Lumar þú á skemmtilegum staðreyndum?

Everton á Íslandi leitar nú að gestapennum til að skrifa greinar á everton.is. Efni pistlanna getur verið hvað sem er — svo framarlega sem það eigi erindi til íslenskra stuðningsmanna Everton. Dæmi um greinar: Skemmtileg tölfræði sem tengist Everton og hægt er að setja fram í smá pistli. Eitthvað úr sögu Everton sem þú vilt rifja upp? Fjalla um leikmenn eða taktík? Kaup og sölur? Undirbúningstímabilið? Eitthvað sem tengir Everton við Ísland? Fjalla um leik sem er í vændum eða skrifa yfirlit yfir leiki sem hafa verið leiknir? Allt þetta kemur til greina og meira. Einu kröfurnar eru að tónninn sé jákvæður, greinarnar hæfilega langar og að erindið höfði til lesenda everton.is. Gestapennar þurfa hvorki að hafa áhyggjur af lélegri tölvukunnáttu né stafsetningu því við höfum þetta bara einfalt: Þú skrifar einfaldlega greinina sem tölvupóst til okkar og við prófarkarlesum, lögum stafsetningu og finnum mynd við hæfi. Þegar því er lokið komum við greininni á framfæri á everton.is og merkjum ykkar nafni. Einfaldara gæti það varla verið. Hafðu samband ef þú hefur áhuga.

2 Athugasemdir

  1. marinó skrifar:

    sælir, ég væri allveg til i að koma með einn og einn, eg er svo a kaf i þessu everton liði okkar 🙂

    • Þórarinn skrifar:

      Endilega sendu bara til að byrja með á mig thorarinnjohannsson(hja)gmail.com!