Nýr stjórn kjörin

Mynd: Everton FC.

Aðalfundur Stuðnings- og aðdáendaklúbbs Everton á Íslandi var haldinn í fyrradag á Ölveri og var stemmingin mjög góð.

Tæplega 20 manns mættu (13% ef miðað er við félagatal) en greinilegt var að veikindi og ferðalög settu strik í reikninginn (þegar kom að mætingu) sem og það að Norðlendingarnir í hópnum, sem eru allnokkrir, voru margir hverjir fyrir norðan að fagna glæsilegum árangri Þórs og því löglega afsakaðir. 🙂

Fundargerðin er í vinnslu en helst ber að nefna að ný stjórn var kjörin á fundinum og er hún skipuð eftirfarandi mönnum:

Formaður: Haraldur Örn Hannesson
Varaformaður: Baldvin Þór Heiðarsson
Gjaldkeri: Eyþór Hjartarson
Ritari: Finnur Breki Þórarinsson
Meðstjórnandi: Óðinn Halldórsson

Varamenn í stjórn eru Gunnþór Kristjánsson og Róbert Eyþórsson.

Fráfarandi stjórn er:

Formaður: Haraldur Anton Haraldsson
Varaformaður: Elvar Birgisson
Gjaldkeri: Hólmar Örn Finnsson
Ritari: Einar Guðberg Jónsson
Meðstjórnandi: Georg Fannar Haraldsson

Nýkjörin stjórn þakkar fráfarandi stjórn kærlega fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og hlakkar til að takast á við verkefnið sem fyrir höndum er.

8 Athugasemdir

  1. Gunnþór skrifar:

    Hefði viljað mæta og hitta þennan glæsilega hóp af Evertonmönnum, við komum einhverja helgina í vetur og hittumst yfir góðum leik.

  2. Ari skrifar:

    Þú verður að gæta þín, það eru ekki allir Norðan-Everton menn Þórsarar….. Sumir eru KA menn…… 😉 Þetta er svona svipað og þú værir kallaður Liverpool maður…. he he

  3. Finnur skrifar:

    Þess vegna sagði ég margir hverjir. 🙂

  4. Ari skrifar:

    Jaaaaá……:) sé það núna….:)

  5. Dyncla skrifar:

    Gott og fróðlegt fundur. Svo var leikurinn fyrsta flokks. Takk fyrir skemmtilegan dag. COYB

  6. Finnur skrifar:

    Takk sömuleiðis. Þetta var snilld.

  7. Ingólfur Örn skrifar:

    Hvar ætla menn að horfa á leikinn í kvöld?

  8. Finnur skrifar:

    Á Ölveri, eins og venjulega. Ég á reyndar ekki heimangengt sjálfur í kvöld, en ég veit ekki betur en að hinir fastamennirnir mæti og örugglega einhver slæðingur líka. Útsendingin byrjar 18:35.