Everton – Aston Villa 0-1

Mynd: Everton FC.

Klukkan 12:30 verður flautað til leiks í viðureign Everton og Aston Villa á Goodison Park, í fyrstu viðureign dagsins af fimm í Úrvalsdeildinni. Benitez var rekinn eftir síðasta leik og ljóst að mjög stór hluti stuðningsmanna andi nú léttar. Duncan Ferguson og Leighton Baines taka við til bráðabirgða á meðan leitað er að eftirmanni Benitez og ef marka má þennan skamma tíma sem Ferguson leiddi liðið síðast má eiga von á því að hann kveiki vel og rækilega undir leikmönnum liðsins.

Uppstillingin: Pickford, Godfrey, Holgate, Mina (fyrirliði), Kenny, Doucouré, Gomes, Gray, Townsend, Richarlison, Calvert-Lewin.

Varamenn: Begovic, Keane, Coleman, Allan, Gbamin, Onyango, Gordon, Dobbin, Rondon.

Yerry Mina er fyrirliði liðsins í dag og ég held ég sé ekki að fara með rangt mál þegar ég segi að það sé í fyrsta skipti. Annars er þetta fast að á fullum styrkleika og uppstillingin hefðbundin 4-4-2, með þá Richarlison og Calvert-Lewin frammi. Athygli vekur að tveir djúpir miðjumenn eru á bekknum en Ferguson ætlar að byrja með þá Gomes og Doucouré í hjarta miðjunnar.

Aston Villa meira með boltann í upphafi og Everton þéttir fyrir og tilbúnir að beita skyndisóknum. Ekki mjög frábrugðið uppstillingu Bentiez í síðustu leikjum, enda tekur tíma að snúa skútunni. En allt annað að sjá baráttuna, ákefðina og einbeitninguna í liði Everton.

Villa menn með fyrsta færið, skot langt utan af velli sem Pickford varði. Ekkert afskaplega hættulegt.

Everton komst í skyndisókn, tveir á móti einum þegar Doucouré stal boltanum af miðverði Villa og hafði Richarlison með sér. Brunuðu upp völlinn en sendingin frá Doucouré yfir á Richarlison fór aðeins og framarlega, og markvörður þeirra náði að komast fyrir. Þar hefðu þeir átt að komast yfir.

Villa menn komust í point blank range skallafæri alveg upp við mark, og Ollie Watkins náði að stýra skallaboltanum á mark en Pickford varði meistaralega með fætinum. Engin hætta þó, því Watkins var vel rúmlega og augljóslega rangstæður.

Stuttu síðar varði Pickford aftur vel þegar Coutinho náði skalla á mark í horn. En í kjölfarið fengu þeir annað horn sem Buendia náði að skalla á mark. Townsend hefði náð að skalla frá á marklínu ef Pickford hefði ekki rétt svo náð fingurgómi í boltann, sem breyttu stefnu boltans og þaðan fór hann í markið, hátt upp við vinstri stöng.

Buendia fagnaði markinu með því að hlaupa í átt að Gwlady’s street stúkunni og ögraði áhorfendum, sem svöruðu með því að henda flösku í áttina að honum.

0-1 í hálfleik.

Lítið að frétta í upphafi seinni hálfleiks. Allan kom inn á fyrir Gomes á 51. mínútu. Stuttu síðar kom Gordon svo inn á fyrir Townsend. Sóknarþungi Everton jókst mikið við þetta, höfðu ekki átt tilraun á mark í fyrri hálfleik en enduðu seinni með e-s staðar á bilinu 15-20.

Everton náði til dæmis fínni sókn á 55. mínútu þegar Gray brunaði upp völlinn, framhjá nokkrum og fór inn í teig hægra megin, en skotið hins vegar blokkerað. Boltinn barst til Kenny sem sendi háan bolta inn í teig fyrir mark, sem Richarlison skallaði rétt yfir.

Godfrey náði einnig skalla eftir háa hornspyrnu inn í teig en markvörður varði á marklínu, sló til boltans sem fór út í teig og var svo sparkaður burt af varnarmanni.

Á 65. mínútu lenti Doucouré í meiðslum, en hann hafði verið einn besti leikmaður Everton í leiknum. Inn á fyrir hann kom hinn 18 ára Onyango.

Aðeins mínútu síðar átti Gordon frábæra sendingu inn í teig utan af hægri kanti, beint á Calvert-Lewin sem var fyrir framan mark mitt mark og, ef þetta hefði verið í upphafi tímabils, hefði hann klára þann bolta rakleitt í netið en í staðinn setti hann boltann framhjá.

Stuttu síðar átti Mina skalla rétt framhjá stöng vinstra megin og svo hátt yfir mark hægra megin í annarri sókn.

Anthony Gordon reyndi skot úr aukaspyrnu undir lok leiks en boltinn í vegginn. Breytti um stefnu en krafturinn farinn úr skotinu og markvörður varði.

Villa menn vörðust vel og töfðu og töfðu við hvert tækifæri. Fengu að sparka boltanum út af velli trekk í trekk til að kaupa fleiri sekúndur en alltaf var það látið óáreitt.

Allt kom fyrir ekki. 0-1 tap niðurstaðan og eiginlega hálf óverðskuldað að fá ekkert út úr leiknum, miðað við baráttuna í seinni hálfleik.

Einkunnir Sky Sports ekki komnar. Uppfæri síðar. 

11 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Það er langt síðan ég hef verið jafn spenntur/stressaður fyrir leik.
    Hvað sem gerist þá verður það varla verra en ruslið sem við Evertonmenn höfum þurft að horfa upp á síðustu mánuði.
    Þori ekki að spá um úrslit en bara það að Benitez er farinn gefur mér meiri von um betri tíð.
    Athyglisvert að hvorki Mykolenko eða Patterson eru ekki einu sinni í hópnum, það skyldi þó aldrei vera að við höfum ofborgað fyrir menn sem eru ekkert betri en þeir sem fyrir voru.
    Mér finnst líka skrýtið að vera bara með Doucoure og Gomes á miðjunni, það hefur ekki verið að virka vel að vera bara með tvo þar og alls ekki ef Gomes er annar þessara tveggja, hefði viljað sjá Allan þarna með þeim.
    Sjáum hvað setur, þetta verður spennandi.

  2. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Það er bara ekki okkar dagur í dag.

  3. Gestur skrifar:

    Ég get ekki séð að það hafi eitthvað breyst hjá Everton. Leikmenn ekki nógu peppaðir og bara lélegir. Eitt skot á markið er allt og sumt og með þessari spila mennsku verður Everton í fallbaráttu og mjög líklega að þeir séu að fara að falla

  4. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Enn einn leikurinn sem tapast vegna einstaklings mistaka. Mér fannst Evertonliðið spila mun betur en síðustu mánuði, sérstaklega í seinni hálfleik en þetta gekk bara einhvern veginn ekki í dag.
    Mér fannst ekki rétt að setja Onyango inn á í staðinn fyrir Doucoure. Ekki það að hann hafi gert eitthvað slæmt eða einhver mistök, hann gerði akkúrat ekki neitt. Ég hefði sett Gbamin inn á, hann hefur amk einhverja smá reynslu af því að spila í alvöru deild.
    Mér fannst batamerki á liðinu, kannski er það bara óskhyggja en mér fannst spilamennska liðsins betri, það var meiri ákefð og barátta, meiri hraði, stundum meiri en leikmennirnir réðu við og liðið pressaði betur og vann boltann framar. Það eina sem ekki breyttist var auðvitað það sem skiptir mestu máli, Everton getur bara ekki fyrir sitt litla líf unnið fótboltaleiki.
    Vonandi verða áfram þrjú lakari lið en Everton í maí.

  5. AriG skrifar:

    Stórkostlegur leikur Íslands á móti Frökkum innilega til hamingju Ísland. Ég tók gleði mína aftur eftir leikinn. En snúum okkur að Everton. Mikil vonbrigði að tapa leiknum. Fyrri hálfleikur var algjörlega bitlaus sóknarlega. Seinni hálfleikur mun betri allavega batamerki en Everton óheppnir að tapa leiknum. Skrítið enginn í hópnum sem voru keyptir eða leigðir í janúar. Sakna Digne hræðilegt að missa hann en frábært að losna við Benetez. Vill gefa Ferguson smá tíma jafnvel út leiktíðina sjáum til.

  6. AriG skrifar:

    Er Vitor Pereira að taka við Everton núna þessa viku. Allt slúður virðist benda til þess. Er Portugali þekki hann ekki neitt kannski er gott að ráða óþekktan þjálfara. Ætla ekki að dæma hann fyrirfram látum árangurinn leiða það í ljós. Allavega getur hann ekki verið verri en Benetez. Allavega er hann á leiðinni í viðtal á morgun og svo kemur í ljós hvort þetta séu réttar fréttir. Eigandi Everton kemur að þessu máli.

    • Ingvar Bæringsson skrifar:

      Kia er víst umboðsmaður hans og Moshiri gerir flest eins og Kia segir.

  7. Diddi skrifar:

    Jæja, þá er klárt að Frank Lampard verður næsti stjóri! Af þeim sem nefndir hafa verið til sögunnar þá held ég að hann sé skárstur. Ungur og með áherslur á modern fótbolta(finnst upplegg BigDunc full gamaldags og liðsval hans í síðasta leik olli mér vonbrigðum. Best væri að dunc og fleiri gamlir leikmenn, sem kenwright er búinn að hrúga inn af tilfinningasemi einni saman, drulli sér burt og öðlist reynslu í lægri deildum. En spennandi tímar framundan eins og alltaf! Allavega lausir við steinaldarmanninn

    • Ari S skrifar:

      Góðar fréttir. Lampard verður vonandi góður stjóri. Er þér sammála með fyrrverandi leikmenn hjá félaginu. Það eru draumórar hjá BK sem eru ekki að skila neinu. Mér finnst Duncan frábær og ég mun alltaf halda upp á hann. Kominn tími á að hann fari og skapi sér nafn sem stjóri annars staðar fyrst. En spennandi tímar framundan 🙂

  8. Ari S skrifar:

    eitt……. Fyrrverandi leikmenn Greame Sharp er nýkominn í stjórnina og TimCahill er búin að vera í samvinnu við stjórnina síðan Brands fór. Tim Cahill og Frank Lampard eru að sögn vinir (veit ekki hversu miklir vinir) og kannski að samstarf þeirra á milli gefi góða raun. Það sem ég sagði hérna að ofan með draumóra BK var pínu rangt hjá mér að segja finnst mér eftir að hafa fre´tt að Tim Cahill væri kominn aftur.

    Ég er samt algerlega á því að Duncan Ferguson þurfi að fara og vera stjóri annars staðar og öðlast reynslu sem slíkur. Gæti síðan komið aftur til félagsins sem stjóri því að ekki verður Lampard hjá Everton að eilífu þó að vonandi verði hann hjá okkur allavega út samninginn sem hann gerði við félagi. Sagt er að sá samningur sé 2 og háflt ár.

    Sky var rétt í þessu að komka með frétt að þeir væru búnir að fá vissu um að Frank Lampard hefði veirð ráðinn stjóri Everton en enn hefur ekki kmoið opinber tilkynning frá félaginu.