Ancelotti farinn

Höfundur: Ari S. — Mynd: Everton FC.

Stuðningsmenn Everton eru sem lamaðir eftir að Ancelotti hætti. Maður hefði ætlað að einstaklingur með þennan feril myndi skila Everton meiru en hann gerði.

10. sætið með hræðilegan endi var ömurlegt svo ekki sé meira sagt. Margir voru þó tilbúnir að fyrirgefa stjóranum þennan lélega endi á tímabilinu og með heilt sumar framundan með hugsanlegum spennandi kaupum til liðsins þá mátti alveg segja að smá von væri í mönnum.

En, skjótt skipast veður í lofti og um leið og Real Madrid var orðið stjóralaust fóru að koma sögur um að gamli Ítalinn myndu fara til þeirra. Sem og hann gerði. Hann ákvað þetta og spurning hvort að hann eigi nokkuð erfitt með að líta í spegil eftir þetta. Maður spyr sig.

En þá er komið að ykkur…

Hvern viljið þið sem nýjan stjóra? Sennilega hafa aldrei eins margir stjórar verið á lausu og ljóst er að Marcel Brands verður að fá að ráða mestu um það hver verður ráðinn. Endilega komið með ykkar skoðun á því hvern þið viljið sem stjóra liðsins…….

38 Athugasemdir

 1. Finnur skrifar:

  Ítalska pressan vill meina að Andrea Pirlo og fyrrum Chelsea stjórinn, Maurizio Sarri, séu í viðræðum við Moshiri.

 2. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Jæja!! Þá er Everton enn og aftur komið á byrjunarreit, þó ekki væri nú kannski hægt að kenna félaginu um í þetta skiptið. Ég vona bara að næsti stjóri endist lengur en síðustu fjórir sem allir voru farnir innan tveggja ára.
  Hvað Ancelotti varðar, þá vil ég vitna í gamlan vinnufélaga sem væntanlega hefði tekið fréttunum af þessu með þessum orðum. Helvítis karlhóran!!

 3. AriG skrifar:

  Ég var fyrir miklum vonbrigðum með Ancelotte. Greinilega ekki sannur ætlaði að byggja upp Everton þangað til að nýi völlurinn verður tilbúinn en svo hleypur hann í burtu við fyrsta tækifæri. Ég vill prófa Ferguson allavega gefa honum tækifæri í 1-2 ára samning. Þýðir ekki að ráða einhverja stórstjörnu sem hleypur í burtu við fyrsta tækifæri. Moyes finnst hann of varnarsinnaður. Nuno ég veit ekki örugglega ágætur en hefur reynsluna í ensku það hjálpar. Gerrard nei hleypur í burtu seinna til að taka við Lverpool. Aðrir koma til greina Portugalinn sem þjálfar Porto lýst vel á hann og auðvitað fleiri. Allavega sakna ég ekki Ancelotte heillar mig ekki lengur yfirgefur Everton við fyrsta tækifæri. Everton eru ekki á byrjunarreit eru með sterkara lið en í fyrra en þurfa auðvitað byggja upp lið með yngri leikmönnum.

 4. Ari S skrifar:

  Alls konar sögur heyrast. Það nýjasta sem ég hef lesið (þarf alls ekki að vera sattogrétt) er að Brands hafi sagt við Ancelotti farðu bara… þegar þeir byrjuðu að tala um áhuga Real á að fá Ancelotti. Og að Brands hafi alls ekkert reynt að stoppa Ancelotti í að fara því að árangurinn var bara alls ekki flottur.

 5. Ari S skrifar:

  Ansi mikið af sögum í gangi. Nýjasta nýtt frá í morgun er að Duncan Ferguson hafi neitað tilboði Carlo Ancelotti um að gerast aðstoðarmaður hans hjá Real Madrid.

 6. Gunni D skrifar:

  Ég held að þessi andskoti,Brands hefði betur drullað sér með Ancelotti og Grétar Steinn líka.

 7. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Ég vil fá Christophe Galtier, en ég fæ sjaldnast það sem ég vil svo Everton endar líklega með Eddie Howe.

 8. AriG skrifar:

  Ég styð Ingvar lýst vel að fá Christophe Galtier enda gerði hann Lille að Frakklandsmeisturum frábært afrek. Aðal gallinn að fá mjög fræga þeir geta alltaf hlaupið í burtu við fyrsta tækifæri. Finnst það mjög furðulegt ef Real Madril borgi Everton ekki skaðabætur fyrir að stela Ancelotte en þeir gerðu Everton greiða enda var hann búinn að missa áhugann á Everton gafst upp án þess að klára dæmið. Finnst að fá Ferguson áfram sem aðstöðarmann getur alltaf tekið við en næsti stjóri hættir án fyrirvara. Aðrir koma auðvitað til greina enda hefur það ekki reynst Everton vel eftir að Moyes hætti enginn hefur staðið sig vel eftir það til lengdar.

 9. Ingvar Bæringsson skrifar:

  https://www.liverpoolecho.co.uk/sport/football/football-news/everton-manager-nuno-esprito-santo-20798625
  Ef þetta er að fara að gerast þá verð ég að segja að mér finnst þetta frekar niðurdrepandi og metnaðarlítið.
  Ef hann er að koma þá vona ég auðvitað að honum gangi allt í haginn og komi Everton á toppinn og í Meistaradeildina en það kæmi mér all svakalega á óvart. Ég er hræddur um að við þurfum að búa okkur undir einhvern tíma í viðbót með hægum, leiðinlegum fótbolta. En þetta gæti kannski verið verra, þetta hefði getað verið Eddie Howe. Ég velti því fyrir mér hver það er sem tekur þessa ákvörðun. Ef það er Moshiri sem ræður öllu um þetta þá skil ég ekki hvað Brands er að gera í sínu starfi. Brands er DOF-inn og á að ákveða hvernig fótbolta liðið á að spila og finna stjóra sem hentar til að spila þann fótbolta og þeir vinna svo saman að því að finna réttu leikmennina. Það hefur ekki ennþá gerst síðan hann kom. Moshiri
  Everton hefur ekki efni á því að klúðra þessari ráðningu og mér finnst þetta, ef rétt reynist, vera glatað tækifæri til að taka skrefið upp á við því ég er viss um að það eru betri stjórar sem Everton hefðu getað fengið, t.d. Galtier, Rangnick og Ten Hag. NES er bara hliðarspor eða kyrrstaða.

  • Ari S skrifar:

   Vel sagt Ingvar, þetta er akkúrat það sama og ég hef verið að lesa að undanförnu og jafnvel sagt það sjálfur að Brands er DOF og á að fá að hafa sitt álit með. Hann á að vera sá sem að velur stjórann eða hefur mest um það að segja hver verður ráðinn. Sögusagnir um að Kenwright hafi talað við Moyes og Martinez eru mjög skrýtnar. Og Moshiri vilji Nuno en Brands vilji hann ekki. ….. hm….

   Skrýtnast er við þetta allt samam að það er ekki sagt hvað Brands vill en samt er hann nýbúinn að skrifa undir nýjsn samning við Everton.

   Núna um 2 leytið (14:00) var ég að kesa hugleiðingar frá einum að kannski væru fulltrúar frá NES að koma þessum sögusögnum í liftið til að setja pressu á annað fékag…? Crystal Palace jannski???

   Ég oersónulegs vill að annsð hvort Galtier eða Rangnick.

   • Ingvar Bæringsson skrifar:

    En svona miðað við fréttir/orðróm síðustu daga þá er NES skyndilega ekki svo slæmur kostur.

 10. Marinó skrifar:

  Everton hefur pinu tínt sálinni, Duncan in og byrjum á nulli

 11. albert skrifar:

  Ferguson

 12. Hallur skrifar:

  Jæja hvernig væri að þessu grini fari að ljuka og við ráðum Manager

 13. þorri skrifar:

  Kæru félagar ég er ágætlega sáttur við þetta. Það er í lagi að lát á reyna ég held að þetta sé ágættur stjóri.Hann gæti alveg lift þessu liði upp gefum honum séns.En menn eru sammála um að það þarf að rótera þessu liði.ÉG held að hann ætti að gera það.verum bjart sín horfum fram á veginn ÁFRAM EVERTON

 14. Ari S skrifar:

  Viltu veðja?

 15. AriG skrifar:

  Ég er alveg sáttur með Benitez. Hann er mjög góður stjóri og mér finnst það ekki skipta máli þótt hann hafi stjórnað Liverpool áður. Svo er ég mjög ánægður að Ferguson sé áfram vonandi verður hann ekki lækkaður í tign örugglega framtíðarstjóri Everton. Eina slæma sem ég sé við Benitez er að hann sé of varnarsinnaður en liðið verður samt alltaf byrja á að taka vörnina í gegn og sækja svo fram. Everton þarf að losa sig við nokkra dýra leikmenn sem eru á háum launum en ég vill hafa Gylfa áfram enda á hann bara eitt ár eftir af samningnum. Á ekki von á að Everton eyði miklu í sumar í nýja leikmenn nema hægri stöðurnar. Vonandi verður Moise Kean áfram hjá Everton flottur leikmaður.

  • Gunni D skrifar:

   Moise Kean verður aldrei sáttur að koma til baka.Hann fær aldrei þann spilatlima sem þarf til.

 16. Gestur skrifar:

  Er það ekki talin frétt að Rafa Benitez hefur verið ráðin stjóri hjá Everton?

  • Ingvar Bæringsson skrifar:

   Eru menn ekki bara ennþá að vona að það sé lélegt grín? 😉

  • Ari S skrifar:

   Jú það er frétt en menn eru eitthvað daufir í dálkinn yfir því sem hefur gerst síðustu 40 daga hjá félaginu. Fyrst hendir Ancelotti kaldri tusku framan í okkur og svo er Benitez ráðinn. Sumum finnst það líka vera blaut tuska en mér finnst það ekki. Er búinn að jafna mig á þeirri ráðningu og vil fara að sjá einvherja nýja leikmenn til félagsins. Benitez er góður stjóri það fer ekki ‘ða milli mála. Ég held að menn séu eitthvað misánægðir með hann en við verðum að styðja við bakið á honum. Það verður auðvelt fyrir hann að fá stuðningsmennina upp á móti sér og hannv erður að standa sig. Hann veit það jafnvel og við stuðningsmenn. Hann hefur búið í b orginni síðustu 17 ár og kona hans (ásamt honum) stendur fyrir góðgerðarstarfsemi í borginni.

 17. Gestur skrifar:

  Hvaða svakalegt mál er í gangi núna?

  • Ingvar Bæringsson skrifar:

   Það er verið að saka Gylfa um einhvern perraskap. Vonandi að það sé kjaftæði.

 18. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Nú er ég brjálaður! Leon Baily kominn til Aston Villa. Everton eru búnir að vera að spá í hann síðustu tvö árin eða svo og hafa víst sent njósnara að fylgjast með honum tólf sinnum. Og hvað gera þessir asnar svo?? Bíða auðvitað eftir að einhver annar taki af skarið og kaupi hann. Þetta er frábær leikmaður og gjörsamlega óþolandi að Everton hafi látið hann ganga sér úr greipum og það fyrir skitnar 25 milljónir punda sem er gjafverð fyrir leikmann í þessum gæðaflokki, plús það að þeir selja hann örugglega fyrir 50 til 70 milljónir eftir eitt eða tvö tímabil, en það verður ekki til Everton.

 19. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Var að horfa á leikinn við manure.
  Þetta lið er drasl!! Ég er hræddur um að þetta verði langt og strembið tímabil og vonandi verða þrjú lið sem verða lélegri en Everton.

  • Diddi skrifar:

   Í framlínunni voru þrír heimskustu vængmenn/sóknarmenn sem til eru í boltanum! Gray, Townsend og Iwobi! Þvílíkt helvíti

 20. Diddi skrifar:

  Við erum komnir með þrjá heimskustu sóknar/vængmenn í liðið, Gray, Townsend og Iwobi! Hvað eru menn að pæla

  • Ingvar Bæringsson skrifar:

   Þetta hefst upp úr því að ráða útbrunninn poolaraskratta sem þjálfara. Ég hef enga trú á að hann geri neitt af viti.

 21. Ingvar Bæringsson skrifar:

  Jæja! Fyrsti leikur tímabilsins í dag og á þessum margumtöluðu pappírum er Everton með mun betra lið og þetta ætti að verða nokkuð þægilegt.
  Southampton er líka búið að missa lykilmenn, eitthvað sem Everton hefur ekki gert…….ennþá. Hins vegar er það löngu sannað, og Everton eitt dæmi um það að þegar lykilmenn eru seldir þá þjappar það leikmannahópnum saman og þeir sem eftir eru leggja sig enn meira fram með góðum árangri.
  Þar að auki er ekki snefill af baráttuvilja eða hugmyndaflugi eða öðrum hæfileikum sem þarf til að vinna fótboltaleiki hjá Everton og þar að auki er ekki einn einasti leikmaður í hópnum sem hægt er að kalla leiðtoga á velli. Það er enginn sem hvetur menn áfram eða skammast í mönnum ef þeir eru ekki að spila af fullri getu.
  Ég held þess vegna að leikurinn í dag fari 1-2 fyrir Southampton.

%d bloggers like this: