Ancelotti farinn

Höfundur: Ari S. — Mynd: Everton FC.

Stuðningsmenn Everton eru sem lamaðir eftir að Ancelotti hætti. Maður hefði ætlað að einstaklingur með þennan feril myndi skila Everton meiru en hann gerði.

10. sætið með hræðilegan endi var ömurlegt svo ekki sé meira sagt. Margir voru þó tilbúnir að fyrirgefa stjóranum þennan lélega endi á tímabilinu og með heilt sumar framundan með hugsanlegum spennandi kaupum til liðsins þá mátti alveg segja að smá von væri í mönnum.

En, skjótt skipast veður í lofti og um leið og Real Madrid var orðið stjóralaust fóru að koma sögur um að gamli Ítalinn myndu fara til þeirra. Sem og hann gerði. Hann ákvað þetta og spurning hvort að hann eigi nokkuð erfitt með að líta í spegil eftir þetta. Maður spyr sig.

En þá er komið að ykkur…

Hvern viljið þið sem nýjan stjóra? Sennilega hafa aldrei eins margir stjórar verið á lausu og ljóst er að Marcel Brands verður að fá að ráða mestu um það hver verður ráðinn. Endilega komið með ykkar skoðun á því hvern þið viljið sem stjóra liðsins…….

12 Athugasemdir

 1. Finnur skrifar:

  Ítalska pressan vill meina að Andrea Pirlo og fyrrum Chelsea stjórinn, Maurizio Sarri, séu í viðræðum við Moshiri.

 2. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Jæja!! Þá er Everton enn og aftur komið á byrjunarreit, þó ekki væri nú kannski hægt að kenna félaginu um í þetta skiptið. Ég vona bara að næsti stjóri endist lengur en síðustu fjórir sem allir voru farnir innan tveggja ára.
  Hvað Ancelotti varðar, þá vil ég vitna í gamlan vinnufélaga sem væntanlega hefði tekið fréttunum af þessu með þessum orðum. Helvítis karlhóran!!

 3. AriG skrifar:

  Ég var fyrir miklum vonbrigðum með Ancelotte. Greinilega ekki sannur ætlaði að byggja upp Everton þangað til að nýi völlurinn verður tilbúinn en svo hleypur hann í burtu við fyrsta tækifæri. Ég vill prófa Ferguson allavega gefa honum tækifæri í 1-2 ára samning. Þýðir ekki að ráða einhverja stórstjörnu sem hleypur í burtu við fyrsta tækifæri. Moyes finnst hann of varnarsinnaður. Nuno ég veit ekki örugglega ágætur en hefur reynsluna í ensku það hjálpar. Gerrard nei hleypur í burtu seinna til að taka við Lverpool. Aðrir koma til greina Portugalinn sem þjálfar Porto lýst vel á hann og auðvitað fleiri. Allavega sakna ég ekki Ancelotte heillar mig ekki lengur yfirgefur Everton við fyrsta tækifæri. Everton eru ekki á byrjunarreit eru með sterkara lið en í fyrra en þurfa auðvitað byggja upp lið með yngri leikmönnum.

 4. Ari S skrifar:

  Alls konar sögur heyrast. Það nýjasta sem ég hef lesið (þarf alls ekki að vera sattogrétt) er að Brands hafi sagt við Ancelotti farðu bara… þegar þeir byrjuðu að tala um áhuga Real á að fá Ancelotti. Og að Brands hafi alls ekkert reynt að stoppa Ancelotti í að fara því að árangurinn var bara alls ekki flottur.

 5. Ari S skrifar:

  Ansi mikið af sögum í gangi. Nýjasta nýtt frá í morgun er að Duncan Ferguson hafi neitað tilboði Carlo Ancelotti um að gerast aðstoðarmaður hans hjá Real Madrid.

 6. Gunni D skrifar:

  Ég held að þessi andskoti,Brands hefði betur drullað sér með Ancelotti og Grétar Steinn líka.

 7. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Ég vil fá Christophe Galtier, en ég fæ sjaldnast það sem ég vil svo Everton endar líklega með Eddie Howe.

 8. AriG skrifar:

  Ég styð Ingvar lýst vel að fá Christophe Galtier enda gerði hann Lille að Frakklandsmeisturum frábært afrek. Aðal gallinn að fá mjög fræga þeir geta alltaf hlaupið í burtu við fyrsta tækifæri. Finnst það mjög furðulegt ef Real Madril borgi Everton ekki skaðabætur fyrir að stela Ancelotte en þeir gerðu Everton greiða enda var hann búinn að missa áhugann á Everton gafst upp án þess að klára dæmið. Finnst að fá Ferguson áfram sem aðstöðarmann getur alltaf tekið við en næsti stjóri hættir án fyrirvara. Aðrir koma auðvitað til greina enda hefur það ekki reynst Everton vel eftir að Moyes hætti enginn hefur staðið sig vel eftir það til lengdar.

 9. Ingvar Bæringsson skrifar:

  https://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/everton-manager-nuno-esprito-santo-20798625
  Ef þetta er að fara að gerast þá verð ég að segja að mér finnst þetta frekar niðurdrepandi og metnaðarlítið.
  Ef hann er að koma þá vona ég auðvitað að honum gangi allt í haginn og komi Everton á toppinn og í Meistaradeildina en það kæmi mér all svakalega á óvart. Ég er hræddur um að við þurfum að búa okkur undir einhvern tíma í viðbót með hægum, leiðinlegum fótbolta. En þetta gæti kannski verið verra, þetta hefði getað verið Eddie Howe. Ég velti því fyrir mér hver það er sem tekur þessa ákvörðun. Ef það er Moshiri sem ræður öllu um þetta þá skil ég ekki hvað Brands er að gera í sínu starfi. Brands er DOF-inn og á að ákveða hvernig fótbolta liðið á að spila og finna stjóra sem hentar til að spila þann fótbolta og þeir vinna svo saman að því að finna réttu leikmennina. Það hefur ekki ennþá gerst síðan hann kom. Moshiri
  Everton hefur ekki efni á því að klúðra þessari ráðningu og mér finnst þetta, ef rétt reynist, vera glatað tækifæri til að taka skrefið upp á við því ég er viss um að það eru betri stjórar sem Everton hefðu getað fengið, t.d. Galtier, Rangnick og Ten Hag. NES er bara hliðarspor eða kyrrstaða.

  • Ari S skrifar:

   Vel sagt Ingvar, þetta er akkúrat það sama og ég hef verið að lesa að undanförnu og jafnvel sagt það sjálfur að Brands er DOF og á að fá að hafa sitt álit með. Hann á að vera sá sem að velur stjórann eða hefur mest um það að segja hver verður ráðinn. Sögusagnir um að Kenwright hafi talað við Moyes og Martinez eru mjög skrýtnar. Og Moshiri vilji Nuno en Brands vilji hann ekki. ….. hm….

   Skrýtnast er við þetta allt samam að það er ekki sagt hvað Brands vill en samt er hann nýbúinn að skrifa undir nýjsn samning við Everton.

   Núna um 2 leytið (14:00) var ég að kesa hugleiðingar frá einum að kannski væru fulltrúar frá NES að koma þessum sögusögnum í liftið til að setja pressu á annað fékag…? Crystal Palace jannski???

   Ég oersónulegs vill að annsð hvort Galtier eða Rangnick.

   • Ingvar Bæringsson skrifar:

    En svona miðað við fréttir/orðróm síðustu daga þá er NES skyndilega ekki svo slæmur kostur.

Leave a Reply

%d bloggers like this: