Everton – Leicester 1-1

Mynd: Everton FC.

Everton átti gríðarlega mikilvægan leik við Leicester í kvöld, því þetta var einn af fáum heimaleikjum sem Everton átti eftir á tímabilinu en heimaleikirnir hafa reynst okkar mönnum betur en útivellirnir, sérstaklega upp á síðkastið — eins og við þekkjum.

Fyrir leik leit leikjaplanið svona út, sem og tölfræðin…

Ljóst var fyrir leik að Calvert-Lewin hefði meiðst og því þurfti Richarlison að leiða línuna, með fjögurra manna varnarlínu og Allan og Delph í hjarta varnar og Gray, Gordon og Iwobi sér til stuðnings. Annars leit þetta svona út:

Uppstillingin: Pickford, Mykolenko, Godfrey, Mina, Coleman (fyrirliði), Allan, Delph, Iwobi, Gray, Gordon, Richarlison.

Varamenn: Begovic, Holgate, Kenny, Keane, Doucouré, Gomes, van de Beek, Dele Alli, Rondon.

Ég verð að viðurkenna að ekki var þetta nú skemmtilegur fyrri hálfleikur… Það hjálpaði ekki að við þurftum að horfa á hann án hljóðs og þaðan af síður vegna þess að Leicester skoruðu snemma leiks. En það var bara svo lítið að gerast restina af fyrri hálfleik og færin létu á sér standa.

Richarlison missti reyndar af algjörum „sitter“ um miðbikið þegar Gordon sendi frábæra sendingu á hann (komst upp að endalínu vinstra megin og sendi fyrir). Gray átti svo flott skot eftir vel útfærða hornspyrnu, líklega beint af æfingasvæðinu en skotið endaði rétt framhjá samskeytunum. En þar með var það eiginlega upptalið. Ekkert skot Everton rataði á rammann í fyrri hálfleik.

0-1 í hálfleik.

Svipað uppi á teningnum í seinni hálfleik, pínu frústrerandi að fylgjast með þessu og áfram fá færi.

Dele Alli kom inn á á 58. mínútu fyrir Allan en það verður að viðurkennast að Deli Alli var hálfgerður farþegi í þessum leik (fyrir utan sóknina sem gaf mark). Rondón kom inn á fyrir Gray á 66. mínútu og gerði öllu meira.

Stuttu síðar náði Richarlison skoti á mark en Schmeichel varði. Mina átti svo skalla á markið á 80. mínútu en aftur varði Schmeichel. Bæði færin tilvalin tækifæri til að jafna.

En því verður ekki neitað að Leicester fengu nokkur tækifæri til að gera út um leikinn (og Richarlison reyndar einnig) en þeir skoruðu ekki meira. Það gerði hins vegar Richarlison, alveg í lokin og sýndi enn á ný að það er ekki hægt að skipta honum út af, alveg sama hvað framlagið virðist lítið – hann getur alltaf breytt leiknum. Ég verð reyndar að geta líka þátts Deli Alli sem vann boltann á kantinum í þeirri sókn.

1-1 var annars niðurstaðan. Við tökum stigið. Hefði alveg þegið sigur en það þarf að gera meira til að verðskulda það. Jafntefli líklega ekkert ósanngjarnt.

Einkunnir Sky Sports: Pickford (6), Coleman (6), Godfrey (7), Mina (7), Mykolenko (6), Allan (5), Delph (7), Iwobi (6), Gordon (6), Gray (5), Richarlison (6). Varamenn: Rondon (7), Alli (6).

5 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Jæja!! Enn eitt tækifærið fyrir okkar menn að slíta sig aðeins frá fallsætunum en þau eru nú orðin nokkur og í hvert skipti hafa þeir klúðrað því og því miður kæmi það alls ekki á óvart þó það gerðist í eitt skiptið enn.
    Að mínu mati er þetta leikur sem við verðum að vinna, jafntefli gerir ekkert fyrir okkur nema að Burnley tapi sínum leik á morgun gegn Southampton, en það er algjörlega óútreiknanlegt lið og kæmi mér ekki á óvart þó Burnley vinni þá. Þá er bilið orðið ansi lítið og við getum víst alveg gleymt því að ná í einhver stig á sunnudaginn kemur, svo þessi leikur í kvöld VERÐUR að vinnast

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Og auðvitað skeit Everton í heyið eins og alltaf þegar á reynir.

  2. Gestur skrifar:

    Everton spilaði eins og það væri ekkert til að spila um. Það sem Frank hefur valdið mér vonbrigðum.

  3. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Koma svo Wolves!!!