Nú er talið að Everton sé við það að ná samningum um kaup á James Wilson, en hann er 19 ára frá Wales. Hann er leikmaður Bristol City en hefur verið að láni hjá Brentford. Þar sem hann hefur að sögn farið á kostum. Talið er að Everton greiði 500.000 pund fyrir kappann. Þetta ætti að skýrast á næstu dögum. James er varnarmaður.
Þá er talið að Everton sé mjög nálægt því að ná til sín hinum 24 ára Trond Olsen. Ég hef hér í fyrri pistil mínum sagt frá honum, en til að rifja upp þá leikur hann með Bodo Glimt og hefur skorað 20 mörk í 70 leikjum. Vitað er til þess að mörg lið hafa áhuga á honum. Trond er metin á eina og hálfa milljón punda og talið er að Kenwright sé reiðubúinn að greiða allt að tveimur og hálfri milljón fyrir hann. Vitað er til þess að ákveðið kapphlaup er í gangi á milli Everton og Fulham um að ná honum til sín.
Nú verður smá hlé í þessum pistlum mínum þar sem ég ætla að skella mér erlendis í viku. Kem eldheitur til baka. Vonandi tekur einhver við skrifum á meðan. Góðar stundir.
Comments are closed.