Bournemouth – Everton 4-1 (deildarbikar)

Mynd: Everton FC.

Everton á framundan tvo leiki í röð við Bournemouth á útivelli — hverjar eru líkurnar á því? Í kvöld verður spilað um sæti í deildarbikarnum og um helgina eigast liðin við í Úrvalsdeildinni.

Lampard ákvað að stilla upp, fyrir þennan leik, eiginlega eingöngu leikmönnum sem eru á jaðrinum við aðalliðið og varamannabekkurinn er eiginlega allur skipaður kjúklingum, að þremur undanskildum (Iwobi, McNeil, Gray). Það verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr þessu…

Uppstillingin: Begovic (fyrirliði), Vinagre, Keane, Mina, Holgate, Patterson, Doucouré, Davies, Garner, Gordon, Maupay.

Varamenn: Lonergan, Welch, Mills, Samuels-Smith, Price, Iwobi, McNeil, Gray, Cannon.

Ellefu breytingar á liði Everton frá síðasta leik, níu hjá Bournemouth.

Bournemouth menn fengu óskabyrjun á leiknum þegar þeir skoruðu mark á 8. mínútu. Mikill heppnisstimpill á markinu, enda breytti skotið um stefnu af Garner og fór í sveig yfir markvörð og þaðan í neðanverða slána og inn. Hefði ekki mátt muna svo mikið sem einhverjum millimetrum, en svona er þetta stundum. Enda trúði markaskorarinn varla eigin eyrum, eins og maðurinn sagði, og staðan orðin 1-0 fyrir Bournemouth. Held þetta hafi bara, svei mér þá, verið eina framlag Bournemouth mann í sókn í fyrri hálfleik.

Everton svaraði með fínu samspili hjá Gordon, Doucouré og Davies, en sá síðastnefndi komst í dauðafæri inn í teig og þurfti bara að setja boltann framhjá markverði en skaut hátt yfir. Það hefði með réttu átt að vera jöfnunarmarkið. Come on, Davies — þú verður að gera betur en þetta. Lágmark að hitta á markið.

Stuttu síðar gaf vörn Bournemouth Garner skotfæri á silfurfati, rétt utan teigs, lögðu boltann fyrir hann á silfurfati og hann náði flottu skoti á mark, rétt undir slána, en markvörður varði vel í horn. Bjargaði Bournemouth þar heldur betur.

Vinagre fór svo illa með hægri bakvörð Bournemouth og náði að senda fyrir frá vinstri. Skallinn frá Mina hitti ekki markið en Gordon fékk smá séns til að breyta stefnu boltans en hann skallaði yfir.

1-0 í hálfleik. 

Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri, með freak accident marki. Hefðbundin sending frá markverði (Begovic) á miðvörð (Holgate) endaði með því að Holgate rann á rassinn, án sjáanlegri pressu. Bournemouth sóknarmaður náði því boltanum, og reyndi lága fyrirgjöf, sem breytti stefnu af Holgate og fór (náttúrulega) á annan sóknarmann Bournemouth. Sá reyndi skot sem breytti stefnu af Mina og boltinn barst á fjærstöng, framhjá Begovic og þar þurfti sóknarmaður Bournemouth bara að pota inn. Staðan orðin 2-0. 

Þreföld skipting hjá Everton kom strax í kjölfarið. Lampard ekki sáttur, skiljanlega, og setti þá Iwobi, Gray og McNeil inn á fyrir Holgate, Gordon og Garner.

Bournemouth menn fengu skyndisókn á 62. mínútu (eftir að hafa reyndar brotið á Everton leikmanni) en þeir skölluðu aftur fyrir úr sínu færi. 

Everton minnkaði loks muninn í 2-1 á 65. mínútu þegar Iwobi fann Maupay rétt utan teigs og hann sá Gray aðeins nær marki. Gray stöðvaði boltann, með bakið í markið, en mundaði skotfótinn, sneri sér fljótt og setti hann uppi í hornið hægra megin. Game on. Staðan orðin 2-1.

Örskömmu síðar átti Iwobi skot af svipuðu færi en varnarmenn Bournemouth náðu að komast fyrir skotið og verja í innkast. Leikurinn að opnast aðeins. En Bournemouth menn náðu flottu spili í gegnum vörn Everton á 78. mínútu sem endaði með skoti á mark innan teigs. Begovic varði glæsilega, en boltinn datt (að sjálfsögðu) beint fyrir sóknarmann Bournemouth sem potaði í autt markið. 3-1.

Tvöföld skipting hjá Everton, Doucouré og Maupay út af fyrir Mills og Cannon. 
Það breytti þó litlu því Bournemouth bættu við fjórða markinu eftir varnarmistök Everton. Patterson, sem var aftasti maður, missti boltann og Bournemouth menn komust í sókn og skoruðu úr því eftir nett samspil. 4-1. 

Þannig fór um sjóferð þá.

8 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Augljóslega ekki forgangsatriði að komast áfram í þessum bikar, skiljanlegt þar sem Everton á hvort sem er enga möguleika á að vinna hann. Það verður eins og venjulega eitthvað af þessum svokölluðu toppliðum sem gerir það eins og undanfarin ár.
    Ef ég mætti velja á milli sigurs í kvöld í bikarnum eða á laugardaginn í deildinni, þá myndi ég klárlega velja sigur í deildarleiknum.
    Væri samt gaman að vinna þennan leik líka en Keane er í liðinu svo það er ekki séns.

  2. Ari S skrifar:

    TOM DAVIES!!! 🙁

  3. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Þetta Bournemouth lið er ekki gott, en verst að Everton er verra.
    Óþolandi Þetta tippy tappy í öftustu línu í hvert skipti sem Everton á markspyrnu, það hefur engu skilað þar sem boltinn berst aldrei fram fyrir miðju og sjaldnast fram að miðju. Patterson búinn að vera okkar besti maður bæði í vörn og sókn.
    Bournemouth menn hljóta að vera sáttir með forustuna, því um leið og þeir skoruðu, þá tryggðu þeir sér amk vítaspyrnukeppni því Everton er aldrei að fara að skora meira en eitt mark.

  4. Finnur skrifar:

    Tvö varalið að spila. Hefði alveg verið til í alvöru uppstillingu. En fyrir utan að hafa dottið út úr þessari keppni þá finnst mér slæmt að menn eins og Iwobi og Gray þurftu að eyða orku í þennan tapleik með næsta leik (gegn sama liði) um helgina.

  5. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Jæja! Ekki kom þetta á óvart. Maður bjóst við breytingum á liðinu en kannski ekki ellefu. Og ég bjóst alls ekki við svona slæmu tapi.

    Mér fannst þessi leikur sýna vel hversu lítil breidd er í leikmannahópnum. Ef menn eins og Gana, Onana og Iwobi eru ekki í liðinu þá er enginn sem kemur í þeirra stað. Garner er allt í lagi og á vonandi eftir að verða góður fyrir okkur en hann er ekki orðinn það.
    Keane og Holgate eru drasl sem ég vona að hafi verið að spila sinn síðasta leik fyrir félagið í kvöld. Mina er góður leikmaður þegar hann er í lagi, en mér fannst hann haugryðgaður og alls ekki klár í slaginn í kvöld.
    Ef hann fer í janúar eða næsta sumar þá mun ég ekki sakna hans, ekki vegna þess að mér finnist hann svona lélegur leikmaður heldur vegna þess að hann er endalaust meiddur og við höfum ekkert með svoleiðis menn að gera.
    Doucoure og Davies eru engan veginn nógu góðir og vonandi þurfum við ekki að horfa upp á þá mikið oftar.
    Gordon heppinn að fá ekki rauða spjaldið í fyrri hálfleik, þetta var virkilega ljót og heimskuleg tækling hjá honum og ef VAR hefði verið í notkun hefði hann pottþétt fengið að fjúka.
    Mér finnst Gordon hafa verið ferlega lélegur í síðustu leikjum og í kvöld var hann algjörlega hræðilegur, vonandi verður hann betri á laugardaginn.
    Annars finnst mér bæði Gray og Gordon ferlega heimskir leikmenn, sérstaklega Gray sem í níu skipti af tíu tekur ranga ákvörðun. Gordon er yfirleitt búinn að missa boltann áður en hann þarf að ákveða hvað hann ætlar að gera við hann.
    Ég skil ekki hvers vegna Garner var tekinn af velli í kvöld en ekki Davies eða Doucoure, sem voru skelfilega lélegir. Kannski bara af því að hann á að spila á laugardaginn.

    Ég veit að ég sagðist frekar vilja sigur í deildinni heldur en í bikarnum og kannski fer það svo, en ég hef nú ekki mikla trú á því…..eiginlega enga.

  6. Ari S skrifar:

    Frekar óvænt að skipta öllum 11 út. Ímyndum okkur að Lampard hafi sett alla 11 inná og sagt við þá þetta er síðasti sénsinn ykkar. Ef þið viljið vera áfram þá verðið þið að sýna það í þessum leik…

    Auðvitað er þetta bara skáldsaga hjá mér en ég hef trú á því að ansi m argir yfirgefi Everton í Janúarglugganum. Davies, Holgate, Keane, Mina (eða Minja ein og Valtýr kiallaði hann alltaf haha), Doucoure má líka fara. Gordon vil ég selja, ansi hálfvitalegt brotið hjá honum. Ég hélt að hann myndi fá beint rautt. Brotið var alveg í stíl við það hvernig hann hefur hagað sér að undanförnu. Maupay er ekki að skora

    U21 liðið okkar vann u21 hjá Paris Saint-Germain 2-1 í kvöld