Mynd: Everton FC.
Meistari Elvar sendi inn eftirfarandi hugleiðingu varðandi framhaldið og hverju Koeman þurfi að breyta. Gefum honum orðið:
Það verður mjög áhugavert að sjá hvað Koeman mun gera með vörn Everton sem hefur verið heldur slök seinustu tvö tímabil eftir að hafa verið mjög öflug undir stjórn Moyes. Það er alveg ljóst að Everton mun fá nýjan aðal-markmann til klúbbsins og áhugavert nokk að þar hafa helst verið nefndir Schmeichel og Hart (sjáum hvað setur þar) en ljóst þykir að Stekelenburg verði ekki aðal markmaður enda keyptur á aðeins 1 mills.
Það er líka gaman að sjá hverju hann nær út úr Stones (að því gefnu að hann verði áfram) og Jagielka er ég viss um að komi sterkur inn aftur. Síðan kemur Funes Mori sterkur til leiks eftir þokkalegt fyrsta tímabil í fyrra og gott mót með Argentínu í Ameríkukeppninni nú í sumar. Svo þarf að koma Baines og Coleman betur í gang eftir dapurt seinasta ár þar sem Baines var líka alltof mikið meiddur eða ekki í formi. Það er gríðarlegt svigrúm að bæta vörnina og ég tel Koeman pottþéttan í það verkefni.
Það verður líka mjög gaman að sjá hvort hann noti Mirallas meira en Martinez en ég tel að Mirallas eigi að spila mikið meira en hann gerði undir stjórn Martinez.
Deulofeu virðist vera með hjartað á algerlega réttum stað sem Everton maður. Hann tekur mikinn þátt tengt fjölmiðlum og virkar rosalega jákvæður og skemmtilegur karakter. Held að hann gæti blómstrað á þessu tímabili fái hann séns. Hann og Lukaku voru svakalegir saman yfir 2-3 mánuði á seinasta tímabili þar sem Deulofeu átti hverja stoðsendinguna á fætur annarri á Lukaku.
Ég vil sjá meira af Mirallas-Lukaku-Deulofeu þrennunni í framlínunni heldur á næstu leiktíð og vona að Koeman gefi þeim séns saman.
Sá ungliði sem ég tel að gæti komið sterkur inn er Kieran Dowell en hann stóð sig t.a.m. frábærlega á undirbúningstímabilinu í fyrra en meiddist ef ég man rétt í byrjun leiktíðar. Hann efldist svo svakalega með varaliðinu eftir áramótin og komst í lok leiktíðar í aðalhópinn.
Eins og undanfarin ár mun maður fylgjast með undirbúningstímabilinu á EvertonTV en flestir leikur eru jafnan sýndir þar í beinni.
Hvað finnst ykkur? Hverju þarf Koeman að breyta?
Öllu.
…og þá er é að svara spurningunni í fyrirsögninni. Góður pistill Elvar 🙂
Hugarfari leikmanna fyrst og fremst. Þeir voru allir undir pari siðasta vetur.
http://www.norwich.vitalfootball.co.uk/article.asp?a=451955 ég segi nú bara að ef þetta er top target þá kemur Koeman ekki til með að breyta neinu til batnaðar 🙁
Þetta hlýtur að vera eitthvað lélegt grín.
Og við breytumst ekkert heldur… 🙂
Sammála þér diddi.
Sýnist hann ekki breyta neinu , allt í sama hægaganginum. Afhverju þar þetta alltaf að taka svona langan tíma? Það er mánuður í fyrsta leik og ekkert gerst ennþá.
Það er væntanlega ekki svo einfalt að ná í stóra og dýra bita þó svo að það sé mun meira budget an áður og geta boðið meiri laun. Everton er ekki í neinni evrópukeppni í vetur og núna erum við komin í samkeppni við stóru klúbbana með leikmannakaup. Góðir hlutir gerast hægt og ég er sannfærður um að Koeman sé rétti maðurinn. Ég hélt alltaf uppá hann sem leikmann í denn og átti meira að segja búning með honum 🙂
Það eru nánast öll lið búin að kaupa fleiri leikmenn en Everton. Skiljanlega þá kemur Koeman ekki bara inn og byrjar að kaupa á degi eitt. Þessi einu kaup í Stekelenburg er klárlega bara uppfylling í varamarkmanns stöðuna. En maður er að verða óþolinmóður þegar sléttur mánuður er í fyrsta leik í deildinni. Nú þegar er t.d. búið að kaupa 5 leikmenn í deildina sem kosta yfir 30 milljónir punda.
Helstu fréttir núna er að Stones vilji fara sem er nú klárlega blóðtaka ef af verður en alls ekki heimsendir. Ef hann færi á t.d. 45 milljónir þá er eigandi Everton búinn að lofa að Koeman fái að eyða þeim jafn harðan, fyrir utan þær rúmu 100 milljónir punda sem hann fær í sumar. Ég held að allir bíði eftir fyrstu kaupunum, þau gætu ráðið framhaldinu. Held það gæti haft jákvæð áhrif á núverandi leikmenn eins og Lukaku, Barkley og vonandi Stones og ekki síður á aðra leikmenn sem eru hugsi um hvort þeir eigi að koma til Everton.
Ég held að fyrsta vers sé klárlega að fá heimsklassa markmann, ég bara tel það verði að fylla það skarð sem allra fyrst.
Þó að nýr eigandi og hans peningar séu klárlega vítamínsprauta í klúbbinn þá er alveg ljóst að mörg lið munu eyða meiri peningum yfir 2-3 ára tímabil. Man City, Man Utd, Arsenal, Liverpool, Chelsea og Tottenham munu t.a.m. líklega eyða meira en Everton. Einnig er orðin meiri samkeppni eins og t.d. í Asíu, áhugavert að Pelle fer frá Southampton til Kína á bara um 12 milljónir punda en hann fær fricking 260 þús pund á viku (Everton er líklega að borga max 75 á viku í dag), svo samkeppnin er klárlega til staðar.
Ég bíð spenntur eftir fyrstu kaupum og verð ósáttur ef Everton eyðir ekki amk 80 mills í amk 3 leikmenn.
Nýjustu fréttir herma að Pelle hafi fengið 380 þúsund pund á viku og að Higuain hafi verið boðið 800 þúsund pund á viku fyrir að leika í Kína sem hann hafnaði (crazy dæmi).
Maður verður bara að bíða spenntur áfram
Áhugaverð samantekt á frammistöðu liða í félagaskiptaglugganum (það sem af er), þar erum við að fá þokkalega einkunn (skil ekki alveg hvers vegna), en hér kemur það:
Everton fær þar þennan dóm:
EVERTON: New manager Ronald Koeman has lifted supporters without actually doing all that much (yet) — imagine the uplift when real progress becomes noticeable. His decision to bring forward preseason training while pursuing several big name players signals intent and points to an exciting summer ahead. A backup goalkeeper is the first addition to a squad requiring careful attention.
Rating: 7/10 — Luke O’Farrell
http://www.espnfc.com/barclays-premier-league/23/blog/post/2908333/premier-league-preseason-review-your-clubs-summer-so-far
Áhugavert að gefa klúbbnum einkunn í félagaskiptaglugganum (so far) með tilliti til þess sem mun hugsanlega gerast (þ.e. bjart framundan), ekki alveg að skilja þetta.
Ég get ekki beðið eftir að heyra fyrstu alvöru kaupin.
Smá pæling…
Á sínu fyrsta tímabili með nýjum stjóra (Martinez) endaði Everton hársbreidd frá Champions League sæti (vorið 2014). Ef við lítum yfir farinn veg — kaup og sölur sem gefnar eru upp á Everton FC síðunni — þá hefur sá hópur frekar bætt í en ella hvað styrkleika varðar.
Þetta eru merkilegustu hreyfingarnar síðan þá: Lukaku, Barry og Deulofeu breyttust úr lánsmönnum í fastamenn. Naismith var seldur og Howard kláraði sinn samning nýverið. Nýir leikmenn: Besic, Lennon, Funes Mori, Niasse og Stekelenburg. En þess utan hafa þetta bara við nokkrir ungliðar inn og út.
Blöðin hafa gefið í skyn að Koeman fái risa budget og það á eftir að koma í ljós hvort sú upphæð sem nefnd hefur verið reynist rétt. Tek því með fyrirvara. En ég á ekki von á að öllu verði eytt í sumar — á frekar von á því að því verði dreift yfir næstu þrjá glugga (sumar, janúar og svo næsta sumar), eftir því sem Koeman lærir betur á hópinn og sér hvað vantar.
Ég er alveg sannfærður um að Koeman sé með 100 mills til að eyða í sumar svo fremi sem hann nái að eyða því. Ef hann eyðir ekki lágmark 80 mills í sumar þá verð ég pissed,,,,really.
Ég er alveg sammála að Everton er sterkara í dag en það hefur verið í langan tíma en frammistöðuna seinustu tvo ár verð ég bara að skrifa á Martinez. Ég held að Koeman sé mjög sáttur með einstaklingana sem hann er að fá í hendurnar og auka pening til að fylla í eyðurnar.
Svo er nú Pogba á leiðinni til okkar, allt að gerast hehe (hver er ekki á leiðinni til Everton?)
http://royalbluemersey.sbnation.com/2016/7/15/12197448/pogba-to-everton-lukaku-to-juventus-transfer-gossip-banter-tgif
Allt að gerast en ekkert gerist? ????
Það er sagt að góðir hlutir gerist hægt!!!
Já þetta er hrikaleg spenna í þessu,,,,sagði enginn.
Sumir miðlar segja að fyrsta vers hjá Everton sé að ná í alvöru Director of Football áður en klúbburinn fjárfesti í dýrum leikmönnum og er þá talað um Steve Walsh (frá Leicester) eða Jordi Cruyff (Maccabi Tel Aviv) í það hlutverk.
Nú er talað um að Everton sé á eftir Rui Patricio sem stóð í marki Portúgala nýkrýnda Evrópumeistara en seinustu mánuði hafa Schmeichel og Hart verið títt nefndir og nú síðast einnig Begovic. Hvaða markmann langir ykkur að fá til Everton?
Nokkrir menn komu til undirbúnings leiktíðar í dag, eins og Stones, Barkley, Funes Mori, Coleman og McCarthy. Verður gaman að sjá hvernig þeir koma til baka eftir sumarið.
Bara 5 dagar í fyrsta leik á undirbúiningstímabilinu og verða 5 leikir sýndir beint á EvertonTV. Leikirnir eru gegn Barnsley, MK Dons, Dynamo Dresden, Real Betis og Espanyol. Áskrift að öllum leikjunum er um 16 pund.
Gera má ráð fyrir að góðgerðarleikur Rooney þar sem Man Utd tekur á móti Everton þann 3 ágúst, verði sýndur á Man Utd rásinni.
Sjaldan verið spenntari fyrir byrjun tímabils.
> Hvaða markmann langar ykkur að fá til Everton?
Þeir sem nefndir voru (Rui Patricio, Schmeichel og Hart) eru allt góðir kostir, að mínu viti. Ég veit að það er ekki sátt um þá alla en ég væri sáttur við hvern þeirra sem er.
> Áskrift að öllum leikjunum er um 16 pund.
Hafði hugsað mér að horfa á alla leikina á undirbúningstímabilinu, þ.m.t. Rooney-góðgerðarleikinn, ef það er hægt.
eru þeir ekki allir mjög góðir.Annars líst mér á Schmeihel og Jóhart.svo mæti koman að skoða varnarlínuna okkar. Ég get ekki beðið þanga til deildinn hefst
Það lítur allt út fyrir að Everton verði komið með nýjan völl innan þriggja ára,,,,jafnvel innan tveggja að sögn borgarstjóra Everton borgar en hann setti sjálfur færslu á Twitter hvað þetta varðar sem endar með COYB:
http://www.skysports.com/football/news/11671/10506255/everton-new-stadium-achievable-within-two-years-says-mayor-of-liverpool?
Miðað við hvaðan þessar fréttir tengt nýjum velli hafa verið að koma þá tel ég bara ansi miklar líkur á þessu.
Eigandinn Moshiri og borgarstjóri Everton borgar ásamt stórum nöfnum í Everton klúbbnum hafa gefið yfirlýsingar þess efnis að undanförnu að þetta sé að fara að gerast. Bara allt að gerast,,,,,nema leikmenn inn.
Ég hef keypt fullt af miðum á Goodison Park síðustu árin og mín reynsla af því segir mér að það hefur reynst sífellt erfiðara að tryggja bestu sætin enda hefur ársmiðasalan gengið sérlega vel undanfarin ár og mikið um uppselda leiki. Ég tek því mjög fagnandi öllum fregnum af nýjum leikvangi og það væri frábært ef hægt væri að klára hann á tveimur árum. Ég viðurkenni að það er mikil eftirsjá af Goodison Park, enda sögufrægur leikvangur og Everton unnið mikið frumkvöðlastarf þar. Sjá til dæmis:
http://www.evertonfc.com/content/history/everton-firsts
En að mínu mati stendur smæð vallarins og skortur á aðstöðu sem gefur auknar tekjur klúbbnum fyrir þrifum.
Það hafa greinilega fleiri áhyggjur af versnandi möguleikum að kaupa miða á Everton leiki en þú. Áhugaverðar pælingar hér í Youtube myndbandi frá Toffee TV:
https://youtu.be/V8Y8dIQ9JKY
Finnst ótrúleg aukning á ársmiðasölu að því er virðist eingöngu vegna nýja eigandans (Moshiri) og nýja stjórans (Koeman) en enginn leikmaður hefur verið keyptur það sem af er sumars (nei ég tel ekki Stekelenburg með). En það styttist í leikmannakaup, er nánast öruggur með það,,nánast.
Ég hef ekki skoðað tölurnar frá því Moshiri tók við, en ársmiða-sölutölurnar tóku stóran kipp þegar Martinez tók við af Moyes.
Wow… Var klúbburinn að ráða Director of Football rétt í þessu?
http://www.skysports.com/football/news/11671/10506448/leicester-agree-deal-to-let-steve-walsh-join-everton-as-director-of-football-sky-sources
Jebbs, var að gerast,,,,en þið lásuð það fyrst hér,,,þannig séð.
Þá fara leikmannakaupinn í gang, allt að gerast.
Svolítið grand að fara í Director of Football hjá Everton verð ég að segja.
Held það líði ekki á löngu að eitthvað gerist í leikmannamálum.
vonandi að það gerist mjög fljótlega og líka ánægður að það farið að vinna í níum leikvangi seigum svo ÁFRAM EVERTON koma svo