9 ár undir stjórn Moyes

Í gær fagnaði David Moyes áfanga sem ekki margir virðast ná þessa dagana en þá hafði hann verið stjóri sama úrvalsdeildarliðsins samfellt í 9 ár. Hann hefur verið nokkuð gagngrýndur fyrir slakt gengi Everton framan af tímabilinu (þó ákveðin batamerki séu í gangi núna) þannig að það er ekki úr vegi að líta aðeins yfir farinn veg og skoða árangur hans með liðið (skv. Wikipedia) og þá lykilmenn sem liðið hefur sankað að sér undir stjórn Moyes, fyrir oft alveg ótrúlega litlar upphæðir.

Fyrst ber að nefna að Moyes tók við af Walter Smith þann 14. mars 2002 en liðið var þá í bullandi fallbaráttu og búið að vera þar undanfarin tímabil. Fyrsta verk Moyes var að rétta skútuna af og bjarga liðinu frá falli. Það gekk eftir.

2002/2003: Aftur var búist við fallbaráttu hjá Everton en á fyrsta heila tímabilinu undri stjórn Moyes endaði liðið í 7. sæti (og rétt missti þar með af UEFA cup sæti). Moyes var kosinn LMA Manager of the Year.

2003/2004: Hér kom bakslag en liðið endaði í 17. sæti (leifar frá fornum tíma?). 🙂

2004/2005: Moyes kaupir Tim Cahill fyrir hlægilega lítinn pening (1.5M). Enduðum í  4. sæti í deildinni sem tryggði sæti í meistaradeildinni (Champions League). Moyes aftur kosinn LMA Manager of the Year. Arteta fenginn að láni.

2005/2006: Phil Neville til liðsins (3.5M). Arteta skrifar undir (2M). 11. sæti í deildinni.

2006/2007: Moyes kaupir Andy Johnson (8.6M, síðar seldur fyrir ekki minna en 10M), Joleon Lescott (fyrir 2-3M, síðar seldur fyrir 22-24M) og Tim Howard (3M?). Enduðum í 6. sæti og komumst þar með í UEFA cup.

2007/2008: 5. sæti í deildinni, sem tryggði aftur UEFA cup. Semi final í Carling Cup. 16 liða úrslit í UEFA Cup (duttum út í vítaspyrnukeppni). Moyes kaupir Yakubu (11.25M), Pienaar (2M, síðar seldur á 3M), Jagielka (4M), Baines (allt að 6M).

2008/2009: Louis Saha, Séamus Coleman (150K!!) og Fellaini (15M) fengnir til liðsins. Náðum í úrslit í FA bikarnum (móti Chelsea). 5. sæti í deildinni. Moyes aftur kosinn LMA Manager of the Year.

2009/2010: Lescott seldur og lykilmenn meiddir í upphafi tímabil. Samt náðum við 8. sæti. Moyes kaupir Johnny Heitinga (6.2M), Silvain Disitin (5M) og Diniyar Bilyaletdinov (óvíst, sagt vera 8.9M).

Moyes hefur á þessum 9 árum byggt upp (fyrir lítinn pening) lið skipað mörgum sterkum landsliðsmönnum sem fór frá því að vera í sífelldri fallbaráttu ár eftir ár yfir í efri helming deildar og náði nokkrum sinnum í Evrópukeppnina, þar með talið Champions League, og einu sinni í úrslit FA bikarsins. Hann hefur greinilega gott auga fyrir "óslípuðum demöntum" og virðist oft ná fram því besta úr leikmönnum. Núverandi tímabil hefur vissulega ekki verið upp á marga fiska hvað gengi liðsins varðar og siglingin verið mjög ójöfn, en þetta lið hefur sýnt það á tímabilinu að það getur sigrað hvern sem er.

 

Comments are closed.