Mynd: Everton FC.
Everton áttu ekki í nokkrum vandræðum með Stoke á þeirra heimavelli í dag, settu þrjú mörk án svars og hefðu hæglega getað sett að minnsta kosti tvöfalt fleiri mörk á þá. Þrjú mörk nægðu þó og það ríflega. Everton varð þar með fyrsta liðið síðan í desember til að setja tvö mörk á Stoke á Brittania og fyrsta liðið á tímabilinu til að skora þrjú þar. Þarf að fara ár aftur í tímann til að finna lið sem hefur skorað jafn mörg mörk þar þegar City unnu 1-4.
Uppstillingin: Joel, Oviedo, Mori, Jagielka, Coleman, Barry, McCarthy, Cleverley, Barkley, Lennon, Lukaku.
Engin breyting á liðum í hálfleik en Barkley vann boltann djúpt í eigin helmingi snemma í seinni hálfleik, hljóp fram og snöggur þríhyrningur sem fylgdi með Lukaku setti Barkley í algjört dauðafæri inni í teig. Varnarmenn Stoke toguðu í treyjuna hjá honum og Barkley hefði bara þurft að láta sig detta til að fá víti en hélt áfram og skaut í utanvert hliðarnetið, Stoke til mikils léttis. Þulirnir á því að Everton hefði átt að fá þriðja vítið þar.
Stoke sluppu aftur með skrekkinn á 55. mínútu þegar Lukaku fékk háa sendingu inn í teig og náði frábærum skalla að marki en Butland varði í slána og út.
Og Everton liðið hélt áfram að sækja og litu hárbeittir út í sóknarleik sínum á meðan ekkert gekk í framlínunni hjá Stoke. Á 61. mínútu fór Lennon, með tvo í sér, illa með bakvörð og miðvörð Stoke og komst upp að marki. Sendi þar á Lukaku í dauðafæri en fyrra skotið frá honum í varnarmann og seinna skotið (eftir frákast) varði Butland með fæti.
Stuttu síðar náðu Stoke loks almennilegu skoti á rammann sem Robles sló frá. Tók þá bara rúmlega klukkutíma að ná því.
Kone kom inn á fyrir Lukaku á 76. mínútu og hann komst strax í dauðafæri þegar hægri bakvörður Stoke misreiknaði ferðina á boltanum aftur sem hleypti Kone inn fyrir einum með boltann, einn á móti markverði — „hlýtur að skora“, hugsaði maður, en skotið frá Kone varði Butland með löppinni. Butland búinn að halda þeim algjörlega inni í leiknum.
Mori fór svo illa með gott færi þegar hann fékk frían skalla á mark stuttu seinna og á þeim tímapunkti furðuðu þulirnir sig á því að Everton væri ekki búið að skora 6 mörk í leiknum.
Mirallas inn á fyrir Barkley á 86. mínútu og Osman inn á fyrir McCarthy á 90.
Síðasta almennilega færið í leiknum kom frá Everton. Rétt undir lok lék Kone á bakvörð Stoke, komst upp að endalínu alveg við mark og gaf stutt fyrir en Mirallas úr jafnvægi og náði ekki skoti. Hefði átt að gera betur þar.
Lokatölur þó 0-3 og aftur sigrar liðið örugglega og heldur hreinu. Ekki hægt að kvarta yfir því. Annan leikinn í röð á markvörður andstæðinganna stórleik en svo lengi sem okkar menn vinna þá gildir það einu. Þetta var þriðji 3-0 sigur Everton í röð, spurning hvort Martinez sé búinn að finna réttu formúluna.
Everton stökk upp í 7. sæti við þetta þar sem Liverpool og Sunderland gerðu jafntefli á sama tíma. Southampton eiga þó leik til góða.
Einkunnir Sky Sports: Robles (7), Oviedo (7), Mori (8), Jagielka (8), Coleman (8), Barry (7), McCarthy (8), Cleverley (8), Barkley (9), Lennon (8), Lukaku (8). Varamenn: Kone (6), Mirallas (n/a), Osman (n/a). Stoke menn mestmegnis í fimmum og sexum, nema Butland sem fékk 8.
Við erum komnir á sigurbrautina.1-4 fyrir Everton og málið dautt.
Og eins og venjulega situr maður límdur við skjáinn, nagandi neglur og reitandi hár endalaust vonandi það besta.
Sæll Ingvar.Ég held að þú getir setið mjög afslappður yfir leiknum í dag, þetta verður létt og skemmtilegt hjá okkur.
Everton búnir að skora og allt lítur vel út. Lennon og Oviedo berjast eins og ljón, þeir ætla að halda sér í liðinu.
Og annað mark komið. En vegna furðulegra úrslita gegn Stoke í síðasta leik þá er ekki annað hægt en að vera SVARTsýnn eftir að vera komnir í 0-2 á útivelli gegn þeim núna.
Hahaha
🙂 Og núna erum við komnir í 3-0 þetta lofar góðu… ég er bjartsýnn…
Hvað er að gerast??? Tvö mörk úr föstum leikatriðum!!!! Og það í sama leiknum.
Verum bjartsýnir Ingvar.
0-3 Ingvar, told you so.
Ingvar, það er ekkert að óttast. Við töpum þessu 5-2. McCarthy og Barry eru báðir meiddir.
Gaman að þessu. Við erum betri og yfir 3-0. Halda haus og innbyrða þrjú stig, þá held ég áfram að vera bjartsýnn (eins og alltaf) á næstu leiki.
Það gæti verið 0-6 þvílíkir eru yfirburðirnir. Og enn rúmlega 25 mínútur eftir. Staðan 0-3.
Gæti veirð 0-7 núna, McCarthy með skot framhjá.
0-8… Kone einn á móti einum… þarna fá menn eitthvað til að smjatta á.
0-9 Mirallas…
Ég bið ykkur afsökunar á þessu spami hérna… miklir yfirburðir hjá okkar mönnum og öruggur sigur. Ég hef ekkert um leikinn að segja nema hvað allt liðið var frábært og mikil barátta einkenndi liðið. En eitt er samt efst í huga mínum, með þessum sigri og jafntefli hjá Liverpool eftir að Sunderland skorar 2 mörk á síðustu mínútum leiksins, þá erum við komnir fyrir ofan Liverpool.
Ég vil hafa Robles áfram í liðinu engin spurning, hann virðist skapa góðan móral í kringum sig og er alltaf að verða öruggari og öruggari í sínum leik.
Spam? Ég sé ekkert spam. 🙂
🙂
Algjörlega frábært og hefðum getað léttilega bætt í – miklir yfirburðir okkar manna í dag! Sáttur 🙂
Lennon, Barkley og Cleverley fá allir 9 í einkunn hjá Paul Merson.
Loksins alvöru vörn. Frábær leikur Everton í fyrri hálfleik og spiliðu af öruggi í seinni hálfleik. Lennon hefur verið frábær í síðustu leikjum. Barkley er að mínu mati mikilvægasti leikmaður Everton í dag. Lukaku hefur ekki náð sína besta á þessu ári. Núna stefnum að vinna rest og rífa sig upp töfluna.
Ég er gífurlega stolltur af mínum mönnum ídag frábær leikur og frábær sigur,þetta er allt að koma hjá okkur.Ekki leiðinlegt að vera komnir ofar en Liverpool á töfluni.
Flottur sigur í dag og loksins VIRÐIST liðið vera farið að spila vörn.
Sem vekur upp hjá mér þessa spurningu.
Hvers vegna í andskotanum tók það Martinez rúmlega hálft tímabilið að fatta að þess þarf líka?
Sæll Ingvar.Það fór eins og ég benti þér á í dag að þú gætir verið rólegur yfir þessum leik.En það er eins og Diddi benti okkur á um daginn hann er bara að byggja upp sitt lið og það tekur bara tíma en þetta er allt að koma hjá honum liðið að verða mjög stöðugt.
Held að Robles sé að gera gæfu muninn. Hann er lukkutröllið á milli stangana, þegar hann er þar erum við ekki að fá á okkur mörk. En án gríns hann hlítur að koma til greina sem arftaki Howard mér finnst hann drullu góður.
Sællir félagar hann Robles var mjög örugur í dag. Ég vona bara að hann fái að halda sæti sínu .Mér fanst liðið sem spilaði í dag vera nokku góðir og vonandi breytir hann Martínes ekki liðinu.Að mínu dómi ætti hann ekki að gera það .Vörninn var mjög góð í þessum leik og hann að hafa hana áfram.
Frábær sigur og frábær spilamennska.
„STAT: We’ve only previously had three successive 3-0 wins once – on almost the exact same dates in 1937 (30 Jan, 3 Feb and 6 Feb). #EFC“
Við vorum frábærir bæði sóknarlega og varnarlega og virðist þessi blanda að leikmönnum að vera virka mjög vel. Þvílík vinnusemi í liðinu.
Lennon og Cleverley að minna aðeins á sig við Roy Hodgeson sem var á vellinum. Þeir hafa ekki verið valdir lengi í landsliðið.
Þetta var í raun ótrúlegir yfirburðir, það var gaman að sjá hvað við stjórnuðum leiknum. Við leyfðum Stoke að hafa aðeins meira boltann á köflum án þess að þeir gætu í raun nokkuð gert og svo vorum við að refsa með hröðum sóknum og vorum í raun bara klaufar að vinna þetta ekki með 5-6 mörkum.
Þetta ætti klárlega að gefa okkur mikið fyrir lokasprettinn. Ná núna góðu „rönni“ í deild og bikar.
Ég tók til nokkur atriði úr leiknum sem hæglega hefðu getað orðið að fleiri mörkum hjá okkur.
1. Barkley á skot í hliðarnetið af stuttu færi eftir að hafa sloppið í gegn.
2. Lukaku með góðan skalla sem að Butland ver í slánna.
3. Lukaku á skot af stuttu færi eftir gott hlaup og fyrirgjöf frá Lennon.
4. McCarthy með gott skot af sæmilega löngu færi, hefði hæglega getað orðið að marki.
5. Kone kemst einn innfyrir.
6. Funes Mori með skalla í ágætis færi sem sumir gætu kallað dauðafæri.
7. Mirallas í lokin með smáheppni hefði hann getað sett hann.
Þetta eru 7 færi og það allt góð færi sem með smá heppni hefðu getað endað með mörkum. Við hefðum getað unnið þennan leik 10-0!
Gaman að sjá að tippy tappy ruglið sem okkar menn hafa verið að stunda í öftustu línu virðist vera að mestu horfið. Boltanum bara lúðrað í burtu ef einhver hætta var á ferðinni og svo voru menn fljótir að koma sér í stöður þegar boltinn tapaðist.
Ef liðið hefði spilað svona frá upphafi tímabilsins er ég viss um að staðan í deildinni væri mun betri, vonandi er þetta það sem koma skal.
Ég er sáttur ?
Gaman að lesa svona 🙂 http://www.evertonfc.com/news/2016/02/08/blues-boost-lucas-fund?
200 milljón punda yfirtaka amerískra fjárfesta nálgast nú óðfluga samkv. nokkrum fjölmiðlum. Ef af því verður vonar maður að það verði heiðarlegra combo en þeir sem keyptu Aston Villa 🙂
Já hef verið að fylgjast með þessu en þetta eru jú þeir sömu og voru komnir mjög langt með að kaupa Swansea fyrir skemmstu.
Var samt að sjá að þetta er komið það langt að Sky Sports eru komnir með þetta sem frétt svo það er eitthvað í gangi:
http://www.skysports.com/football/news/11671/10160889/everton-nearer-to-takeover-as-american-investors-target-163200m-deal?