Félagaskiptaglugginn – janúar 2021

Mynd: Everton FC.

Janúarglugginn lokar kvöld en fyrirfram er búist við rólegum glugga, líklega afar rólegum hjá flestöllum liðum. Þessi tími er erfiður til að standa í leikmannaskiptum og ennþá erfiðari núna vegna farsóttarinnar enda veit enginn hvort annað jafnvægi muni myndast á leikmannamarkaði en var fyrir farsótt. Einnig hefur það verið stefna Everton um nokkurt skeið að þurfi að losa leikmenn af launaskrá svo hægt sé að mynda pláss fyrir nýja leikmenn. Erfiðara þó sagt en gert, oft á tíðum.

Síðasti séns til að skrá samningsdrög er þó til klukkan 23:00 sama dag og er þessum þræði ætlað að halda utan um staðfest kaup og sölur, sem og slúður.

Afraksturinn hingað til:

Leikmenn inn: Josh King (frá Bournemouth).
Leikmenn út: Cenk Tosun (lánaður til Fenerbache, til loka tímabils), Jonas Lössl (til Midtjylland, ekki tilgreint hvort um sölu eða lán hafi verið að ræða), Beni Baningime (lánaður til Derby County), Yannick Bolasie (lánaður til Middlesbrough) Jarrad Branthwaite (lánaður til Blackburn Rovers til loka tímabils), Ellis Simms (lánaður til Blackpool).

Mán 23:14: Skv gluggavakt Sky Sports er Josh King á leiðinni til Everton að láni til loka tímabils. Pappírarnir náðu inn fyrir kl. 23:00 sem þýðir að félagið hefur til miðnættis til að klára. BBC bendir á að samningur hans hjá Bournemouth rennur út í lok tímabils, þannig að þetta er „short-term permanent deal“, eins og það var orðað.
Mán 23:00: Glugginn er formlega lokaður (nema fyrir þau samningsdrög sem send voru inn fyrir kl. 23:00, klukkutími til að klára þau, ef einhver eru).
Mán 18:48: Bernard var talinn á leiðinni til Al Nasr, en það gekk víst ekki eftir, skv. fréttastofu Sky Sports. Þetta var sagt hafa möguleg neikvæð áhrif á getu Everton til þess að bjóða í framherjann Joshua King, sem þeir hafa verið orðaðir við.
Sun 20:53: Jonjoe Kenny var sagður í viðræðum við Celtic um lán til loka tímabils. Skotar hafa til miðnættis til að klára leikmannaskipti.

Og þar með er það upptalið!

Það verður fróðlegt að sjá hvað Marcel Brands tekst að galdra upp úr hattinum og við munum uppfæra þessa frétt þegar meira er vitað (og bæta við efst upptalninguna). Endilega látið vita í kommentakerfinu ef þið rekist á eitthvað bitastætt.

13 Athugasemdir

  1. Ingvar Bæringsson skrifar:

    Josh King hefur spilað 12 deildarleiki fyrir Bournemouth á tímabilinu og skorað í þeim hvorki meira né minna en ekkert mark og átt ekki fleiri né færri en enga stoðsendingu.
    Ég ætla rétt að vona að Everton sleppi því frekar að versla eitthvað í þessum glugga heldur en að sóa pening í enn einn gagnslausan leikmann.

    • Finnur skrifar:

      Bara svona til að setja hlutina í samhengi…

      Cenk Tosun er með átta mörk á þremur og hálfu tímabili. Samtals. Og trendið er niður á við, bæði í leikjum og mörkum per tímabil.

      Calvert-Lewin er búinn að skora 35 mörk eftir fjögur og hálft tímabil (7,8 mörk að meðaltali per tímabil). Hans trend er á uppleið. Vonandi heldur það áfram.

      Richarlison er búinn skora 33 mörk í þremur og hálfu tímabili í Úrvalsdeildinni (9,4 mörk að meðaltali per tímabil). Hans fyrstu tvö tímabil með Everton voru frábær en lítið komið frá honum á þessu tímabili.

      Lítum þá á Josh King. Hann er með 48 mörk í Úrvalsdeildinni eftir fimm tímabil (9,6 mörk að meðaltali). Sem sagt, hærra meðaltal en allir okkar helstu framherjar. Á lélegu tímabili í Úrvalsdeildinni var hann samt að skora næstum því jafn mörg mörk og Cenk Tosun skoraði í Úrvalsdeildinni á öllum ferli sínum.

      Ég sé ekki betur en Everton sé að fá mann á nánast free transfer (lítið sem ekkert eftir af samningi hans við Bournemouth) og þetta er maður sem lítur klárlega út sem uppfærsla á Cenk Tosun. Og það sem meira er, hann verður um leið og hann kemur í liðið með flest Úrvalsdeildarmörk af öllum núverandi leikmönnum Everton, ef mér skjátlast ekki…

      Eigum við ekki að minnsta kosti að gefa þessu séns, áður en við afskrifum hann?

      • Ingvar Bæringsson skrifar:

        Jú ætli það ekki. Fyrst hann er kominn þá vona ég auðvitað að hann standi sig vel og skori og leggji upp fullt af mörkum…….en ég hef ekki trú á því.

      • Gestur skrifar:

        Auðvitað vonar maður að hann standi sig vel en hann hefur bara ekki verið í formi í ca tvö ár. Það sem er gott í þessu er að hann þekkir úrvalsdeildina og þarf ekki aðlögunar tíma bara að koma sér í almennilegt form og hefur til þess stuttan tíma, það er ekki nema þrír og hálfur mánuður eftir af þessu tímabili. Gylfi nokkur Sigursson hefur skorað fleiri úrvalsdeildarmörk en King.

        • Finnur skrifar:

          Gylfi, rétt! Takk fyrir það. Má ekki gleyma honum – kominn með yfir 60 mörk á þessum níu og hálfa tímabili í Úrvalsdeildinni, þrátt fyrir að hafa oft verið settur í aðra stöðu en hans bestu. Enginn aukvisi.

  2. Gestur skrifar:

    Ég verð nú að segja, ég skil bara ekkert í þessum glugga. Senda frá sér helling af leikmönnum til að fá leikmann frá B-deild og ekki í formi í því liði. Mér finnst hópurinn hjá Everton mjög þunnur sóknarlega og ekki gerði þessi gluggi neitt fyrir liðið.

  3. Ari G skrifar:

    Allir leikmenn sem Everton lánaði út hafa ekkert gert fyrir liðið í vetur. Höfum ekki að gera við neinn af þeim aftur nema Anthony Gordan. Ég er eiginlega feginn að Bernard fór ekki langt besti kosturinn að halda í af öllum þessum leikmönnum sem fóru. Skil satm ekki borgar Everton Bournemouth 5 millur og gera svo 6 mánað samning við Joshua King er eitthvað vit í þessum samningi. Héld að Everton hefði örugglega geta fengið mun betri sóknarmann t.d. Bosníu manninn hjá Roma allavega áttu þeir að reyna meira. En samt er betra að hafa fengið King en engan og eins og Finnur sagði skulum gefa honum sjens og svo getum við gagnrýnt hann eftir tímabilið ef hann stendur sig ekki. Hef engar áhyggjur að við höfum ekki nóg að sóknarsinnuðum leikmönnum. Höfum ekkert að gera við frekar slappa leikmenn sem skila engu nema Anthony Gordan.

  4. Ari G skrifar:

    Sorry var búinn að gleyma Jarrad Branthwaite Hann er frábær leikmaður en frekar ungur ennþá og hann kemur auðvitað bara betri til baka í sumar. Bið hann afsökunar að hafa kallað hann slappan leikmann.

  5. Ari S skrifar:

    Mér lýst vel á Josh King. 6 mánaða samningur. Er það svo ekki skrifað í skýin að hann leikur sinn fyrsta leik fyrir okkur gegn sínu gamla félagi Manchester United og skorar sigurmarkið í þeim leik?

    • Ari S skrifar:

      Staðreynd, Josh King hefur skorað fleiri mörk á Goodison Park heldur en Cenk Tosun.

  6. Ari S skrifar:

    Bolasie lán, Simms lán, Lossl seldur, Tosun lán, Kenny lán, Baningime lán og Gordon lán. Alls ekki slæmur gluggi í heildina séð finnst mér.

  7. Finnur skrifar:

    Og svona upp á samhengið aftur…
    https://www.bbc.com/sport/55860797

    Það er hending að liðin séu að kaupa menn í þessu árferði – þetta er allt bara minni spámenn á láni og free transfer (með mjög fáum undantekningum). Gleymum því ekki að Úrvalsdeildarliðin eru að tapa hundruðum milljónum punda í faraldrinum. Meira að segja púlararnir sem voru farnir að sækja sér old boys gaura af strætóstöðvum til að stoppa í götin í vörninni… Búnir að vera orðaðir við hina og þessa en létu sér nægja einn ungan og einn lánsmann. Hvorugur household name.

  8. þorri skrifar:

    Jaja félagar eru menn klárir í slaginn í kvöld