Framundan

Mikið er rætt um það í enskum fjölmiðlum þessa dagana að Moyes ætli sér að ná í Alan Hutton, en hann kom 2008 til Spurs frá Rangers. Hann hefur ekki náð að festa sig í sessi hjá Lundúnaliðinu. Talið er að Tottenham hafi þurft að reiða fram 9 milljónir punda fyrir Hutton, spurning hvort að Moyes geti náð einhverju meiru út úr honum, en líklegast bara ef hann fær hann fyrir mun minni pening.

Moyes mun einnig vera búinn að setja boð í Milan Jovanovic, Serbann knáa frá Standard Liege. Birmingham bauð fjórar milljónir í Milan en því tilboði var hafnað á dögunum. Talið er þó að Man Utd, Spurs og Villa séu á eftir honum. Talið er að Moyes bjóði 5 milljónir í Milan.

Góðar fréttir úr herbúðum Everton, en talið er að Pienaar verði leikfær fyrir leikinn gegn Liverpool þann 29. nóvember n.k.

Næsti leikur Everton er gegn Hull miðvikudaginn 25. nóvember (á morgun). Fellaini verður ekki með, en hann tekur út leikbann (kemur á óvart) Spurning hvort þetta geti ekki verið tækifæri til að spila Jo og Saha frammi. Hvert er ykkar álit, hvernig á liðinu að vera uppstillt?

Góðar stundir.

Comments are closed.