fréttir, og get ekki beðið eftir fyrsta leik.