Jafntefli og smá slúður

Fellaini náði að tryggja okkar mönnum stig gegn Sunderland í gær. Þetta er orðið allt of algengt, að Everton sé að "tryggja" sér stig á lokamínútum leiksins. Það er kannski ekki hægt að ætlast til meira af liðinu eins og staðan er búin að vera með meiðsli. Ánægjulegt var að sjá Neville sestan á bekkinn, það styttist í að hann verði alveg leikhæfur, þó að hann verði ekki kominn í form fyrr en á nýju ári. Nú heyrast háværar fréttir þess efnis að Moyes vilji skila Jo í janúar til Man City. Moyes hefur hann til enda tímabilsins, en heyrst hefur að Moyes sé orðinn leiður á að Jo sýni ekkert og vilji losna við hann.

Þá er talið að Moyes sé á eftir mjög efnilegum ungum leikmanni frá Liverpool, Adam Pepper. Hann er 18 ára miðjumaður. Hann byrjaði að æfa með Everton á yngri árum en fór 14 ára yfir í akademíuna hjá Liverpool. Hann hefur spilað vel með undir 18 ára liði Liverpool en ekki náð að knýja dyra hjá aðalliðinu. Talið er að Moyes geti gert afburða knattspyrnumann úr Pepper.

Svo er spurning hvort að við sjáum þennan aftur fljótlega í Everton treyjunni.

 

Meira síðar, góðar stundir!

Comments are closed.