Notice: Function _load_textdomain_just_in_time was called incorrectly. Translation loading for the html5reset domain was triggered too early. This is usually an indicator for some code in the plugin or theme running too early. Translations should be loaded at the init action or later. Vinsamlegast skoðaðu Aflúsun í WordPress fyrir frekari upplýsingar. (Þessum skilaboðum var bætt við í útgáfu 6.7.0.) in /var/www/virtual/everton.is/htdocs/wp-includes/functions.php on line 6114
John Stones seldur til City - Everton.is

John Stones seldur til City

Mynd: Everton FC.

Salan á John Stones til Manchester City var að ganga í gegn en klúbburinn var að staðfesta þetta rétt í þessu. Ljóst hefur verið að City menn hafa verið á höttunum eftir honum um nokkurt skeið. Þessi kaup láku út í dag á vefsíðu UEFA sem birtu hóp City fyrir Champions League á næsta tímabili en nafn Stones var þar á blaði.

Kaupverðið var ekki gefið upp — aðeins að þetta hafi verið metfé — en er talið vera milli 40 og 50 milljónir punda. BBC segir að kaupverðið hafi verið 47.5M punda sem myndi gera John Stones að næstdýrasta varnarmanni allra tíma (David Luis á 50M til PSG dýrastur) og er metfé sem enskt lið greiðir fyrir varnarmann. Það er nokkuð góð ávöxtun á þeim þremur milljónum punda sem Everton greiddi Barnsley fyrir hann árið 2013! Einnig staðfestir þetta að það var klárlega rétt ákvörðun á sínum tíma að hafna tilboðum Chelsea í hann (20M, 26M og 30M) og bíða fram yfir EM. Líklega betra einnig fyrir feril John Stones þar sem Pep Guardiola heldur, að sögn, mjög upp á varnarmenn með góða boltameðferð, sem er aðalsmerki John Stones og það sem Martinez lagði mikla áherslu á á meðan hann var við stjórn.

Það er eftirsjá að Stones enda ungur og efnilegur leikmaður sem braut sér leið í aðalliðið undir stjórn Martinez og tryggði sér í kjölfarið sæti í enska A-landsliðshópnum. Það verður þó að viðurkennast að vörnin var ekki traustvekjandi á síðasta tímabili og nauðsynlegt að hrista þar upp í. Þegar svona tilboð berst þá er erfitt að hafna því. Stones lék 95 leiki fyrir Everton og skoraði eitt mark.

Nú fer væntanlega allt á fullt varðandi Ashley Williams og/eða Lamine Kone.

Ykkar skoðun á þessu öllu?

13 Athugasemdir

  1. Finnur skrifar:

    Það hefði verið gaman að sjá hvernig Stones hefði þróast með Everton en þetta kaupverð er náttúrulega bara rugl. City menn ofgreiddu á sínum tíma (að mínu mati) fyrir varnarmanninn Mangala og mig grunar að þeir hafi gert það hér líka — og skrýtið líka að þeir hafi ekki lært neitt af Rodwell kaupunum. 😉 En það kemur í ljós hvernig þetta fer hjá þeim. Kannski er þetta rétt fyrir alla aðila.

    Mín persónulega skoðun (fyrir tímabilið) var að það myndi vera rétt ákvörðun að selja Stones (en halda Lukaku) ef tilboð upp á ca. 45M punda kæmi í Stones. Akkílesarhæll Everton liðsins var að verjast fyrirgjöfum utan af kanti og þar liggur einmitt helsti veikleiki Stones — hann les ekki hættuna nægilega vel og staðsetningin á honum er einfaldlega ekki nógu góð þannig að liðið var oft að fá á sig skallamörk á síðustu mínútunum. Og andstæðingarnir greinilega vissu þetta því þetta var taktíkin sem þeir beittu grimmt. Kannski lagast þetta hjá Stones með aukinni reynslu.

    Það hjálpaði heldur ekki til að vekja traust á vörninni að Stones var oft að leika sér að eldinum og reyna að sóla menn í og við teig. Kannski var hann þvingaður til þess vegna leikaðferðar Martinez, maður veit ekki. Það er þó ýmislegt sem maður kemur til með að sakna og ég velti fyrir mér hvort hefði átt að prófa hann sem djúpan miðjumann og sjá hvernig það kæmi út. Bara pæling. En já, það er eftirsjá að honum.

    En það eru líka margir aðrir góðir varnarmenn í boltanum og ég hef til dæmis heillast af Ashley Williams á undanförnum tímabilum. Held að hann komi með næga reynslu og getu til að hjálpa Koeman að koma skikki á vörnina, sem hlýtur að vera forgangsverkefni fyrir næsta tímabil — það var allt of auðvelt að skora hjá Everton á síðasta tímabili.

  2. Albert Gunnlaugsson skrifar:

    Það er bara ekki hægt að hafna svona fjárhæð. Sammála með að hann var mistækur í vörninni og er ekki viss um að það hefði batnað í vetur!

  3. Gunni Gunn skrifar:

    47.5 millz en Barnsley fær 15% af því held ég. Erfitt að hafna svona boði, nú bara kaupa tvo góða í staðinn

  4. Diddi skrifar:

    ekki Ashley Williams, hann verður 32 í þessum mánuði, ég vil frekar Lamine Kone frá Sunderland. Selling Club 🙂 Mér finnst nú ekki miklar ambissjónir felast í þessu öllu. Jú fjárhæðin er mikil en það eru miklar vonir bundnar við Stones. Vonandi getur hann bara ekki rassgat hjá City í vetur 🙂

    • Finnur skrifar:

      Mér sýnist sem það verði ekkert hlustað á mótmæli þín gagnvart Ashley Williams, Diddi. 🙂
      http://everton.is/2016/08/09/ashley-williams-keyptur-fra-swansea/

      En þú færð kannski Kone líka í skaðabætur.

      • Elvar Örn skrifar:

        32 ára aldur er nú bara ekki mikið miðað við miðvörð. Ashely Williams er að sögn ekki bara frábær miðvörður heldur er hann gríðarlega sterkur í klefanum og hefur mjög jákvæð áhrif á liðið. John Terry er t.a.m. 4 árum eldri en Williams og hefur nú ekki verið neitt slor á þessum árum.

        Ég held samst sem áður að Everton ætti að kaupa einn miðvörð í viðbót, þ.e. fyrir utan Williams sem virðist nánast done díll. Spurning um þennan Kone frá Sunderland en þekki ekkert til hans.

        Ef við skoðum seinustu leiktíð þá tel ég Stones hafa klárlega staðið sig verr en Funes Mori og Jagielka þó að Jagielka hafi verið mikið meiddur. Stones hefur ekki skilað neinu til klúbbsins so far (nei í alvöru) en er svakalegt efni. Ef við skoðum t.d. Lukaku þá hefur hann skila svaklega miklu seinustu tvö árin til Everton og mörg mörg ár síðan Everton hefur haft jafn öflugan markaskorara.

        Þar sem Moshiri (eigandinn) var búinn að lofa að sá peningur sem fæst fyrir sölur bætist við 100 milljónir punda sem hann virtist hafa lofað til leikmannakaupa þá er staðan núna að Koeman hefur um 120 milljónir punda eftir að hafa keypt Idrissa Guye og þá líklega Ashley Williams núna.

        En Everton vantar sóknarmann líka. Niasse er off og svo er Kone ekki future material. Virðist einnig að McAlaney fái ekki séns. Eftir er Lukaku (sem gæti verið á leiðinni burt) og kantmenn sem gætu leyst hann af eins og Mirallas og Deulofeu. En come on, það vantar amk 1 alvöru sóknarmann til viðbótar.

        Ef Everton fær Williams til sín þá er einnig áhugavert að Swansea hefur selt bæði aðal varnarmanninn sinn og síðan markaskorarann Ayew sem var að fara til West Ham fyrir 20 mills. Eftir situr G.Sigurdsson með nýjan samning og klárlega verra lið en í fyrra. Var það mistök hjá Íslendingnum að framlengja við Swansea í stað þess að joina Everton?

        Svakalega klikkaður leikmannagluggi og maður bíður alltaf eftir fleiri öflugum leikmönnum til að styrkja hópinn en þetta gerist svakalega hægt eitthvað. En er samt vongóður.

        • Haraldur Anton skrifar:

          Eins og ég hafi skrifað þetta. Með Gylfa það hefði verið stórkostlegt að fá hann og er hann að missa góða félaga, þó eru flottir spilarar að koma inn hjá þeim. Næstu dagar verið frábærir og f5 takinn verður mjög virkur.

  5. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Jæja nú hlýtur eitthvað að fara að gerast í hina áttina.

  6. Gestur skrifar:

    Er þetta ekki bara gott? Ashley er mjög góður og gæti komið með yfirvegunina í vörnina. En hvað er Everton tilbúið að borga til að stoppa lekann strax? Ashley er þó með mikla reynslu og þarf ekki aðlögun.

  7. halli skrifar:

    Ég væri gríðarlega sáttur við að fá Willams til okkar núna. Hann spilaði frábærlega með Wales á EM í sumar þeirra besti leikmaður þar að mínu mati og er mikill leiðtogi í hóp virðist vera. Það að kaupa leikmenn á þessum aldri hefur reynst Everton bara nokkuð vel samanber Barry og Distin. Ég sé fyrir mér að Koeman vilji spila 352 kerfi og vantar þá kannski annan afgerandi skorara á móti Lukaku.

  8. Ari S skrifar:

    Ég er ánægður með að fá Ashley Williams til Everton. Hann var hjartað í vörn Wales í sumar og stóð sig vel þar. Hann bætir liðið og ég er sammála Elvari að 32 ára aldur hjá miðverði er ekki mikið.